Sebastian Loeb í forystu Dakar eftir annan dag Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2017 16:06 Peugeot á tvo fyrstu bílana eftir tvo fyrstu daga keppninnar. Frakkinn Sebastian Loeb er fyrstur í bílaflokki eftir annan dag Dakar rallsins, en honum lauk rétt áðan. Loeb ekur Peugeot bíl. Vel gengur í upphafi rallsins fyrir Peugeot því Stéphane Peterhansel, sigurvegarinn frá því í fyrra, er í öðru sæti, tveimur mínútum og 23 sekúndum á eftir Leob. Ekur hann einnig fyrir Peugeot. Toyota er greinilega líka að gera góða hluti í upphafi keppninnar og eiga 5 bíla í 10 efstu sætunum. Í Þriðja sæti er Giniel De Villiers á Toyota Hilux, Mikko Hirvonen á Mini í fjórða sæti, og svo koma þrír Toyota bílar í fimmta, sjötta og sjöunda sæti með ökumönnunum Poulter, Vasilyev og Ten Brinke. Ciril Depres er áttundi á Peugeot og sá sem leiddi eftir fyrsta dag, Kvatarbúinn Al-Attyiah er níunda á Mini bíl. Í tíunda sætinu er enn einn Toyota bíllinn með Tékkanum Prokop undir stýri. Hann er 5:30 mínútum á eftir Loeb, en Peterhansel er 2:23 mínútum á eftir Loeb og De Villiers 3:01 á eftir Loeb. Ekki gengur alltof vel hjá Carlos Sainz því hann er í 13. sæti og næstum 11 mínútum á eftir forystusauðnum Loeb. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent
Frakkinn Sebastian Loeb er fyrstur í bílaflokki eftir annan dag Dakar rallsins, en honum lauk rétt áðan. Loeb ekur Peugeot bíl. Vel gengur í upphafi rallsins fyrir Peugeot því Stéphane Peterhansel, sigurvegarinn frá því í fyrra, er í öðru sæti, tveimur mínútum og 23 sekúndum á eftir Leob. Ekur hann einnig fyrir Peugeot. Toyota er greinilega líka að gera góða hluti í upphafi keppninnar og eiga 5 bíla í 10 efstu sætunum. Í Þriðja sæti er Giniel De Villiers á Toyota Hilux, Mikko Hirvonen á Mini í fjórða sæti, og svo koma þrír Toyota bílar í fimmta, sjötta og sjöunda sæti með ökumönnunum Poulter, Vasilyev og Ten Brinke. Ciril Depres er áttundi á Peugeot og sá sem leiddi eftir fyrsta dag, Kvatarbúinn Al-Attyiah er níunda á Mini bíl. Í tíunda sætinu er enn einn Toyota bíllinn með Tékkanum Prokop undir stýri. Hann er 5:30 mínútum á eftir Loeb, en Peterhansel er 2:23 mínútum á eftir Loeb og De Villiers 3:01 á eftir Loeb. Ekki gengur alltof vel hjá Carlos Sainz því hann er í 13. sæti og næstum 11 mínútum á eftir forystusauðnum Loeb.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent