Scarlett Johanson hefur fengið þann eftirsótta titil af Forbes tímaritinu að vera hæstlaunaða leikkona ársins 2016.
Scarlett hefur svo sannarlega ekki setið auðum höndum þetta árið en hún hefur verið í aðalhlutverkum í Marvel myndinni Captain America: Civil War sem og í mynd Cohen bræðranna Hail Caesar. Myndirnar höluðu inn 978 millljónum punda á heimsvísu þetta árið.
Meðleikarar hennar úr Marvel seríunum Chris Evans og Robert Downey Jr. fylgja fast á hæla hennar báðir í öðru sæti. Margot Robbie er einnig í einu toppsætinu eftir að hafa leikið í hinni umdeildu Suicide Squad en Amy Adams ásamt Felicity Jones eiga þarna einnig sæti.
Scarlett Johanson er hæstlaunaða leikkona ársins 2016
Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
