52 dagar Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. desember 2016 09:00 Í dag eru 52 dagar frá alþingiskosningum og það er án nokkurs vafa stjórnarkreppa í landinu. Hins vegar geta falist tækifæri í stöðunni og það er hughreystandi fyrir kjósendur að flokkarnir hafi ekki sveigt frá grunnstefnu sinni í þeim tilgangi að komast í ríkisstjórn. Á meðan stjórnarkreppa er í landinu situr starfsstjórnin áfram en hversu lengi? Dæmi eru um að starfsstjórnir hafi verið við stjórnvölinn mánuðum saman, einkum á fyrri hluta síðustu aldar. Litið hefur verið svo á að staða starfsstjórnar sé nokkuð önnur en reglulegrar ríkisstjórnar enda lögmæti hennar annars eðlis en þegar stjórn hefur öruggan þingmeirihluta. Björg Thorarensen lagaprófessor segir í heildstæðu fræðiriti sínu á sviði stjórnskipunarréttar að „sterk rök þyrfti til að ráðherra í starfsstjórn hér á landi tæki óvenjulegar eða afdrifaríkar ákvarðanir“. Að mati Bjargar gæti slík stjórn þannig ekki bylt efnahagsstefnunni til lengri tíma eða kollvarpað stefnu íslenska ríkisins í mikilvægu utanríkismáli. Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fræðimaður í stjórnskipunarrétti, taldi muninn á starfsstjórn og reglulegri ríkisstjórn „óljósan og lítils virði“. Ólafur Jóhannesson taldi hins vegar að í ljósi stöðu starfsstjórna yrði þeim varla talið skylt eða heimilt að taka mikilvægar pólitískar ákvarðanir nema þær þyldu enga bið. Hann tók þingrof sem dæmi um ákvörðun sem gæti verið stjórnskipulega hæpin við þessar aðstæður nema þegar skylt væri að rjúfa þing vegna stjórnarskrárbreytinga. Starfsstjórnin sem nú situr er í eðli sínu minnihlutastjórn því hún hefur ekki þingmeirihluta. Í raun hefur fátt gerst á þeim tveim tæpu tveimur mánuðum sem liðnir eru frá kosningum og borgararnir hafa lítið sem ekkert fundið fyrir stjórnarkreppunni á eigin skinni. Ákveðin rósemd er í stjórnmálunum sem er ánægjuleg tilbreyting. Stjórnarkreppan hefur líka sáralítil áhrif á efnahagslífið. Í þessu sambandi má rifja upp að nýlega lauk 10 mánaða stjórnarkreppu á Spáni. Fyrir hana og á meðan hún stóð yfir varð efnahagslegur viðsnúningur í landinu. Hagvöxtur þar var 3,2 prósent í fyrra og er spáð svipuðu í ár. Hagstofa Íslands gerir ráð fyrir að hagvöxtur þessa árs verði 4,8 prósent hér á landi. Í dag hefur aðeins verið kosið í þrjár fastanefndir Alþingis og var það gert á grundvelli samkomulags forystumanna flokkanna. Vera kann að skortur á ríkisstjórn sem hefur meirihluta á Alþingi muni bæta þingstörfin og gera ríkari kröfur til þingmanna um vönduð vinnubrögð og samstarf ólíkra flokka. Á meðan situr starfsstjórn með takmarkað svigrúm. Hún þarf að haga sér eins og olíuskip sem fer hægt í beygjuna. Með vorinu kunna síðan traust bönd að skapast milli þingmanna og ný ríkisstjórn gæti tekið á sig mynd. Hægt væri að mynda hana um nokkur afmörkuð mál sem samstaða er um enda engin regla til sem kveður á um að stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar þurfi að ná yfir alla málaflokka. Ríkisstjórnarsamstarf sem væri sprottið úr góðri samvinnu ólíkra flokka væri skref í rétta átt.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Í dag eru 52 dagar frá alþingiskosningum og það er án nokkurs vafa stjórnarkreppa í landinu. Hins vegar geta falist tækifæri í stöðunni og það er hughreystandi fyrir kjósendur að flokkarnir hafi ekki sveigt frá grunnstefnu sinni í þeim tilgangi að komast í ríkisstjórn. Á meðan stjórnarkreppa er í landinu situr starfsstjórnin áfram en hversu lengi? Dæmi eru um að starfsstjórnir hafi verið við stjórnvölinn mánuðum saman, einkum á fyrri hluta síðustu aldar. Litið hefur verið svo á að staða starfsstjórnar sé nokkuð önnur en reglulegrar ríkisstjórnar enda lögmæti hennar annars eðlis en þegar stjórn hefur öruggan þingmeirihluta. Björg Thorarensen lagaprófessor segir í heildstæðu fræðiriti sínu á sviði stjórnskipunarréttar að „sterk rök þyrfti til að ráðherra í starfsstjórn hér á landi tæki óvenjulegar eða afdrifaríkar ákvarðanir“. Að mati Bjargar gæti slík stjórn þannig ekki bylt efnahagsstefnunni til lengri tíma eða kollvarpað stefnu íslenska ríkisins í mikilvægu utanríkismáli. Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fræðimaður í stjórnskipunarrétti, taldi muninn á starfsstjórn og reglulegri ríkisstjórn „óljósan og lítils virði“. Ólafur Jóhannesson taldi hins vegar að í ljósi stöðu starfsstjórna yrði þeim varla talið skylt eða heimilt að taka mikilvægar pólitískar ákvarðanir nema þær þyldu enga bið. Hann tók þingrof sem dæmi um ákvörðun sem gæti verið stjórnskipulega hæpin við þessar aðstæður nema þegar skylt væri að rjúfa þing vegna stjórnarskrárbreytinga. Starfsstjórnin sem nú situr er í eðli sínu minnihlutastjórn því hún hefur ekki þingmeirihluta. Í raun hefur fátt gerst á þeim tveim tæpu tveimur mánuðum sem liðnir eru frá kosningum og borgararnir hafa lítið sem ekkert fundið fyrir stjórnarkreppunni á eigin skinni. Ákveðin rósemd er í stjórnmálunum sem er ánægjuleg tilbreyting. Stjórnarkreppan hefur líka sáralítil áhrif á efnahagslífið. Í þessu sambandi má rifja upp að nýlega lauk 10 mánaða stjórnarkreppu á Spáni. Fyrir hana og á meðan hún stóð yfir varð efnahagslegur viðsnúningur í landinu. Hagvöxtur þar var 3,2 prósent í fyrra og er spáð svipuðu í ár. Hagstofa Íslands gerir ráð fyrir að hagvöxtur þessa árs verði 4,8 prósent hér á landi. Í dag hefur aðeins verið kosið í þrjár fastanefndir Alþingis og var það gert á grundvelli samkomulags forystumanna flokkanna. Vera kann að skortur á ríkisstjórn sem hefur meirihluta á Alþingi muni bæta þingstörfin og gera ríkari kröfur til þingmanna um vönduð vinnubrögð og samstarf ólíkra flokka. Á meðan situr starfsstjórn með takmarkað svigrúm. Hún þarf að haga sér eins og olíuskip sem fer hægt í beygjuna. Með vorinu kunna síðan traust bönd að skapast milli þingmanna og ný ríkisstjórn gæti tekið á sig mynd. Hægt væri að mynda hana um nokkur afmörkuð mál sem samstaða er um enda engin regla til sem kveður á um að stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar þurfi að ná yfir alla málaflokka. Ríkisstjórnarsamstarf sem væri sprottið úr góðri samvinnu ólíkra flokka væri skref í rétta átt.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun