Lino Cervar, þjálfari Makedóníu, var sáttur eftir jafntefli á móti Íslandi í Metz á HM í handbolta í kvöld en stigið tryggði Makedóníu þriðja sætið í riðlinum og forðaði þeim frá því að mæta Frökkum í sextán liða úrslitunum.
„Ég er mjög ánægður því ég vissi að þetta yrði mjög erfiður leikur fyrir mitt lið af því að við vorum að spila við Spán í gær,“ sagði Lino Cervar.
„Liðið mitt spilaði mjög vel á móti Spáni en við lentum í mótlæti í dag. Við erum án Filip Mirkulovski síðustu tíu mínúturnar og lentum fimm mörkum undir um miðjan seinni hálfleik,“ sagði Cervar.
„Það er mjög gott hjá mínu liði að koma til baka úr slíkri stöðu. Það var góður liðsandi hjá okkur, við héldum áfram allan tímann og sýndum góðan karakter, Það eru þannig hlutir sem ráða úrslitum í leikjum,“ sagði Cervar en missti hann einhvern tímann vonina þegar Ísland var komið fimm mörkum yfir.
„Nei ég missti aldrei vonina. Ég er með sterkt hjarta,“ sagði Lino Cervar að lokum.
Lino Cervar: Ég er með sterkt hjarta
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti
Fleiri fréttir
