Lamborghini með sölumet í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 18. janúar 2017 08:45 Ítalski sportbílaframleiðandinn Lamborghini, sem er í eigu Volkswagen bílasamstæðunnar, hefur aldrei selt fleiri bíla en á árinu sem var að líða. Alls seldi Lamborghini 3.457 bíla í fyrra og er það í fyrsta skipti sem sala fyrirtækisins fer framúr 3.400 bílum. Stöðugur vöxtur hefur verið í sölu Lamborghini síðustu 6 ár og hefur salan til að mynda vaxið um 160% frá árinu 2010. Það endurspeglar reyndar mikinn vöxt í sölu rándýrra lúxusbíla á undanförnum árum og gengur flestum þeim bílaframleiðendum sem framleiða þesskonar bíla vel og eru að auka sölu sína mikið. McLaren hefur tilkynnt um tvöföldun í sölu á síðasta ári og Rolls Royce átti til dæmis sitt næstbesta ár frá upphafi. Framleiðslubílgerðir Lamborghini eru aðeins tvær og mest seldist af Huracan, eða 2.353 bílar og af Aventador 1.104 eintök. Afar jöfn dreifing er á sölu bíla Lamborghini á milli Ameríku, Asíu og Evrópu ásamt miðausturlöndum og Afríku og skipta þessi þrjú heimssvæði með sér sölunni nánast í þrennt. Spennandi tímar eru framundan hjá Lamborghini en styttast fer í kynningu á fyrsta jeppa fyrirtækisins og hefur hann fengið nafnið Urus. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent
Ítalski sportbílaframleiðandinn Lamborghini, sem er í eigu Volkswagen bílasamstæðunnar, hefur aldrei selt fleiri bíla en á árinu sem var að líða. Alls seldi Lamborghini 3.457 bíla í fyrra og er það í fyrsta skipti sem sala fyrirtækisins fer framúr 3.400 bílum. Stöðugur vöxtur hefur verið í sölu Lamborghini síðustu 6 ár og hefur salan til að mynda vaxið um 160% frá árinu 2010. Það endurspeglar reyndar mikinn vöxt í sölu rándýrra lúxusbíla á undanförnum árum og gengur flestum þeim bílaframleiðendum sem framleiða þesskonar bíla vel og eru að auka sölu sína mikið. McLaren hefur tilkynnt um tvöföldun í sölu á síðasta ári og Rolls Royce átti til dæmis sitt næstbesta ár frá upphafi. Framleiðslubílgerðir Lamborghini eru aðeins tvær og mest seldist af Huracan, eða 2.353 bílar og af Aventador 1.104 eintök. Afar jöfn dreifing er á sölu bíla Lamborghini á milli Ameríku, Asíu og Evrópu ásamt miðausturlöndum og Afríku og skipta þessi þrjú heimssvæði með sér sölunni nánast í þrennt. Spennandi tímar eru framundan hjá Lamborghini en styttast fer í kynningu á fyrsta jeppa fyrirtækisins og hefur hann fengið nafnið Urus.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent