Strákarnir okkar án Arons: „Þetta hefur stór áhrif á restina af liðinu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. janúar 2017 12:46 Nokkrir leikmenn þurfa að stíga upp þar sem Aron er ekki með. vísir/getty/hanna „Þetta kemur mér ekki á óvart. Ég tel að það hefði ekki verið skynsamlegt fyrir Aron að taka þátt í þessu móti og þeirri ákefð sem fylgir HM eftir að spila ekki handbolta í tvo og hálfan mánuð. Það hefði ekki verið gott fyrir hann.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur íþróttadeildar 365 um HM í Frakklandi, um þær fréttir að Aron Pálmarsson, hans gamli lærisveinn, verður ekki með Íslandi á HM.Sjá einnig:Strákarnir án Arons: „Ólafur fær mikla ábyrgð sem hann stendur vonandi undir“ Aron er búinn að glíma við meiðsli síðan í nóvember og fyrr í dag tók læknalið Íslands þá ákvörðun að hann getur ekki spilað. Einar Andri er sammála Gunnari Magnússyni um að nú er Ólafur Guðmundsson orðinn leikmaður númer eitt vinstra megin á vellinum. „Ég myndi telja að Ólafur fái tækifæri til að vera aðalkallinn vinstra megin á þessu móti og vonandi nýtir hann þann séns. Þetta breytir samt ansi miklu fyrir liðið þó að við erum búnir að vera að spila án Arons. Það vonuðust allir eftir því að hann gæti verið að minnsta kosti eitthvað með á HM,“ segir Einar Andri.Haukamaðurinn Janus Daði Smárason fær stærra hlutverk eins og fleiri.Vísir/Vilhelm„Ólafur þarf að taka að sér enn stærra hlutverk en áður og það þurfa Janus Daði og Gunnar Steinn Jónsson einnig að gera. Svo er spurning hvað Arnór Atlason getur gert fyrir okkur. Allir þessi leikmenn þurfa að bera meiri ábyrgð en áður.“ Aron Pálmarsson er langbesti leikmaður íslenska liðsins. Um það verður ekki deilt. Þegar hann er ekki með fer ansi mikið úr liðinu og þarf fleiri en einn til að fylla í hans skarð.Sjá einnig:Þetta er ógeðslega leiðinlegt „Aron í fullu formi á þessu móti er að spila 50-60 mínútur í leik. Þær mínútur koma til með að deilast niður á þessa leikmenn sem ég taldi upp. Aron hefði vanalega verið að taka kannski fimmtán skot og tíu úrslitaákvarðanir í sendingum þannig þetta mun hafa margföldunaráhrif fyrir aðra leikmenn liðsins,“ segir Einar Andri, en hverjar eru þá væntingarnar núna? „Þetta breytir allri heildarmyndinni. Maður vonaðist eftir því að Aron myndi koma inn eftir Spánarleikinn og gefa okkur meiri möguleika á móti Slóvenum í leik tvö. Það er alveg ljóst að leikirnir við þrjú sterkustu liðin; Spán, Slóveníu og Makedóníu, verða enn þá erfiðari án Arons. Þetta breytir stóru myndinni og lækkar væntingarstuðulinn talsvert,“ segir Einar Andri Einarsson. Í spilaranum neðst í fréttinni má sjá Einar Andra fara yfir frammistöðu ungu leikmannanna eftir æfingamótið í Danmörku.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
„Þetta kemur mér ekki á óvart. Ég tel að það hefði ekki verið skynsamlegt fyrir Aron að taka þátt í þessu móti og þeirri ákefð sem fylgir HM eftir að spila ekki handbolta í tvo og hálfan mánuð. Það hefði ekki verið gott fyrir hann.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur íþróttadeildar 365 um HM í Frakklandi, um þær fréttir að Aron Pálmarsson, hans gamli lærisveinn, verður ekki með Íslandi á HM.Sjá einnig:Strákarnir án Arons: „Ólafur fær mikla ábyrgð sem hann stendur vonandi undir“ Aron er búinn að glíma við meiðsli síðan í nóvember og fyrr í dag tók læknalið Íslands þá ákvörðun að hann getur ekki spilað. Einar Andri er sammála Gunnari Magnússyni um að nú er Ólafur Guðmundsson orðinn leikmaður númer eitt vinstra megin á vellinum. „Ég myndi telja að Ólafur fái tækifæri til að vera aðalkallinn vinstra megin á þessu móti og vonandi nýtir hann þann séns. Þetta breytir samt ansi miklu fyrir liðið þó að við erum búnir að vera að spila án Arons. Það vonuðust allir eftir því að hann gæti verið að minnsta kosti eitthvað með á HM,“ segir Einar Andri.Haukamaðurinn Janus Daði Smárason fær stærra hlutverk eins og fleiri.Vísir/Vilhelm„Ólafur þarf að taka að sér enn stærra hlutverk en áður og það þurfa Janus Daði og Gunnar Steinn Jónsson einnig að gera. Svo er spurning hvað Arnór Atlason getur gert fyrir okkur. Allir þessi leikmenn þurfa að bera meiri ábyrgð en áður.“ Aron Pálmarsson er langbesti leikmaður íslenska liðsins. Um það verður ekki deilt. Þegar hann er ekki með fer ansi mikið úr liðinu og þarf fleiri en einn til að fylla í hans skarð.Sjá einnig:Þetta er ógeðslega leiðinlegt „Aron í fullu formi á þessu móti er að spila 50-60 mínútur í leik. Þær mínútur koma til með að deilast niður á þessa leikmenn sem ég taldi upp. Aron hefði vanalega verið að taka kannski fimmtán skot og tíu úrslitaákvarðanir í sendingum þannig þetta mun hafa margföldunaráhrif fyrir aðra leikmenn liðsins,“ segir Einar Andri, en hverjar eru þá væntingarnar núna? „Þetta breytir allri heildarmyndinni. Maður vonaðist eftir því að Aron myndi koma inn eftir Spánarleikinn og gefa okkur meiri möguleika á móti Slóvenum í leik tvö. Það er alveg ljóst að leikirnir við þrjú sterkustu liðin; Spán, Slóveníu og Makedóníu, verða enn þá erfiðari án Arons. Þetta breytir stóru myndinni og lækkar væntingarstuðulinn talsvert,“ segir Einar Andri Einarsson. Í spilaranum neðst í fréttinni má sjá Einar Andra fara yfir frammistöðu ungu leikmannanna eftir æfingamótið í Danmörku.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira