Aron fer ekki með landsliðinu til Danmerkur | Fjórir dottnir út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2017 19:58 Aron Pálmarsson. Vísir/Getty Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem fara með íslenska landsliðinu á æfingamótið í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn en lýkur á sunnudaginn. Að viðhöfðu samráði við læknateymi landsliðsins var ákveðið að Aron Pálmarsson færi ekki til Danmerkur vegna meiðsla. Hann verður í áframhaldandi meðferð hér á landi fram yfir næstu helgi en þá kemur í ljós hvort hann geti tekið þátt á HM í Frakklandi. Geir fækkar nú um fjóra í hópnum en þeir Sveinbjörn Pétursson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Guðmundur Árni Ólafsson og Geir Guðmundsson detta nú allir út. Þetta verða síðustu leikir íslenska liðsins fyrir Heimsmeistaramótið í Frakklandi sem hefst síðan í næstu viku en fyrsti leikur íslenska liðsins er á móti Spánverjum í Metz 12. janúar. Geir var búinn að velja 23 manna æfingahóp og misstu því fimm leikmenn af möguleikanum að fara með íslenska liðinu á HM. Allur hópurinn var búinn að æfa saman frá því í gær mánudaginn. Mikil óvissa hefur verið í kringum stöðuna á þeim Aroni Pálmarssyni, Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Arnóri Atlasyni sem hafa allri verið að glíma við leiðinleg og langvinn meiðsli. Ásgeir Örn og Arnór fara báðir með og eru því leikfærir en nú bíða menn bara og sjá hvað gerist með Aron. Íslenska landsliðið mætir Spáni, Slóveníu, Túnis, Angóla og Makedóníu í riðlakeppni HM í handbolta í Frakklandi en fjórar efstu þjóðirnar komast síðan í sextán liða úrslit. Hér fyrir neðan má sjá íslenska hópinn.Leikmannahópur Íslands á æfingamótinu:Markmenn Aron Rafn Eðvarðsson, Bietigheim Björgvin Páll Gústavsson, Bergischer HCLínumenn Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad Bjarki Már Gunnarsson, Aue Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV Vignir Svavarsson, Team Tvis HolstebroVinstri hornamenn Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar LöwenHægri hornamenn Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCVinstri skytttur Guðmundur Hómar Helgason, Cesson Rennes Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad Tandri Konráðsson, SkjernLeikstjórnendur Arnór Atlason, Aalborg Håndbold Gunnar Steinn Jónsson, Kristianstad Janus Daði Smárason, HaukarHægri skyttur Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbold Rúnar Kárason, Hannover/BurgdorfÞessir duttu út úr æfingahópnum núna: Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan Stefán Rafn Sigurmannsson, Aalborg Håndbold Guðmundur Árni Ólafsson, Haukar Geir Guðmundsson, Cesson RennesÞessir voru á 28 manna lista en komust ekki í æfingahópinn: Grétar Ari Guðjónsson, Haukar (markvörður) Hreiðar Levý Guðmundsson, Halden (markvörður) Elvar Örn Jónsson, Selfoss Óðinn Þór Ríkharðsson, FH Sigurbergur Sveinsson, ÍBV Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem fara með íslenska landsliðinu á æfingamótið í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn en lýkur á sunnudaginn. Að viðhöfðu samráði við læknateymi landsliðsins var ákveðið að Aron Pálmarsson færi ekki til Danmerkur vegna meiðsla. Hann verður í áframhaldandi meðferð hér á landi fram yfir næstu helgi en þá kemur í ljós hvort hann geti tekið þátt á HM í Frakklandi. Geir fækkar nú um fjóra í hópnum en þeir Sveinbjörn Pétursson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Guðmundur Árni Ólafsson og Geir Guðmundsson detta nú allir út. Þetta verða síðustu leikir íslenska liðsins fyrir Heimsmeistaramótið í Frakklandi sem hefst síðan í næstu viku en fyrsti leikur íslenska liðsins er á móti Spánverjum í Metz 12. janúar. Geir var búinn að velja 23 manna æfingahóp og misstu því fimm leikmenn af möguleikanum að fara með íslenska liðinu á HM. Allur hópurinn var búinn að æfa saman frá því í gær mánudaginn. Mikil óvissa hefur verið í kringum stöðuna á þeim Aroni Pálmarssyni, Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Arnóri Atlasyni sem hafa allri verið að glíma við leiðinleg og langvinn meiðsli. Ásgeir Örn og Arnór fara báðir með og eru því leikfærir en nú bíða menn bara og sjá hvað gerist með Aron. Íslenska landsliðið mætir Spáni, Slóveníu, Túnis, Angóla og Makedóníu í riðlakeppni HM í handbolta í Frakklandi en fjórar efstu þjóðirnar komast síðan í sextán liða úrslit. Hér fyrir neðan má sjá íslenska hópinn.Leikmannahópur Íslands á æfingamótinu:Markmenn Aron Rafn Eðvarðsson, Bietigheim Björgvin Páll Gústavsson, Bergischer HCLínumenn Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad Bjarki Már Gunnarsson, Aue Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV Vignir Svavarsson, Team Tvis HolstebroVinstri hornamenn Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar LöwenHægri hornamenn Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCVinstri skytttur Guðmundur Hómar Helgason, Cesson Rennes Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad Tandri Konráðsson, SkjernLeikstjórnendur Arnór Atlason, Aalborg Håndbold Gunnar Steinn Jónsson, Kristianstad Janus Daði Smárason, HaukarHægri skyttur Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbold Rúnar Kárason, Hannover/BurgdorfÞessir duttu út úr æfingahópnum núna: Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan Stefán Rafn Sigurmannsson, Aalborg Håndbold Guðmundur Árni Ólafsson, Haukar Geir Guðmundsson, Cesson RennesÞessir voru á 28 manna lista en komust ekki í æfingahópinn: Grétar Ari Guðjónsson, Haukar (markvörður) Hreiðar Levý Guðmundsson, Halden (markvörður) Elvar Örn Jónsson, Selfoss Óðinn Þór Ríkharðsson, FH Sigurbergur Sveinsson, ÍBV
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira