Bjarki Már: Maður fellur oft niður á plan mótherjans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. janúar 2017 21:31 Bjarki Már Elísson var frábær í seinni hálfleik. vísir „Það er erfitt að spila við svona lið. Þetta er ekki alveg eins og maður er vanur. Við vildum kannski vinna þetta tveimur til þremur mörkum stærra en við tókum þetta nokkuð vel held ég.“ Þetta sagði Bjarki Már Elísson, hornamaður íslenska landsliðsins, eftir 33-19 sigurinn á Angóla í kvöld sem er sá fyrsti sem íslenka liðið vinnur á HM 2017 í Frakklandi. Strákarnir okkar voru lengi í gang og þegar fimmtán mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Angóla búið að skora marki meira en okkar menn og var ekki nema sjö marka munur á liðunum. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki vel. Það var einbeitingarleysi í vörninni. Við vorum oft með þá en leyfðum þeim bara að komast í gegn í staðinn fyrir að stoppa þá. Þeir spiluðu ógeðslega langar sóknir og þegar höndin var komin upp reyndu þeir sirkus og eitthvað svona,“ sagði Bjarki við Vísi eftir leik. „Þar vantar einbeitingu hjá okkur og hver að passa sinn mann. Þetta endar í fjórtán mörkum en hefði kannski getað endað í 16 eða 17. Við getum verið ágætlega sáttir.“ Bjarki viðurkenndi að það getur hreinlega verið erfitt að spila á móti liði eins og Angóla sem spilar furðulegan handbolta og er ekki hátt skrifað. „Það er það. Það er oft þannig að maður fellur niður á planið sem andstæðingurinn er að spila á. Við vissum að hvert mark mun telja en tvö stig eru góð,“ segir Bjarki sem skoraði sex mörk úr sjö skotum í seinni hálfleik. „Ég er brjálaður yfir skotinu sem ég klikkaði á. Markvörðurinn var alltaf í bíói í markinu. Hann kom stundum út en svo beið hann stundum á línunni. Maður á bara að bíða þegar maður mætir svona gaurum en ég er ágætlega sáttur.“ Sigur gegn Makedóníu á fimmtudaginn mun líklega innsigla þriðja sætið: „Nú þurfum við að hvílast vel og svo verður allt skilið eftir á góflinu á fimmtudaginn á móti Makedóníu,“ sagði Bjarki Már Elísson.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur tók HM-leikjametið af Ólafi Hornamaðurinn orðinn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM frá upphafi. 17. janúar 2017 20:33 Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla Strákarnir okkar eiga möguleika á þriðja sætinu í B-riðli HM 2017 eftir stórsigur á Angóla sem var þó ekki alveg nógu sannfærandi. 17. janúar 2017 21:00 Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu strákanna gegn Angóla Íslenska landsliðið vann stórsigur á Angóla í kvöld og náði í sinn fyrsta sigur á HM en spilamennskan var ekki nógu góð. 17. janúar 2017 21:17 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
„Það er erfitt að spila við svona lið. Þetta er ekki alveg eins og maður er vanur. Við vildum kannski vinna þetta tveimur til þremur mörkum stærra en við tókum þetta nokkuð vel held ég.“ Þetta sagði Bjarki Már Elísson, hornamaður íslenska landsliðsins, eftir 33-19 sigurinn á Angóla í kvöld sem er sá fyrsti sem íslenka liðið vinnur á HM 2017 í Frakklandi. Strákarnir okkar voru lengi í gang og þegar fimmtán mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Angóla búið að skora marki meira en okkar menn og var ekki nema sjö marka munur á liðunum. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki vel. Það var einbeitingarleysi í vörninni. Við vorum oft með þá en leyfðum þeim bara að komast í gegn í staðinn fyrir að stoppa þá. Þeir spiluðu ógeðslega langar sóknir og þegar höndin var komin upp reyndu þeir sirkus og eitthvað svona,“ sagði Bjarki við Vísi eftir leik. „Þar vantar einbeitingu hjá okkur og hver að passa sinn mann. Þetta endar í fjórtán mörkum en hefði kannski getað endað í 16 eða 17. Við getum verið ágætlega sáttir.“ Bjarki viðurkenndi að það getur hreinlega verið erfitt að spila á móti liði eins og Angóla sem spilar furðulegan handbolta og er ekki hátt skrifað. „Það er það. Það er oft þannig að maður fellur niður á planið sem andstæðingurinn er að spila á. Við vissum að hvert mark mun telja en tvö stig eru góð,“ segir Bjarki sem skoraði sex mörk úr sjö skotum í seinni hálfleik. „Ég er brjálaður yfir skotinu sem ég klikkaði á. Markvörðurinn var alltaf í bíói í markinu. Hann kom stundum út en svo beið hann stundum á línunni. Maður á bara að bíða þegar maður mætir svona gaurum en ég er ágætlega sáttur.“ Sigur gegn Makedóníu á fimmtudaginn mun líklega innsigla þriðja sætið: „Nú þurfum við að hvílast vel og svo verður allt skilið eftir á góflinu á fimmtudaginn á móti Makedóníu,“ sagði Bjarki Már Elísson.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur tók HM-leikjametið af Ólafi Hornamaðurinn orðinn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM frá upphafi. 17. janúar 2017 20:33 Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla Strákarnir okkar eiga möguleika á þriðja sætinu í B-riðli HM 2017 eftir stórsigur á Angóla sem var þó ekki alveg nógu sannfærandi. 17. janúar 2017 21:00 Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu strákanna gegn Angóla Íslenska landsliðið vann stórsigur á Angóla í kvöld og náði í sinn fyrsta sigur á HM en spilamennskan var ekki nógu góð. 17. janúar 2017 21:17 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Guðjón Valur tók HM-leikjametið af Ólafi Hornamaðurinn orðinn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM frá upphafi. 17. janúar 2017 20:33
Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla Strákarnir okkar eiga möguleika á þriðja sætinu í B-riðli HM 2017 eftir stórsigur á Angóla sem var þó ekki alveg nógu sannfærandi. 17. janúar 2017 21:00
Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu strákanna gegn Angóla Íslenska landsliðið vann stórsigur á Angóla í kvöld og náði í sinn fyrsta sigur á HM en spilamennskan var ekki nógu góð. 17. janúar 2017 21:17