Handbolti

Guðni hitti umdeildan forseta IHF

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hassan Moustafa og Guðni Th.
Hassan Moustafa og Guðni Th. Mynd/Forseti.is
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fundaði með Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins en báðir voru viðstaddir leik Íslands á HM í Frakklandi um helgina.

Þeir Guðni og Moustafa sátu saman á leik Íslands og Slóveníu á laugardag en fram kom í stuttri frétt á forseti.is að þeir hafi síðan átt fund saman.

Kom fram á þeim fundi að Moustafa hafi lýst yfir ánægju með þátttöku Íslands á HM í handbolta og að hann hafi lofað góðan árangur íslenskra leikmann sem og íslenskra þjálfara.

Fjórir íslenskir þjálfarar eru með lið sín á HM í Frakklandi en auk Geirs Sveinssonar, þjálfara Íslands, eru þar Dagur Sigurðsson (Þýskaland), Guðmundur Guðmundsson (Danmörk) og Kristján Andrésson (Svíþjóð).

Þess má geta að Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, er bróðir Guðna en Austurríki náði ekki að vinna sér þátttökurétt í lokakeppni HM í Frakklandi.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Forsetinn spáir tveggja marka sigri

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er eins og rokkstjarna í íþróttahöllinni í Metz og hundeltur af fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×