Árið í Kauphöllinni ákveðin vonbrigði Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. desember 2016 19:16 Þróunin á árinu. Vísir Forstjóri Kauphallarinnar segir að þrátt fyrir lækkun úrvalsvísitölunnar á árinu um sjö til átta prósent hafi árið verið sæmilegt. Þau félög sem hækka mest á árinu njóti ávinnings af auknum kaupmætti og fjölgun ferðamanna, en hækkandi gengi krónunnar skýri helst lækkun hjá þeim sem lækka. N1 trónir á toppnum yfir þau félög í Kauphöllinni sem hækkuðu mest á árinu, en félagið hefur hækkað um tæp 85 prósent. Þar á eftir koma Eimskipafélag Íslands sem hefur hækkað um tæp 39 prósent og Eik Fasteignafélag um rúm 36 prósent. Reginn hefur hækkað um tæp 34 prósent og Hampiðjan um tæp 24 prósent. „Þau fyrirtæki sem eru helst að hækka á árinu eru þau sem að njóta ávinnings af þessari uppsveiflu sem við höfum séð hérna innanlands, auknum kaupmætti og aukinni ferðamennsku. Svo hafa fasteignafélögin hækkað í verði og fjárfestar í tryggingafélögunum notið ágætrar ávöxtunar, “ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.Vænta verðbólgu undir 2,5 prósent næstu 10 ár Hann segir árið heilt yfir hafa verið sæmilegt í Kauphöllinni. Óverðtryggð ríkisskuldabréf hafi til að mynda hækkað um tíu prósent á árinu. Skýringin sé fyrst og fremst sú að væntingar til verðbólgu hafa lækkað mikið á árinu. „Úr rúmum þremur prósentum í rúm tvö prósent. Þannig að það sem er merkilegt við þetta er að vísbendingar á verðlagningu á markaði gefa það til kynna að markaðsaðilar vænti verðbólgu undir markmiðum Seðlabankans til næstu 10 ára,“ segir Páll.HB Grandi lækkað um 37 prósent Þrátt fyrir þessar hækkanir voru viðmælendur fréttastofu í viðskiptalífinu flestir sammála um að árið í Kauphöllinni hefði verið ákveðin vonbrigði – til að mynda hefur úrvalsvísitalan lækkað um tæp átta prósent það sem af er ári. HB Grandi er það félag sem hefur lækkað mest á árinu, um tæp 37 prósent. Þar á eftir kemur Icelandair sem hefur lækkað um 32,5 prósent. Össur hefur lækkað um rúm 21 prósent, BankNordik um tæp 17 og Sláturfélag suðurlands um rúm 16. Páll segir hækkandi gengi krónunnar skýra þessar lækkanir að hluta. „Og svo má nú kannski segja að hækkandi kostnaður hér innanlands, að hann hefur haft sitt að segja í uppgjörum líka.“Öll ljós græn í mælaborði íslensks efnahagslífs Varðandi næsta ár segir Páll að von sé á tveimur til fjórum nýskráningum í Kauphöllina. Þá sé hann bjartsýnn enda efnahagsleg skilyrði góð. „Við heyrum það auðvitað að það eru áhyggjur af hækkandi gengi. En þá má segja að flest öðru leyti að öll ljós séu græn í mælaborði íslensks efnahagslífs, hvort sem litið er til verðbólgu eða atvinnustigs,“ segir Páll. Fréttir af flugi Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Forstjóri Kauphallarinnar segir að þrátt fyrir lækkun úrvalsvísitölunnar á árinu um sjö til átta prósent hafi árið verið sæmilegt. Þau félög sem hækka mest á árinu njóti ávinnings af auknum kaupmætti og fjölgun ferðamanna, en hækkandi gengi krónunnar skýri helst lækkun hjá þeim sem lækka. N1 trónir á toppnum yfir þau félög í Kauphöllinni sem hækkuðu mest á árinu, en félagið hefur hækkað um tæp 85 prósent. Þar á eftir koma Eimskipafélag Íslands sem hefur hækkað um tæp 39 prósent og Eik Fasteignafélag um rúm 36 prósent. Reginn hefur hækkað um tæp 34 prósent og Hampiðjan um tæp 24 prósent. „Þau fyrirtæki sem eru helst að hækka á árinu eru þau sem að njóta ávinnings af þessari uppsveiflu sem við höfum séð hérna innanlands, auknum kaupmætti og aukinni ferðamennsku. Svo hafa fasteignafélögin hækkað í verði og fjárfestar í tryggingafélögunum notið ágætrar ávöxtunar, “ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.Vænta verðbólgu undir 2,5 prósent næstu 10 ár Hann segir árið heilt yfir hafa verið sæmilegt í Kauphöllinni. Óverðtryggð ríkisskuldabréf hafi til að mynda hækkað um tíu prósent á árinu. Skýringin sé fyrst og fremst sú að væntingar til verðbólgu hafa lækkað mikið á árinu. „Úr rúmum þremur prósentum í rúm tvö prósent. Þannig að það sem er merkilegt við þetta er að vísbendingar á verðlagningu á markaði gefa það til kynna að markaðsaðilar vænti verðbólgu undir markmiðum Seðlabankans til næstu 10 ára,“ segir Páll.HB Grandi lækkað um 37 prósent Þrátt fyrir þessar hækkanir voru viðmælendur fréttastofu í viðskiptalífinu flestir sammála um að árið í Kauphöllinni hefði verið ákveðin vonbrigði – til að mynda hefur úrvalsvísitalan lækkað um tæp átta prósent það sem af er ári. HB Grandi er það félag sem hefur lækkað mest á árinu, um tæp 37 prósent. Þar á eftir kemur Icelandair sem hefur lækkað um 32,5 prósent. Össur hefur lækkað um rúm 21 prósent, BankNordik um tæp 17 og Sláturfélag suðurlands um rúm 16. Páll segir hækkandi gengi krónunnar skýra þessar lækkanir að hluta. „Og svo má nú kannski segja að hækkandi kostnaður hér innanlands, að hann hefur haft sitt að segja í uppgjörum líka.“Öll ljós græn í mælaborði íslensks efnahagslífs Varðandi næsta ár segir Páll að von sé á tveimur til fjórum nýskráningum í Kauphöllina. Þá sé hann bjartsýnn enda efnahagsleg skilyrði góð. „Við heyrum það auðvitað að það eru áhyggjur af hækkandi gengi. En þá má segja að flest öðru leyti að öll ljós séu græn í mælaborði íslensks efnahagslífs, hvort sem litið er til verðbólgu eða atvinnustigs,“ segir Páll.
Fréttir af flugi Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira