Fann húðflúr sitt til sölu í netverslun: „Má þetta bara?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. janúar 2017 19:34 Eydísi Ósk Hilmardóttur brá heldur betur í brún fyrr í dag þegar hún uppgötvaði að húðflúrshönnun sem hún ber á líkama sínum er til sölu á ýmsum varningi á netverslun. Vísir/Skjáskot Eydísi Ósk Hilmardóttur brá heldur betur í brún fyrr í dag þegar hún uppgötvaði að húðflúrshönnun sem hún ber á líkama sínum er til sölu á ýmsum varningi á vefversluninni Zazzle. Eydís segist hafa ætlað að sýna vinnufélaga sínum mynd af flúrinu og hafi leitað af hönnuninni í gegnum leitarvélina Google í stað þess að lyfta bolnum sínum. Þá hafi hún séð sams konar mynd á hinum ýmsa varningi. „Þá sé ég sömu mynd. Hún er ekki alveg nákvæmlega sú sama en samt er þetta mitt. Ég fer að skoða þetta betur og þá er þetta komið á stílabækur, pennaveski og hátalara og verð að selja þetta á fúlgur fjár. Mitt tattú sem ég bjó til,“ segir Eydís í samtali við Vísi.Hannaði flúrið með listamanninum Eydís fékk sér flúrið í nóvember 2013 og var það Gunnar Valdimarsson, oft betur þekktur sem Gunnar V, sem flúraði Eydísi. Hún segist hafa haft samband við Gunnar í dag vegna málsins en ekki fengið nein svör enn. Hún segir þau Gunnar hafa hannað flúrið í sameiningu. „Ég var búin að ákveða að fá mér demant og var mjög hrifin af svokölluðum trash polka stíl. Ég sagði honum að ég vildi fá trash polka í kring í staðinn fyrir skugga. Við búum þetta til saman og síðan setur hann þetta á mig. Þetta er fyrsti demanturinn í þessum stíl, ég tékkaði á því 2013,“ segir Eydís og bendir á að slái maður inn leitarorðin „trash polka diamond“ í leitarvélina Google komi fyrst upp mynd af flúrinu hennar. Jafnframt sendi hún skilaboð á umsjónarmenn Zazzle. „Ég er ekki búin að heyra frá neinum en mér finnst þetta bara ekkert í lagi, að þau breyti þessu um tvö prósent og þá sé þetta þeirra eigin hönnun. Þau eru að selja hátalara með myndinni minni á 34 pund.“ Eydís segist ekki vera viss um hvort hún hyggist leita réttar síns vegna málsins. „Íslenskir ríkisborgarar hafa engan rétt á einu eða neinu. Þú getur kært eins og þú vilt en þá ertu bara ða láta fólk taka peninga af þér. Þú færð ekki neitt ef þú ert íslendingur. Jú, ef þú missir putta þá færðu nokkrar milljónir en það er það eina. Ég veit ekki hvort ég eigi að fara í þetta. Mig langar ekki að fara að gera eitthvað fyrir ekki neitt.“ Húðflúr Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Eydísi Ósk Hilmardóttur brá heldur betur í brún fyrr í dag þegar hún uppgötvaði að húðflúrshönnun sem hún ber á líkama sínum er til sölu á ýmsum varningi á vefversluninni Zazzle. Eydís segist hafa ætlað að sýna vinnufélaga sínum mynd af flúrinu og hafi leitað af hönnuninni í gegnum leitarvélina Google í stað þess að lyfta bolnum sínum. Þá hafi hún séð sams konar mynd á hinum ýmsa varningi. „Þá sé ég sömu mynd. Hún er ekki alveg nákvæmlega sú sama en samt er þetta mitt. Ég fer að skoða þetta betur og þá er þetta komið á stílabækur, pennaveski og hátalara og verð að selja þetta á fúlgur fjár. Mitt tattú sem ég bjó til,“ segir Eydís í samtali við Vísi.Hannaði flúrið með listamanninum Eydís fékk sér flúrið í nóvember 2013 og var það Gunnar Valdimarsson, oft betur þekktur sem Gunnar V, sem flúraði Eydísi. Hún segist hafa haft samband við Gunnar í dag vegna málsins en ekki fengið nein svör enn. Hún segir þau Gunnar hafa hannað flúrið í sameiningu. „Ég var búin að ákveða að fá mér demant og var mjög hrifin af svokölluðum trash polka stíl. Ég sagði honum að ég vildi fá trash polka í kring í staðinn fyrir skugga. Við búum þetta til saman og síðan setur hann þetta á mig. Þetta er fyrsti demanturinn í þessum stíl, ég tékkaði á því 2013,“ segir Eydís og bendir á að slái maður inn leitarorðin „trash polka diamond“ í leitarvélina Google komi fyrst upp mynd af flúrinu hennar. Jafnframt sendi hún skilaboð á umsjónarmenn Zazzle. „Ég er ekki búin að heyra frá neinum en mér finnst þetta bara ekkert í lagi, að þau breyti þessu um tvö prósent og þá sé þetta þeirra eigin hönnun. Þau eru að selja hátalara með myndinni minni á 34 pund.“ Eydís segist ekki vera viss um hvort hún hyggist leita réttar síns vegna málsins. „Íslenskir ríkisborgarar hafa engan rétt á einu eða neinu. Þú getur kært eins og þú vilt en þá ertu bara ða láta fólk taka peninga af þér. Þú færð ekki neitt ef þú ert íslendingur. Jú, ef þú missir putta þá færðu nokkrar milljónir en það er það eina. Ég veit ekki hvort ég eigi að fara í þetta. Mig langar ekki að fara að gera eitthvað fyrir ekki neitt.“
Húðflúr Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira