Jolie segir Pitt skíthræddan um að almenningur komist að hinu sanna um ástæður skilnaðarins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2017 12:30 Brad Pitt og Angelina Jolie á meðan allt lék í lyndi. vísir/getty Bandaríski leikarinn Brad Pitt er „skíthræddur um að almenningur komist að hinu sanna“ um það hvers vegna hann og leikkonan Angelina Jolie eru að skilja. Þetta kemur fram í gögnum sem lögð voru fram fyrir dómi af Lauru Wasser, lögmanni Jolie, og fjallað er um á slúðursíðunni TMZ. Í skjölunum kemur fram að Jolie þyki það sérstaklega ósvífið af Pitt að saka hana um að leka upplýsingum um skilnaðinn til fjölmiðla en í seinasta mánuði var því haldið fram af lögmönnum Pitt að leikkonan væri að því. Sögðu þeir að Jolie tæki sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni barna hennar og Pitt og skeytti lítið um einkalíf þeirra þegar það kæmi sér vel fyrir hana. Pitt hafði farið fram á að dómskjöl er varða forræði barna þeirra yrðu ekki opinber og kemur fram í frétt TMZ að Jolie hafi nú fallist á það. Hún er hins vegar ekki sátt við Pitt heldur þvert á móti og segir að hann vilji einungis leyna skjölunum því hann sé skíthræddur um að almenningur komist að hinu sanna um ástæður skilnaðarins. Þá segir jafnframt í skjölunum sem lögmaður Jolie lagði fram að Pitt sé að reyna að beina athyglinni frá sér í fjölmiðlafárinu í kringum skilnaðinn sem hefur bitnað á börnunum þeirra. „Það er enginn vafi á því að Pitt vill að öll skjöl í málinu séu leynileg, ekki síst vegna nákvæmra rannsókna alríkislögreglunnar, FBI, og barnaverndar á ásökunum um ofbeldi,“ segir einnig í skjölunum. Bæði FBI og barnavernd felldu málið niður en það snerist um ásakanir á hendur Pitt þess efnis að hann hefði verið með ógnandi hegðun gagnvart börnunum. Pitt og Jolie tóku saman árið 2004 og giftu sig tíu árum síðar. Þau eiga saman sex börn. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Tengdar fréttir Angelina Jolie fær börnin en Pitt fær að heimsækja Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá eiginmanni sínum Brad Pitt í september en þau höfðu verið saman síðan árið 2004. 8. nóvember 2016 11:30 Brad Pitt hreinsaður af ásökunum um ofbeldi Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur tilkynnt að hún muni ekki halda áfram rannsókn sinni á ásökunum um að leikarinn Brad Pitt hafi beitt eitt barna sinna ofbeldi 23. nóvember 2016 07:32 Angelina Jolie skellti sér á skíði með börnin Jolie fjölskyldan ákvað að flýja jólastressið og skella sér á skíði. 3. janúar 2017 15:00 Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Bandaríski leikarinn Brad Pitt er „skíthræddur um að almenningur komist að hinu sanna“ um það hvers vegna hann og leikkonan Angelina Jolie eru að skilja. Þetta kemur fram í gögnum sem lögð voru fram fyrir dómi af Lauru Wasser, lögmanni Jolie, og fjallað er um á slúðursíðunni TMZ. Í skjölunum kemur fram að Jolie þyki það sérstaklega ósvífið af Pitt að saka hana um að leka upplýsingum um skilnaðinn til fjölmiðla en í seinasta mánuði var því haldið fram af lögmönnum Pitt að leikkonan væri að því. Sögðu þeir að Jolie tæki sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni barna hennar og Pitt og skeytti lítið um einkalíf þeirra þegar það kæmi sér vel fyrir hana. Pitt hafði farið fram á að dómskjöl er varða forræði barna þeirra yrðu ekki opinber og kemur fram í frétt TMZ að Jolie hafi nú fallist á það. Hún er hins vegar ekki sátt við Pitt heldur þvert á móti og segir að hann vilji einungis leyna skjölunum því hann sé skíthræddur um að almenningur komist að hinu sanna um ástæður skilnaðarins. Þá segir jafnframt í skjölunum sem lögmaður Jolie lagði fram að Pitt sé að reyna að beina athyglinni frá sér í fjölmiðlafárinu í kringum skilnaðinn sem hefur bitnað á börnunum þeirra. „Það er enginn vafi á því að Pitt vill að öll skjöl í málinu séu leynileg, ekki síst vegna nákvæmra rannsókna alríkislögreglunnar, FBI, og barnaverndar á ásökunum um ofbeldi,“ segir einnig í skjölunum. Bæði FBI og barnavernd felldu málið niður en það snerist um ásakanir á hendur Pitt þess efnis að hann hefði verið með ógnandi hegðun gagnvart börnunum. Pitt og Jolie tóku saman árið 2004 og giftu sig tíu árum síðar. Þau eiga saman sex börn.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Tengdar fréttir Angelina Jolie fær börnin en Pitt fær að heimsækja Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá eiginmanni sínum Brad Pitt í september en þau höfðu verið saman síðan árið 2004. 8. nóvember 2016 11:30 Brad Pitt hreinsaður af ásökunum um ofbeldi Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur tilkynnt að hún muni ekki halda áfram rannsókn sinni á ásökunum um að leikarinn Brad Pitt hafi beitt eitt barna sinna ofbeldi 23. nóvember 2016 07:32 Angelina Jolie skellti sér á skíði með börnin Jolie fjölskyldan ákvað að flýja jólastressið og skella sér á skíði. 3. janúar 2017 15:00 Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Angelina Jolie fær börnin en Pitt fær að heimsækja Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá eiginmanni sínum Brad Pitt í september en þau höfðu verið saman síðan árið 2004. 8. nóvember 2016 11:30
Brad Pitt hreinsaður af ásökunum um ofbeldi Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur tilkynnt að hún muni ekki halda áfram rannsókn sinni á ásökunum um að leikarinn Brad Pitt hafi beitt eitt barna sinna ofbeldi 23. nóvember 2016 07:32
Angelina Jolie skellti sér á skíði með börnin Jolie fjölskyldan ákvað að flýja jólastressið og skella sér á skíði. 3. janúar 2017 15:00