Dagur og Guðmundur áfram með fullt hús eftir torsótta sigra Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. janúar 2017 18:18 Dagur Sigurðsson fer yfir málin á hliðarlínunni í dag. vísir/getty Þýskaland og Danmörk eru áfram með fullt hús eða átta stig eftir fjóra leiki á HM 2017 í handbolta en bæði lið unnu sína leiki í dag. Sigrarnir voru þó nokkuð torsóttir. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Evrópumeistaraliði Þýskalands mættu Hvíta-Rússlandi í C-riðli og unnu á endanum sex marka sigur, 31-25. Staðan var þó jöfn í hálfleik, 16-16. Þýska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði átta mörk á móti tveimur og náði sex marka forskoti, 24-18. Þessi kafli lagði grunninn að sigri Þjóðverja en Hvít-Rússar minnkuðu muninn mest í þrjú mörk, 25-22. Nær komust þeir ekki. Fyrirliðinn Uwe Gensheimer var markahæstur þýska liðsins í kvöld með átta mörk úr tíu skotum en Steffen Fäth átti einnig flottan leik og skoraði sex mörk úr sex skotumm Patrick Groetzki og Julius Kuhn skoruðu báðir fimm mörk. Andreas Wolf, markvörður Þýskalands, átti í miklu basli til að byrja með og varði aðeins tvö skot en Silvio Heinevetter kom sterkur inn og varði níu skot en hann var með 43 prósent hlutfallsmarkvörslu. Þýskaland fer nær örugglega í úrslitaleik við Króatíu í lokaumferðinni um efsta sætið en Króatar fara í átta stig eins og Þjóðverjar ef þeir leggja Síle að velli í kvöld.Ólympíumeistarar Dana unnu sigur á Barein í D-riðli, 30-26. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar virtust ætla að leika sér að Barein-liðinu en Danir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Seinni hálfleikurinn byrjaði líka vel og var danska liðið með fimm marka forskot eftir 40 mínútur, 24-19. Þá datt Barein í gang, skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í eitt mark, 24-23. Það komst þó ekki lengra. Meistaraefni Guðmundar settu í fluggírinn og svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu aftur fimm marka forskoti, 28-23. Þar með var sigurinn í höfn en lokatölur, 30-26. Línumaðurinn Henrik Toft Hansen var markahæstur danska liðsins með sex mörk úr sjö skotum en Michael Damgaard skoraði fimm mörk og Magnus Landin fjögur úr fimm skotum. Niklas Landin varði tíu skot og var með 38 prósent hlutfallsmarkvörslu en Jannick Green, varamarkvörður Dana, nýtti tækifærið sitt illa í leiknum. Hann varði ekki eitt þeirra skota sem komu á danska markið þegar hann stóð í því. Danir eru með átta stig á toppi D-riðils og tryggja sér efsta sætið ef Svíþjóð vinnur Katar í kvöld. Vinni Katar sigur á Svíum mætast Danmörk og Katar í úrslitaleik um efsta sætið í lokaumferðinni. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sjá meira
Þýskaland og Danmörk eru áfram með fullt hús eða átta stig eftir fjóra leiki á HM 2017 í handbolta en bæði lið unnu sína leiki í dag. Sigrarnir voru þó nokkuð torsóttir. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Evrópumeistaraliði Þýskalands mættu Hvíta-Rússlandi í C-riðli og unnu á endanum sex marka sigur, 31-25. Staðan var þó jöfn í hálfleik, 16-16. Þýska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði átta mörk á móti tveimur og náði sex marka forskoti, 24-18. Þessi kafli lagði grunninn að sigri Þjóðverja en Hvít-Rússar minnkuðu muninn mest í þrjú mörk, 25-22. Nær komust þeir ekki. Fyrirliðinn Uwe Gensheimer var markahæstur þýska liðsins í kvöld með átta mörk úr tíu skotum en Steffen Fäth átti einnig flottan leik og skoraði sex mörk úr sex skotumm Patrick Groetzki og Julius Kuhn skoruðu báðir fimm mörk. Andreas Wolf, markvörður Þýskalands, átti í miklu basli til að byrja með og varði aðeins tvö skot en Silvio Heinevetter kom sterkur inn og varði níu skot en hann var með 43 prósent hlutfallsmarkvörslu. Þýskaland fer nær örugglega í úrslitaleik við Króatíu í lokaumferðinni um efsta sætið en Króatar fara í átta stig eins og Þjóðverjar ef þeir leggja Síle að velli í kvöld.Ólympíumeistarar Dana unnu sigur á Barein í D-riðli, 30-26. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar virtust ætla að leika sér að Barein-liðinu en Danir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Seinni hálfleikurinn byrjaði líka vel og var danska liðið með fimm marka forskot eftir 40 mínútur, 24-19. Þá datt Barein í gang, skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í eitt mark, 24-23. Það komst þó ekki lengra. Meistaraefni Guðmundar settu í fluggírinn og svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu aftur fimm marka forskoti, 28-23. Þar með var sigurinn í höfn en lokatölur, 30-26. Línumaðurinn Henrik Toft Hansen var markahæstur danska liðsins með sex mörk úr sjö skotum en Michael Damgaard skoraði fimm mörk og Magnus Landin fjögur úr fimm skotum. Niklas Landin varði tíu skot og var með 38 prósent hlutfallsmarkvörslu en Jannick Green, varamarkvörður Dana, nýtti tækifærið sitt illa í leiknum. Hann varði ekki eitt þeirra skota sem komu á danska markið þegar hann stóð í því. Danir eru með átta stig á toppi D-riðils og tryggja sér efsta sætið ef Svíþjóð vinnur Katar í kvöld. Vinni Katar sigur á Svíum mætast Danmörk og Katar í úrslitaleik um efsta sætið í lokaumferðinni.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sjá meira