Handbolti

Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ásgeir klikkar á skoti gegn Spánverjum.
Ásgeir klikkar á skoti gegn Spánverjum. vísir/afp
„Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis.

„Við myndum klárlega vilja vera með fleiri stig en á móti kemur að það er margt jákvætt í okkar spilamennsku. Það er líka margt sem hefur farið miður en við verðum að vinna þessa tvo lokaleiki í riðlinum. Þetta eru úrslitaleikir fyrir okkur.“

Uppstilltur sóknarleikur hefur ekki gengið nógu vel hjá íslenska liðinu og mörkin færri en venjulega.

„Við verðum að finna einhverjar lausnir og reyna að bæta okkur. Það eru svo sem engar töfralausnir til en við erum að fara yfir hvað við gerum vitlaust.“

Það dylst engum að Ásgeir Örn er ekki heill heilsu og hann hefur aðeins skorað eitt mark í fjórum skotum á mótinu.

„Ég er ekki 100 prósent heill en mér finnst ég vera nógu heill til þess að vera hérna. Ég hef ekki náð mér á strik en Rúnar hefur verið að standa sig mjög vel og þá er engin ástæða til þess að ég sé inn á. Auðvitað vildi ég samt spila betur og leggja meira af mörkum. Það er leiðinlegt en það eru tveir leikir eftir og ég þarf að rífa mig upp í þeim. Ég ætla mér að gera það.“

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Drengjakórinn hans Geirs er að finna taktinn

Strákarnir okkar spiluðu tvo háspennuleiki um helgina. Miðað við færin sem gáfust í leikjunum tveimur er svekkjandi að uppskeran hafi aðeins verið eitt stig. Þetta stig gæti þó orðið dýrmætt og strákarnir eiga enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit. Ísland fær núna eins dags hvíld áður en að leiknum gegn Angóla kemur.

Tek menn ekki af velli eftir fyrstu mistök

Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson var mjög svekktur yfir að hafa aðeins fengið eitt stig út úr leiknum gegn Túnis í gær og einnig yfir að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum gegn Slóveníu. Þetta var háspennuhelgi hjá strákunum okkar sem geta enn komist áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×