Vitundarvakning hjá neytendum sem láta ekki bjóða sér hvað sem er Sæunn Gísladóttir skrifar 10. desember 2016 10:00 „Ég held að það sé vitundarvakning hjá neytendum. Samanburður við útlönd er orðinn auðveldari í gegnum netið. Samfélagsmiðlar eru orðnir leið til að deila þessu og fjölmiðlar hafa líka sýnt þessu meiri áhuga núna,“ segir Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna. Með samfélagsmiðlum hefur neytendahegðun að miklu leyti breyst á undanförnum árum. Neytandinn er stutt frá forsvarsmönnum fyrirtækisins og ein Facebook-færsla um ósanngjarnt verðlag getur haft gríðarleg áhrif. Undanfarnar vikur hafa dunið á fréttir um gríðarlegan verðmun annars vegar hér á landi og utan landsteinanna, dæmi hafa verið um dekk og legókubba.Fjölmiðlaumfjöllun hefur áhrif „Einstaklingur sem gerir samanburð og birtir á Facebook er gott mál, en það er virkilegur slagkraftur þegar sterkir fjölmiðlar taka þetta upp og fara að fjalla um þetta. Þá verður þetta alvöru mál. Það er samspil þessa held ég sem veldur þessu,“ segir Ólafur. Hann bendir á að annað sem geti einnig spilað inn í sé styrking krónunnar. „Það er tilfinning okkar að verslunin í landinu hafi ekki látið þessa styrkingu ganga áfram til neytenda í lækkuðu vöruverði. Þetta á ekki við um alla, en þetta á við í of mörgum tilfellum. Það verður mjög áberandi og það verður sérstaklega áberandi með vörutegundir sem hafa alltaf verið dýrari hér en eru núna svívirðilega dýrar eins og dekk og legókubbar.“Kaupmenn þurfa að bregðast við Hann segir að neytandinn vilji ekki láta bjóða sér þetta lengur. „Ég held að verslunareigendur og kaupmenn þurfi að bregðast við þessu hér því netverslun er svo auðveld. Ef þú pantar dekk þá eru þau komin til þín eftir viku en ef þú kaupir minni vöru er hún komin eftir tvo eða þrjá daga,“ segir Ólafur. Hann bendir á að fólk fari í auknum mæli í verslunarferðir og svo skipti það ekki máli varðandi verslun hvort neytandinn kaupi af íslenskri eða erlendri netverslun. „Hann situr bara fyrir framan tölvuna og flestir Íslendingar eru með þannig kunnáttu í ensku að þeir geta hæglega verslað á netinu, þetta er raunveruleiki sem kaupmenn standa frammi fyrir. Hingað eru svo að koma erlendar verslunarkeðjur eins og H&M og Costco. Þetta mun koma með samkeppni inn á íslenskan smásölumarkað, draga úr álagningu og koma neytendum til góða. En það er ekkert sem virkar eins vel og virkt eftirlit neytenda sem hafa tök á að gera verðsamanburð,“ segir Ólafur.Mikil breyting á áratug „Valdapendúllinn hefur farið mjög mikið til neytenda. Fyrir tíu til fimmtán árum gat ég, ef ég fór á lélegan veitingastað, refsað fyrirtækinu með því að fara aldrei þangað aftur og sagt vinum mínum frá því. Þá heyrðu kannski ellefu af því, nú hefurðu tæki til að láta 500 vini á samskiptamiðlum heyra þetta sem og vini vina þinna. Það er allt í kerfinu sem ýtir undir það að neytendur tjái sig. Íslenskir neytendur eru að átta sig á því að þeir geta nýtt snjallsíma sína og samfélagsmiðla. Alþjóðaviðskipti hafa líka aukist þannig að ef ég er óánægður kaupi ég bara á netinu. Þetta er allt til styrkingar neytendum,“ þetta segir Valdimar Sigurðsson, doktor í markaðsfræðum með áherslu á neytendasálfræði. Hann er prófessor við Háskólann í Reykjavík.Búið að missa nokkra sölu út Valdimar tekur undir með Ólafi með að það sé vaxandi óánægja með hátt verðlag hér á landi hvort sem það er á dekkjum, legókubbum eða barnafötum. „Sala erlendis frá hefur aukist mikið hvort sem það er í gegnum ali express eða verslunarferðir vinkvenna til Boston. Það er almennt minnkandi trú á verslun hér á landi, bæði er það vegna vöruframboðs, eða þá verslunin sjálf er ekki eins skemmtileg og erlendis og svo er það verðlagið. Ég get ímyndað mér að mörgum neytendum finnst þeir illa sviknir hér á landi að verðlagið sé þannig að þú verslir bara þarna vegna þess að þú átt ekki annars kosta völ,“ segir Valdimar. „Maður heyrir það svolítið að sumar verslanir hugsi þannig að þetta sé orðinn þeirra kjörmarkaður hér á landi: að selja þeim sem þurfa vöruna strax. Það er það sem verslunin þarf að gera því hún er búin að missa nokkra sölu út,“ segir Valdimar.Verð endurspeglar virði Hann bendir þó á að ef maður setur sig í spor verslana þá sé verðlagning oft meira að endurspegla þá virðingu og væntingu sem neytandinn fær, en ekki endilega kostnað og einhverja álagningu. „Það er alls ekki nýtt að þykja það góð viðskipti að reyna að búa til sem mest virði fyrir neytandann. Svo er líka spurning hvenær er verið að misnota þetta.