Handbolti

Frakkarnir hrífast aftur af anda íslenska stuðningsfólksins | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Samsett
Litla Ísland er aftur að vekja athygli í Frakklandi og að þessu sinni fer það ekki framhjá neinum í Metz að íslenskt landslið er að spila í bænum.

Frakkarnir eru örugglega ekki búnir að gleyma íslensku stuðningsmönnunum frá því í fyrrasumar þegar Ísland sló í gegn á EM í fótbolta. Íslenska liðið komst í átta liða úrslit og stuðningsmennirnir unnu hug og hjörtu allra sem á horfðu.

Nú er komið að íslenska handboltalandsliðinu að spila á stórmóti í franskri grundu og að sjálfsögðu er okkar fólk mætt á staðinn til að styðja liðið.

Þrátt fyrir að gengi liðsins hafa ekki verið gott hefur frammistaða stuðningsmannanna vakið athygli. Forráðamenn heimasíðu heimsmeistarakeppninnar í Frakklandi tóku saman myndband sem var tileinkað íslensku stuðningsmönnunum.

Landslið frá 330 þúsund manna þjóð er enn á ný að keppa meðal þeirra bestu og það er líka vissulega margt skrýtið við Ísland fyrir Frakkana.  Tvö dæmi eru að íslenski forsetinn sé bróðir landsliðsþjálfara Austurríkis og að í bæði fótboltalandsliðinu og handboltalandsliðinu sé alskeggjaður Gunnarsson-bróðir.

„Öll þjóðin og forsetinn líka eru að baki íslenska landsliðinu. Er það ekki undravert? Íslendingar eru meira en velkomnir til Frakklands,“ segir í inngangsorðum að myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×