Geir gefur ekki kost á sér til formanns KSÍ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2017 15:23 Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands. Vísir/Anton Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér sem formaður. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum sem birt var á vef KSÍ rétt í þessu en þar segist Geir stoltur af starfi sínu og framlagi til íslenskrar knattspyrnu. Þá biður hann samstarfsfólk sitt hjá sambandinu, aðildarfélög þess og forystumenn íslenskra knattspyrnufélaga að virða ákvörðun hans og sameinast um að kjósa nýjan formann íslenskri knattspyrnu til heilla. Ársþing KSÍ fer fram í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar næstkomandi. Guðni Bergsson lýsti yfir framboði til formanns í nóvember síðastliðnum og í kjölfarið lýsti Geir því yfir að hann ætlaði áfram að sækjast eftir formennsku í sambandinu. Um tveimur vikum síðar greindi Vísir frá því að Björn Einarsson, formaður Víkings, væri að íhuga framboð til formanns KSÍ en í gær sagði Fótbolti.net frá því að Björn myndi gera það upp við sig á næstu dögum hvort hann fer fram eða ekki. Yfirlýsingu Geirs þess efnis að hann hyggst ekki halda áfram sem formaður KSÍ má sjá í heild sinni hér að neðan.Snemma á níunda áratugnum fyrir rúmum 30 árum hóf ég afskipti af knattspyrnumálum utan mín félags þegar ég tók að mér niðurröðun knattspyrnuleikja í Reykjavík, sat síðan í stjórn KSÍ 1986-87 undir forystu Ellerts B. Schram og tók að mér formennsku í mótanefnd KSÍ.Eitt leiddi af öðru og um áramótin 1992-93 hóf ég störf á skrifstofu KSÍ, en þá hafði Eggert Magnússon tekið við formennsku KSÍ. Ég tók síðan við sem framkvæmdastjóri KSÍ 1997 og hef verið formaður síðan 2007. Um þessi áramót hef ég staðið vaktina fyrir KSÍ samfellt í tæpan aldarfjórðung.Starfið hefur verið fjölbreytt og skemmtilegt en um leið krefjandi. Góðir stjórnunarhættir kalla á endurnýjun í forystu samtaka eins og KSÍ. Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér til endurkjörs á næsta ársþingi og bið samstarfsfólk í KSÍ, aðildarfélög KSÍ og forystumenn íslenskra knattspyrnufélaga að virða ákvörðun mína og sameinast um að kjósa nýjan formann íslenskri knattspyrnu til heilla. Ég er stoltur af starfi mínu og framlagi til íslenskrar knattspyrnu og hef ávallt haft hagsmuni heildarinnar í huga.Knattspyrnusamband Íslands stendur nú - utan sem innan vallar - öflugara en nokkru sinni fyrr. KSÍ Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Guðni í framboði: Ætlar að þiggja laun, breyta landsliðsnefnd og vill nýjan leikvang Guðni Bergsson telur eðlilegt að formaður KSÍ sitji í átta ár. Það sé tími sem þeir Barack Obama séu sammála um að sér hæfilegur. 14. desember 2016 13:30 Geir ætlar að bjóða sig aftur fram | Framboð Guðna kom honum á óvart Geir Þorsteinsson mun áfram gefa kost á sér til formennsku í KSÍ. Þetta staðfesti hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. nóvember 2016 19:13 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér sem formaður. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum sem birt var á vef KSÍ rétt í þessu en þar segist Geir stoltur af starfi sínu og framlagi til íslenskrar knattspyrnu. Þá biður hann samstarfsfólk sitt hjá sambandinu, aðildarfélög þess og forystumenn íslenskra knattspyrnufélaga að virða ákvörðun hans og sameinast um að kjósa nýjan formann íslenskri knattspyrnu til heilla. Ársþing KSÍ fer fram í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar næstkomandi. Guðni Bergsson lýsti yfir framboði til formanns í nóvember síðastliðnum og í kjölfarið lýsti Geir því yfir að hann ætlaði áfram að sækjast eftir formennsku í sambandinu. Um tveimur vikum síðar greindi Vísir frá því að Björn Einarsson, formaður Víkings, væri að íhuga framboð til formanns KSÍ en í gær sagði Fótbolti.net frá því að Björn myndi gera það upp við sig á næstu dögum hvort hann fer fram eða ekki. Yfirlýsingu Geirs þess efnis að hann hyggst ekki halda áfram sem formaður KSÍ má sjá í heild sinni hér að neðan.Snemma á níunda áratugnum fyrir rúmum 30 árum hóf ég afskipti af knattspyrnumálum utan mín félags þegar ég tók að mér niðurröðun knattspyrnuleikja í Reykjavík, sat síðan í stjórn KSÍ 1986-87 undir forystu Ellerts B. Schram og tók að mér formennsku í mótanefnd KSÍ.Eitt leiddi af öðru og um áramótin 1992-93 hóf ég störf á skrifstofu KSÍ, en þá hafði Eggert Magnússon tekið við formennsku KSÍ. Ég tók síðan við sem framkvæmdastjóri KSÍ 1997 og hef verið formaður síðan 2007. Um þessi áramót hef ég staðið vaktina fyrir KSÍ samfellt í tæpan aldarfjórðung.Starfið hefur verið fjölbreytt og skemmtilegt en um leið krefjandi. Góðir stjórnunarhættir kalla á endurnýjun í forystu samtaka eins og KSÍ. Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér til endurkjörs á næsta ársþingi og bið samstarfsfólk í KSÍ, aðildarfélög KSÍ og forystumenn íslenskra knattspyrnufélaga að virða ákvörðun mína og sameinast um að kjósa nýjan formann íslenskri knattspyrnu til heilla. Ég er stoltur af starfi mínu og framlagi til íslenskrar knattspyrnu og hef ávallt haft hagsmuni heildarinnar í huga.Knattspyrnusamband Íslands stendur nú - utan sem innan vallar - öflugara en nokkru sinni fyrr.
KSÍ Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Guðni í framboði: Ætlar að þiggja laun, breyta landsliðsnefnd og vill nýjan leikvang Guðni Bergsson telur eðlilegt að formaður KSÍ sitji í átta ár. Það sé tími sem þeir Barack Obama séu sammála um að sér hæfilegur. 14. desember 2016 13:30 Geir ætlar að bjóða sig aftur fram | Framboð Guðna kom honum á óvart Geir Þorsteinsson mun áfram gefa kost á sér til formennsku í KSÍ. Þetta staðfesti hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. nóvember 2016 19:13 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00
Guðni í framboði: Ætlar að þiggja laun, breyta landsliðsnefnd og vill nýjan leikvang Guðni Bergsson telur eðlilegt að formaður KSÍ sitji í átta ár. Það sé tími sem þeir Barack Obama séu sammála um að sér hæfilegur. 14. desember 2016 13:30
Geir ætlar að bjóða sig aftur fram | Framboð Guðna kom honum á óvart Geir Þorsteinsson mun áfram gefa kost á sér til formennsku í KSÍ. Þetta staðfesti hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. nóvember 2016 19:13