“Fyrirtæki bregðast við Að mati Valdimars voru fyrirtæki fyrir nokkrum árum algjörlega berskjölduð gagnvart gagnrýni á samfélagsmiðlum. „Fyrir örfáum árum var ráðist á nokkur fyrritæki og þau vissu ekki af því fyrr en eftir nokkra daga. Núna eru hins vegar fleiri fyrirtæki að taka upp stefnumótun í þessu. Þau átta sig á að það er ekki sniðugt að setja upp Facebook- eða Instagram-síður án eftirlits. Það kemur ekkert út úr þessu nema þú sért í almennilegu sambandi við neytendur. Nú eru mörg fyrirtæki að vinna á faglegri hátt til að svara svona gagnrýni.“ Hann bendir á að sum fyrirtæki sjái núna hvort þeir sem gagnrýna fyrirtækið séu áhrifavaldar á samfélagsmiðlum og þá skiptir álit þess þau fyrirtæki meira máli. „Samskiptamiðlar eru bæði til góðs og ills. Það sem skiptir mig máli og aðra er að þetta geti gefið okkur betri fyrirtæki og betra samfélag ef við getum nýtt kraft neytenda,“ segir Valdimar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Blöskraði dekkjaverð á Íslandi og sparaði sér á þriðja hundrað þúsund Hallbjörn Karlsson sparaði sér 250 þúsund krónur á því að panta dekkin sín frekar í útlöndum heldur en að kaupa þau á Íslandi. 7. desember 2016 22:40 Jólainnkaupin þriðjungi ódýrari í London Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. 1. desember 2016 20:00 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
„Ég held að það sé vitundarvakning hjá neytendum. Samanburður við útlönd er orðinn auðveldari í gegnum netið. Samfélagsmiðlar eru orðnir leið til að deila þessu og fjölmiðlar hafa líka sýnt þessu meiri áhuga núna,“ segir Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna. Með samfélagsmiðlum hefur neytendahegðun að miklu leyti breyst á undanförnum árum. Neytandinn er stutt frá forsvarsmönnum fyrirtækisins og ein Facebook-færsla um ósanngjarnt verðlag getur haft gríðarleg áhrif. Undanfarnar vikur hafa dunið á fréttir um gríðarlegan verðmun annars vegar hér á landi og utan landsteinanna, dæmi hafa verið um dekk og legókubba.Fjölmiðlaumfjöllun hefur áhrif „Einstaklingur sem gerir samanburð og birtir á Facebook er gott mál, en það er virkilegur slagkraftur þegar sterkir fjölmiðlar taka þetta upp og fara að fjalla um þetta. Þá verður þetta alvöru mál. Það er samspil þessa held ég sem veldur þessu,“ segir Ólafur. Hann bendir á að annað sem geti einnig spilað inn í sé styrking krónunnar. „Það er tilfinning okkar að verslunin í landinu hafi ekki látið þessa styrkingu ganga áfram til neytenda í lækkuðu vöruverði. Þetta á ekki við um alla, en þetta á við í of mörgum tilfellum. Það verður mjög áberandi og það verður sérstaklega áberandi með vörutegundir sem hafa alltaf verið dýrari hér en eru núna svívirðilega dýrar eins og dekk og legókubbar.“Kaupmenn þurfa að bregðast við Hann segir að neytandinn vilji ekki láta bjóða sér þetta lengur. „Ég held að verslunareigendur og kaupmenn þurfi að bregðast við þessu hér því netverslun er svo auðveld. Ef þú pantar dekk þá eru þau komin til þín eftir viku en ef þú kaupir minni vöru er hún komin eftir tvo eða þrjá daga,“ segir Ólafur. Hann bendir á að fólk fari í auknum mæli í verslunarferðir og svo skipti það ekki máli varðandi verslun hvort neytandinn kaupi af íslenskri eða erlendri netverslun. „Hann situr bara fyrir framan tölvuna og flestir Íslendingar eru með þannig kunnáttu í ensku að þeir geta hæglega verslað á netinu, þetta er raunveruleiki sem kaupmenn standa frammi fyrir. Hingað eru svo að koma erlendar verslunarkeðjur eins og H&M og Costco. Þetta mun koma með samkeppni inn á íslenskan smásölumarkað, draga úr álagningu og koma neytendum til góða. En það er ekkert sem virkar eins vel og virkt eftirlit neytenda sem hafa tök á að gera verðsamanburð,“ segir Ólafur.Mikil breyting á áratug „Valdapendúllinn hefur farið mjög mikið til neytenda. Fyrir tíu til fimmtán árum gat ég, ef ég fór á lélegan veitingastað, refsað fyrirtækinu með því að fara aldrei þangað aftur og sagt vinum mínum frá því. Þá heyrðu kannski ellefu af því, nú hefurðu tæki til að láta 500 vini á samskiptamiðlum heyra þetta sem og vini vina þinna. Það er allt í kerfinu sem ýtir undir það að neytendur tjái sig. Íslenskir neytendur eru að átta sig á því að þeir geta nýtt snjallsíma sína og samfélagsmiðla. Alþjóðaviðskipti hafa líka aukist þannig að ef ég er óánægður kaupi ég bara á netinu. Þetta er allt til styrkingar neytendum,“ þetta segir Valdimar Sigurðsson, doktor í markaðsfræðum með áherslu á neytendasálfræði. Hann er prófessor við Háskólann í Reykjavík.Búið að missa nokkra sölu út Valdimar tekur undir með Ólafi með að það sé vaxandi óánægja með hátt verðlag hér á landi hvort sem það er á dekkjum, legókubbum eða barnafötum. „Sala erlendis frá hefur aukist mikið hvort sem það er í gegnum ali express eða verslunarferðir vinkvenna til Boston. Það er almennt minnkandi trú á verslun hér á landi, bæði er það vegna vöruframboðs, eða þá verslunin sjálf er ekki eins skemmtileg og erlendis og svo er það verðlagið. Ég get ímyndað mér að mörgum neytendum finnst þeir illa sviknir hér á landi að verðlagið sé þannig að þú verslir bara þarna vegna þess að þú átt ekki annars kosta völ,“ segir Valdimar. „Maður heyrir það svolítið að sumar verslanir hugsi þannig að þetta sé orðinn þeirra kjörmarkaður hér á landi: að selja þeim sem þurfa vöruna strax. Það er það sem verslunin þarf að gera því hún er búin að missa nokkra sölu út,“ segir Valdimar.Verð endurspeglar virði Hann bendir þó á að ef maður setur sig í spor verslana þá sé verðlagning oft meira að endurspegla þá virðingu og væntingu sem neytandinn fær, en ekki endilega kostnað og einhverja álagningu. „Það er alls ekki nýtt að þykja það góð viðskipti að reyna að búa til sem mest virði fyrir neytandann. Svo er líka spurning hvenær er verið að misnota þetta.“Fyrirtæki bregðast við Að mati Valdimars voru fyrirtæki fyrir nokkrum árum algjörlega berskjölduð gagnvart gagnrýni á samfélagsmiðlum. „Fyrir örfáum árum var ráðist á nokkur fyrritæki og þau vissu ekki af því fyrr en eftir nokkra daga. Núna eru hins vegar fleiri fyrirtæki að taka upp stefnumótun í þessu. Þau átta sig á að það er ekki sniðugt að setja upp Facebook- eða Instagram-síður án eftirlits. Það kemur ekkert út úr þessu nema þú sért í almennilegu sambandi við neytendur. Nú eru mörg fyrirtæki að vinna á faglegri hátt til að svara svona gagnrýni.“ Hann bendir á að sum fyrirtæki sjái núna hvort þeir sem gagnrýna fyrirtækið séu áhrifavaldar á samfélagsmiðlum og þá skiptir álit þess þau fyrirtæki meira máli. „Samskiptamiðlar eru bæði til góðs og ills. Það sem skiptir mig máli og aðra er að þetta geti gefið okkur betri fyrirtæki og betra samfélag ef við getum nýtt kraft neytenda,“ segir Valdimar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Blöskraði dekkjaverð á Íslandi og sparaði sér á þriðja hundrað þúsund Hallbjörn Karlsson sparaði sér 250 þúsund krónur á því að panta dekkin sín frekar í útlöndum heldur en að kaupa þau á Íslandi. 7. desember 2016 22:40 Jólainnkaupin þriðjungi ódýrari í London Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. 1. desember 2016 20:00 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Blöskraði dekkjaverð á Íslandi og sparaði sér á þriðja hundrað þúsund Hallbjörn Karlsson sparaði sér 250 þúsund krónur á því að panta dekkin sín frekar í útlöndum heldur en að kaupa þau á Íslandi. 7. desember 2016 22:40
Jólainnkaupin þriðjungi ódýrari í London Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. 1. desember 2016 20:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent