Faraday Future í íslenskri náttúru Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2017 09:52 Faraday Future FF 91 í íslenskri náttúru. Það eru ófáir bílaframleiðendurnir sem komið hafa hingað til lands með nýja bíla sína svo hafa megi íslenska náttúru í bakgrunni við myndatökur á þeim. Einn þeirra og líklega sá nýjasti er rafmagnsbílaframleiðendinn Faraday Future sem virðist í haust hafa komið með FF 91 bíl sinn hingað til lands og myndað hann í bak og fyrir, aðallega með hrjóstrugt og sendið landslag í bakgrunni. Þessar myndir sem hér sjást eru áberandi um allan heim þessa dagana og mikið notaðar við kynningu á þessum magnaða bíl. Faraday Future kynnti þennan nýja bíl sinn í síðustu viku á stórri raftækjasýningu í Las Vegas og eðlilega vakti hann þar mikla eftirvæntingu, en hér fer 1.050 hestafla rafmagnsbíll með 610 km drægi. Þessi bíll er ansi snöggur úr sporunum og kemst á 100 km hraða á 2,39 sekúndum.Kunnuglegt landslag.Hrjóstrugt landslag Íslands virðist líka þeim Faraday mönnum.Sandur og meiri sandur. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent
Það eru ófáir bílaframleiðendurnir sem komið hafa hingað til lands með nýja bíla sína svo hafa megi íslenska náttúru í bakgrunni við myndatökur á þeim. Einn þeirra og líklega sá nýjasti er rafmagnsbílaframleiðendinn Faraday Future sem virðist í haust hafa komið með FF 91 bíl sinn hingað til lands og myndað hann í bak og fyrir, aðallega með hrjóstrugt og sendið landslag í bakgrunni. Þessar myndir sem hér sjást eru áberandi um allan heim þessa dagana og mikið notaðar við kynningu á þessum magnaða bíl. Faraday Future kynnti þennan nýja bíl sinn í síðustu viku á stórri raftækjasýningu í Las Vegas og eðlilega vakti hann þar mikla eftirvæntingu, en hér fer 1.050 hestafla rafmagnsbíll með 610 km drægi. Þessi bíll er ansi snöggur úr sporunum og kemst á 100 km hraða á 2,39 sekúndum.Kunnuglegt landslag.Hrjóstrugt landslag Íslands virðist líka þeim Faraday mönnum.Sandur og meiri sandur.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent