Við áramót Óttar Guðmundsson skrifar 31. desember 2016 07:00 Hvað situr eftir frá því herrans ári 2016? Minnisstæðasti atburður ársins var sjónvarpsviðtalið við Sigmund Davíð þar sem formaðurinn framdi harakiri í beinni. Þátturinn sjálfur var frábærlega unninn af Jóhannesi Kristjánssyni og sýndi okkur ofan í peningakistur huldufólks sem lýtur öðrum lögum en við hin. Minnisstæðasta fráfall ársins var dauði Leonards Cohens. Ég kynntist Cohen fyrir tæplega hálfri öld og heillaðist af þessum geðþekka Kanadamanni. Speki hans er reyndar ennþá óskiljanleg en þarf maður að skilja allt? Minnisstæðasti íþróttaviðburður ársins var sigur Íslendinga yfir Englendingum á Evrópumótinu. Loksins, loksins var fullhefnt fyrir ásiglingar breskra herskipa á varðskipin í landhelgisstríðunum og drápið á Birni Þorleifssyni árið 1467. Minnisstæðustu kosningaúrslitin voru afhroð Samfylkingar sem fargaði sjálfri sér hratt og örugglega með yfirgengilegu húmorleysi, bræðravígum og almennum leiðindum. Maður ársins er Lars Lagerbäck sem reif íslenska landsliðið uppúr doða og meðalmennsku liðinna ára. Ég hafði ekki fundið fyrir öðru eins þjóðarstolti síðan Vilhjálmur Einarsson tók stökkið 1956. Kona ársins er Elísabet Jökulsdóttir. Hún var sólargeislinn í fyrirsjáanlegum forsetakosningum með húmor og gleði í farteskinu. Stjórnmálamaður ársins er Birgitta Jónsdóttir sem leiddi Pírata til áhrifa í þjóðmálum. Hún gnæfir yfir flokknum eins og Mjallhvít. Bók ársins er Nóttin sem aldrei gleymist eftir Sóleyju Eiríksdóttur. Áhrifamiklar minningar um snjóflóðið á Flateyri skrifaðar af raunsæi og yfirvegun. Bókin ætti að vera skyldulesning á menntaskólastigi. Árið er því minnisstætt um margt og full ástæða til að hlakka til ársins 2017 sem heilsar okkur í nótt með allri sinni gleði og sorg. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun
Hvað situr eftir frá því herrans ári 2016? Minnisstæðasti atburður ársins var sjónvarpsviðtalið við Sigmund Davíð þar sem formaðurinn framdi harakiri í beinni. Þátturinn sjálfur var frábærlega unninn af Jóhannesi Kristjánssyni og sýndi okkur ofan í peningakistur huldufólks sem lýtur öðrum lögum en við hin. Minnisstæðasta fráfall ársins var dauði Leonards Cohens. Ég kynntist Cohen fyrir tæplega hálfri öld og heillaðist af þessum geðþekka Kanadamanni. Speki hans er reyndar ennþá óskiljanleg en þarf maður að skilja allt? Minnisstæðasti íþróttaviðburður ársins var sigur Íslendinga yfir Englendingum á Evrópumótinu. Loksins, loksins var fullhefnt fyrir ásiglingar breskra herskipa á varðskipin í landhelgisstríðunum og drápið á Birni Þorleifssyni árið 1467. Minnisstæðustu kosningaúrslitin voru afhroð Samfylkingar sem fargaði sjálfri sér hratt og örugglega með yfirgengilegu húmorleysi, bræðravígum og almennum leiðindum. Maður ársins er Lars Lagerbäck sem reif íslenska landsliðið uppúr doða og meðalmennsku liðinna ára. Ég hafði ekki fundið fyrir öðru eins þjóðarstolti síðan Vilhjálmur Einarsson tók stökkið 1956. Kona ársins er Elísabet Jökulsdóttir. Hún var sólargeislinn í fyrirsjáanlegum forsetakosningum með húmor og gleði í farteskinu. Stjórnmálamaður ársins er Birgitta Jónsdóttir sem leiddi Pírata til áhrifa í þjóðmálum. Hún gnæfir yfir flokknum eins og Mjallhvít. Bók ársins er Nóttin sem aldrei gleymist eftir Sóleyju Eiríksdóttur. Áhrifamiklar minningar um snjóflóðið á Flateyri skrifaðar af raunsæi og yfirvegun. Bókin ætti að vera skyldulesning á menntaskólastigi. Árið er því minnisstætt um margt og full ástæða til að hlakka til ársins 2017 sem heilsar okkur í nótt með allri sinni gleði og sorg. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun