Körfubolti

Risaframlag frá bekknum skilaði Kanínunum sigri í síðasta leiknum fyrir jól

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Guðjónsson (til hægri) er þjálfari Svendborg Rabbits.
Arnar Guðjónsson (til hægri) er þjálfari Svendborg Rabbits. vísir/anton
Arnar Guðjónsson, Axel Kárason og félagar í danska körfuboltaliðinu Svendborg Rabbits fara brosandi inn í jólin en Kanínurnar unnu sjö stiga útisigur, 72-79, á Sisu í kvöld.

Þetta var þriðji sigur Svendborg í röð en liðið er í 3. sæti dönsku deildarinnar með 18 stig eftir 15 leiki. Liðin í kringum Kanínurnar eiga þó öll leiki til góða á þær.

Axel var í byrjunarliði Svendborg í leiknum í kvöld. Skagfirðingurinn skoraði þrjú stig á þeim rúmu 12 mínútum sem hann spilaði.

Byrjunarlið Svendborg skoraði aðeins 44 stig í leiknum en bekkurinn skilaði hins vegar 35 stigum. Á meðan skoruðu varamenn Sisu aðeins tvö stig.

Stefan Bonneau lék ekki með Svendborg í kvöld en hann kom til liðsins frá Njarðvík í byrjun mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×