RAG breytir Benz rútum í lúxuskerrur Finnur Thorlacius skrifar 17. janúar 2017 14:15 Verulega glæsilegar að innan. Á síðustu árum hefur orðið sprenging í ferðamannaiðnaðinum á Íslandi sem skapað hefur tækifæri fyrir nýjungar. Íslenska fyrirtækið RAG hefur verið í samstarfi við fyrirtækið BUS-PL í Póllandi, sem sérhæfir sig eingöngu í því að hanna og smíða sannkallaðar lúxusrútur og bera þær alþjóðlega heitið Arctic Edition 4x4/Arctic Edition. RAG getur breytt og afhent 22 til 25 rútur á ársgrundvelli. Rúturnar hafa sannarlega slegið í gegn hér á landi sem og erlendis og hefur RAG þegar selt rútur til Noregs, Póllands og Svartfjallalands. Rúturnar koma nýjar úr verksmiðju Mercedes Benz í Þýskalandi og fara þaðan beint til Póllands í breytingu. BUS-PL er eina fyrirtækið í heiminum sem hefur leyfi frá Mercedes Benz til þess að breyta 21 manna 4x4 rútum frá þeim, sem gerir RAG leiðandi á þessum markaði á heimsvísu.Betur búnar en áður hefur þekkst Rafn Arnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri RAG segir: “Rúturnar okkar eru einfaldlega betur útbúnar en áður hefur þekkst á markaðnum. Rúturnar eru með mikinn staðalbúnað ss. tveir flatskjáir, ísskápur, hiti í rúðum að framan og aftan, cruise control, bakkmyndavél, dráttarkrókur, krómpakki, rafmagn í rúðum, eco-leður ásamt mörgu fleira. Þetta er einfaldlega annar standard.” Athyglivert verður að fylgjast með frekari þróun og vexti fyrirtækisins í komandi framtíð.Áhugasömum er bent á að kynna sér þessar breyttu rútur í höfuðstöðvum RAG að Helluhrauni 4 Hafnarfirði eða á vefsíðu fyrirtækisins, rag.is.Tvær rútur tilbúnar til afhendingar. Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent
Á síðustu árum hefur orðið sprenging í ferðamannaiðnaðinum á Íslandi sem skapað hefur tækifæri fyrir nýjungar. Íslenska fyrirtækið RAG hefur verið í samstarfi við fyrirtækið BUS-PL í Póllandi, sem sérhæfir sig eingöngu í því að hanna og smíða sannkallaðar lúxusrútur og bera þær alþjóðlega heitið Arctic Edition 4x4/Arctic Edition. RAG getur breytt og afhent 22 til 25 rútur á ársgrundvelli. Rúturnar hafa sannarlega slegið í gegn hér á landi sem og erlendis og hefur RAG þegar selt rútur til Noregs, Póllands og Svartfjallalands. Rúturnar koma nýjar úr verksmiðju Mercedes Benz í Þýskalandi og fara þaðan beint til Póllands í breytingu. BUS-PL er eina fyrirtækið í heiminum sem hefur leyfi frá Mercedes Benz til þess að breyta 21 manna 4x4 rútum frá þeim, sem gerir RAG leiðandi á þessum markaði á heimsvísu.Betur búnar en áður hefur þekkst Rafn Arnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri RAG segir: “Rúturnar okkar eru einfaldlega betur útbúnar en áður hefur þekkst á markaðnum. Rúturnar eru með mikinn staðalbúnað ss. tveir flatskjáir, ísskápur, hiti í rúðum að framan og aftan, cruise control, bakkmyndavél, dráttarkrókur, krómpakki, rafmagn í rúðum, eco-leður ásamt mörgu fleira. Þetta er einfaldlega annar standard.” Athyglivert verður að fylgjast með frekari þróun og vexti fyrirtækisins í komandi framtíð.Áhugasömum er bent á að kynna sér þessar breyttu rútur í höfuðstöðvum RAG að Helluhrauni 4 Hafnarfirði eða á vefsíðu fyrirtækisins, rag.is.Tvær rútur tilbúnar til afhendingar.
Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent