Valdís Þóra Jónsdóttir lék vel á öðrum degi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina í Marokkó.
Valdís Þóra lék á 70 höggum í dag, eða á tveimur höggum undir pari.
Þessi góða spilamennska skilaði Valdísi Þóru upp um níu sæti. Skagakonan var í 15-20. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn en er núna í 6. sæti á samtals tveimur yfir pari.
Valdís Þóra fékk sex fugla, átta pör og fjóra skolla í dag.
Tæplega 30 keppendur komast áfram af fyrsta stiginu og á lokaúrtökumótið fyrir LET Evrpumótaröðina sem fram fer í Marokkó 17.-21. desember næstkomandi.
Valdís Þóra upp um níu sæti
Tengdar fréttir

Valdís Þóra byrjaði á skramba en er samt í 15. sæti
Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í dag keppni á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina en úrtökumótin fara fram í Marokkó.