HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2017 12:30 Janus Daði er kominn með níu mörk í Bygma bikarnum. vísir/anton Haukamaðurinn Janus Daði Smárason hefur stimplað sig vel inn í íslenska handboltalandsliðið í Bygma bikarnum, æfingamóti sem fer fram í Danmörku þessa dagana. Janus Daði átti góðan leik gegn Egyptalandi í fyrradag og bætti enn frekar í gegn Ungverjalandi í Skjern í gær. Janus Daði var markahæstur í íslenska liðinu í 27-30 tapi. Hann skoraði sjö mörk úr aðeins átta skotum.HBStatz fylgist vel með frammistöðu íslensku strákanna og hefur nú tekið saman tölfræðiskýrslu sína frá leiknum í gær. Það er hægt að sjá úttekt þeirra á leiknum með því að smella hér.Janus Daði fékk hæstu einkunn bæði í vörn og sókn á móti Egyptalandi hjá HBStatz. Hann fékk 8,1 í einkunn fyrir sóknarleikinn og 7,7 fyrir varnarleikinn. Heildareinkunn hans (7,9) var sú hæsta í íslenska liðinu. Það sama var uppi á teningnum gegn Ungverjalandi í gær. Janus Daði fékk 9,5 í einkunn fyrir sóknarleikinn en auk markanna sjö gaf hann eina stoðsendingu, bjó til fimm færi fyrir liðsfélaga sína og fiskaði eitt víti. Janus Daði fékk 8,3 í heildareinkunn fyrir frammistöðuna gegn Ungverjum. Næstur kom Björgvin Páll Gústavsson með 7,4 í heildareinkunn. Rúnar Kárason var besti varnarmaður Íslands í leiknum í gær með 7,0 í einkunn. Rúnar var með fimm löglegar stöðvanir (þegar leikmaður brýtur af sér án þess að fá tvær mínútur eða rautt spjald) og stal boltanum einu sinni.Besta frammistaðan í sókn á móti Ungverjum: Janus Daði Smárason 9,5 Ómar Ingi Magnússon 7,5 Rúnar Kárason 6,9 Guðjón Valur Sigurðsson 6,2Besta frammistaðan í vörn á móti Ungverjum: Rúnar Kárason 7,0 Guðjón Valur Sigurðsson 6,5 Bjarki Már Gunnarsson 6,4 Guðmundur Hólmar Helgason 6,1Besta frammistaðan í heild á móti Ungverjum: Janus Daði Smárason 8,3 Björgvin Páll Gústavsson 7,4 Ómar Ingi Magnússon 6,9 Rúnar Kárason 6,5 Guðjón Valur Sigurðsson 6,0 HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Væntingar Kristjáns til Íslands ekki miklar: Vill sjá ungu mennina fá mínútur Janus Daði Smárason, Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson þurfa að spila á HM í Frakklandi. 5. janúar 2017 09:45 Janus Daði búinn að semja við Álaborg Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason stóð sig vel með landsliðinu í Gigantium-höllinni í Álaborg í gær og það verður hans heimavöllur á næstu leiktíð. 6. janúar 2017 12:33 Ungu strákana langar á HM Íslenska handboltalandsliðið vann þriggja marka sigur á Egyptum í gær í fyrsta undirbúningsleik fyrir HM í Frakklandi. Liðið kom sterkt til baka eftir slaka byrjun. Ungu strákarnir mættu mjög grimmir til leiks. 6. janúar 2017 06:00 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 27-30 | Kaflaskipt í tapi fyrir Ungverjum Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi, 27-30, í öðrum leik sínum í Bygma bikarnum í Skjern í dag. 6. janúar 2017 18:45 HBStatz: Janus Daði bestur í bæði sókn og vörn á móti Egyptalandi Janus Daði Smárason átti mjög góða innkomu í íslenska handboltalandsliðið í þriggja marka sigri liðsins á Egyptalandi á Bygma-æfingamótinu í Danmörku í gær. HBStatz tölfræðigreiningin sýnir og sannar að Haukamaðurinn hafi spilað best allra í íslenska liðinu í gær. 6. janúar 2017 15:45 Umfjöllun: Ísland - Egyptaland 30-27 | Góð byrjun í Bygma bikarnum Ísland vann þriggja marka sigur, 30-27, á Egyptalandi á Bygma Cup, æfingamóti í Danmörku, í dag. 5. janúar 2017 18:45 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Haukamaðurinn Janus Daði Smárason hefur stimplað sig vel inn í íslenska handboltalandsliðið í Bygma bikarnum, æfingamóti sem fer fram í Danmörku þessa dagana. Janus Daði átti góðan leik gegn Egyptalandi í fyrradag og bætti enn frekar í gegn Ungverjalandi í Skjern í gær. Janus Daði var markahæstur í íslenska liðinu í 27-30 tapi. Hann skoraði sjö mörk úr aðeins átta skotum.HBStatz fylgist vel með frammistöðu íslensku strákanna og hefur nú tekið saman tölfræðiskýrslu sína frá leiknum í gær. Það er hægt að sjá úttekt þeirra á leiknum með því að smella hér.Janus Daði fékk hæstu einkunn bæði í vörn og sókn á móti Egyptalandi hjá HBStatz. Hann fékk 8,1 í einkunn fyrir sóknarleikinn og 7,7 fyrir varnarleikinn. Heildareinkunn hans (7,9) var sú hæsta í íslenska liðinu. Það sama var uppi á teningnum gegn Ungverjalandi í gær. Janus Daði fékk 9,5 í einkunn fyrir sóknarleikinn en auk markanna sjö gaf hann eina stoðsendingu, bjó til fimm færi fyrir liðsfélaga sína og fiskaði eitt víti. Janus Daði fékk 8,3 í heildareinkunn fyrir frammistöðuna gegn Ungverjum. Næstur kom Björgvin Páll Gústavsson með 7,4 í heildareinkunn. Rúnar Kárason var besti varnarmaður Íslands í leiknum í gær með 7,0 í einkunn. Rúnar var með fimm löglegar stöðvanir (þegar leikmaður brýtur af sér án þess að fá tvær mínútur eða rautt spjald) og stal boltanum einu sinni.Besta frammistaðan í sókn á móti Ungverjum: Janus Daði Smárason 9,5 Ómar Ingi Magnússon 7,5 Rúnar Kárason 6,9 Guðjón Valur Sigurðsson 6,2Besta frammistaðan í vörn á móti Ungverjum: Rúnar Kárason 7,0 Guðjón Valur Sigurðsson 6,5 Bjarki Már Gunnarsson 6,4 Guðmundur Hólmar Helgason 6,1Besta frammistaðan í heild á móti Ungverjum: Janus Daði Smárason 8,3 Björgvin Páll Gústavsson 7,4 Ómar Ingi Magnússon 6,9 Rúnar Kárason 6,5 Guðjón Valur Sigurðsson 6,0
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Væntingar Kristjáns til Íslands ekki miklar: Vill sjá ungu mennina fá mínútur Janus Daði Smárason, Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson þurfa að spila á HM í Frakklandi. 5. janúar 2017 09:45 Janus Daði búinn að semja við Álaborg Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason stóð sig vel með landsliðinu í Gigantium-höllinni í Álaborg í gær og það verður hans heimavöllur á næstu leiktíð. 6. janúar 2017 12:33 Ungu strákana langar á HM Íslenska handboltalandsliðið vann þriggja marka sigur á Egyptum í gær í fyrsta undirbúningsleik fyrir HM í Frakklandi. Liðið kom sterkt til baka eftir slaka byrjun. Ungu strákarnir mættu mjög grimmir til leiks. 6. janúar 2017 06:00 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 27-30 | Kaflaskipt í tapi fyrir Ungverjum Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi, 27-30, í öðrum leik sínum í Bygma bikarnum í Skjern í dag. 6. janúar 2017 18:45 HBStatz: Janus Daði bestur í bæði sókn og vörn á móti Egyptalandi Janus Daði Smárason átti mjög góða innkomu í íslenska handboltalandsliðið í þriggja marka sigri liðsins á Egyptalandi á Bygma-æfingamótinu í Danmörku í gær. HBStatz tölfræðigreiningin sýnir og sannar að Haukamaðurinn hafi spilað best allra í íslenska liðinu í gær. 6. janúar 2017 15:45 Umfjöllun: Ísland - Egyptaland 30-27 | Góð byrjun í Bygma bikarnum Ísland vann þriggja marka sigur, 30-27, á Egyptalandi á Bygma Cup, æfingamóti í Danmörku, í dag. 5. janúar 2017 18:45 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Væntingar Kristjáns til Íslands ekki miklar: Vill sjá ungu mennina fá mínútur Janus Daði Smárason, Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson þurfa að spila á HM í Frakklandi. 5. janúar 2017 09:45
Janus Daði búinn að semja við Álaborg Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason stóð sig vel með landsliðinu í Gigantium-höllinni í Álaborg í gær og það verður hans heimavöllur á næstu leiktíð. 6. janúar 2017 12:33
Ungu strákana langar á HM Íslenska handboltalandsliðið vann þriggja marka sigur á Egyptum í gær í fyrsta undirbúningsleik fyrir HM í Frakklandi. Liðið kom sterkt til baka eftir slaka byrjun. Ungu strákarnir mættu mjög grimmir til leiks. 6. janúar 2017 06:00
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 27-30 | Kaflaskipt í tapi fyrir Ungverjum Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi, 27-30, í öðrum leik sínum í Bygma bikarnum í Skjern í dag. 6. janúar 2017 18:45
HBStatz: Janus Daði bestur í bæði sókn og vörn á móti Egyptalandi Janus Daði Smárason átti mjög góða innkomu í íslenska handboltalandsliðið í þriggja marka sigri liðsins á Egyptalandi á Bygma-æfingamótinu í Danmörku í gær. HBStatz tölfræðigreiningin sýnir og sannar að Haukamaðurinn hafi spilað best allra í íslenska liðinu í gær. 6. janúar 2017 15:45
Umfjöllun: Ísland - Egyptaland 30-27 | Góð byrjun í Bygma bikarnum Ísland vann þriggja marka sigur, 30-27, á Egyptalandi á Bygma Cup, æfingamóti í Danmörku, í dag. 5. janúar 2017 18:45