Hvolpasveitin tekin til sýninga á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2017 14:45 Hvolpasveitin nýtur gríðarlegra vinsælda bæði hjá foreldrum og börnum. Hinn sívinsæli sjónvarpsþáttur Hvolpasveitin verður tekin til sýninga á ný á RÚV í fyrramálið í kjölfar fjölda áskorana. Frá þessu er greint á Facebook-síðu RÚV og ef marka má viðbrögðin við færslunni eru foreldrar og börn afar ánægð með þessi tíðindi. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir að ný þáttaröð af Hvolpasveitinni sé nýkomin í hús og verði ekki tilbúin með íslensku tali fyrr en í marslok. Það verður því brugðið á það ráð nú að endursýna þætti úr nýjustu seríunni en Skarphéðinn segir mikinn fjölda þátta í hverri seríu; sú nýjasta var í sýningu síðastliðið ár og ætti því að vera nokkuð síðan elstu þættirnir úr henni voru á dagskrá.Að sögn Skarphéðins fékk RÚV mikinn fjölda fyrirspurna um hvenær Hvolpasveitin yrði næst á dagskrá og áskoranir um að setja þáttinn aftur á dagskrá. „Við ákváðum einfaldlega að bregðast við því eins og við reynum alltaf að gera þegar svona margir hafa samband og eru að spyrja eftir því sama, og fara strax í að sýna aftur þessa þáttaröð sem var seinast á dagskrá þar til að nýr skammtur af glænýjum þáttum af Hvolpasveitinni er klár,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Skarphéðinn segir að uppnámið hafi tengst því að síðasti þátturinn var að detta út af VOD-inu, Sarpinum, KrakkaRúv og öðrum veitum þar sem hægt er að horfa á gamla þætti. „Það stefndi í að það yrði mjög örlagarík stund þegar það yrði enginn þáttur eftir, jafnvel þó að krakkarnir hafi verið að horfa aftur og aftur á sama þáttinn. En þau geta tekið gleði sína á ný, börn og sérstaklega foreldrar og þá ekki síst feður skilst mér en það skapaðist víst mikil umræða um þetta á sérstakri pabbasíðu á Facebook og þar var mikil örvænting í því hvernig það ætti að útskýra fyrir börnunum að það væri engin Hvolpasveit,“ segir Skarphéðinn. Í seinasta mánuði baðst Aðalsteinn Kjartansson, einn umsjónarmanna Morgunútvarpsins á Rás 2, afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Hvolpasveitina en hann sagði að þátturinn væri leiðinlegur.Þá varð nokkuð uppnám á heimili Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, þegar sjónvarpið á heimilinu gaf upp öndina í miðjum þætti af Hvolpasveitinni. Tengdar fréttir Umsjónarmaður Morgunútvarpsins biðst afsökunar á að hafa grætt börn með særandi ummælum Aðalsteinn Kjartansson hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. 9. desember 2016 10:07 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hinn sívinsæli sjónvarpsþáttur Hvolpasveitin verður tekin til sýninga á ný á RÚV í fyrramálið í kjölfar fjölda áskorana. Frá þessu er greint á Facebook-síðu RÚV og ef marka má viðbrögðin við færslunni eru foreldrar og börn afar ánægð með þessi tíðindi. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir að ný þáttaröð af Hvolpasveitinni sé nýkomin í hús og verði ekki tilbúin með íslensku tali fyrr en í marslok. Það verður því brugðið á það ráð nú að endursýna þætti úr nýjustu seríunni en Skarphéðinn segir mikinn fjölda þátta í hverri seríu; sú nýjasta var í sýningu síðastliðið ár og ætti því að vera nokkuð síðan elstu þættirnir úr henni voru á dagskrá.Að sögn Skarphéðins fékk RÚV mikinn fjölda fyrirspurna um hvenær Hvolpasveitin yrði næst á dagskrá og áskoranir um að setja þáttinn aftur á dagskrá. „Við ákváðum einfaldlega að bregðast við því eins og við reynum alltaf að gera þegar svona margir hafa samband og eru að spyrja eftir því sama, og fara strax í að sýna aftur þessa þáttaröð sem var seinast á dagskrá þar til að nýr skammtur af glænýjum þáttum af Hvolpasveitinni er klár,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Skarphéðinn segir að uppnámið hafi tengst því að síðasti þátturinn var að detta út af VOD-inu, Sarpinum, KrakkaRúv og öðrum veitum þar sem hægt er að horfa á gamla þætti. „Það stefndi í að það yrði mjög örlagarík stund þegar það yrði enginn þáttur eftir, jafnvel þó að krakkarnir hafi verið að horfa aftur og aftur á sama þáttinn. En þau geta tekið gleði sína á ný, börn og sérstaklega foreldrar og þá ekki síst feður skilst mér en það skapaðist víst mikil umræða um þetta á sérstakri pabbasíðu á Facebook og þar var mikil örvænting í því hvernig það ætti að útskýra fyrir börnunum að það væri engin Hvolpasveit,“ segir Skarphéðinn. Í seinasta mánuði baðst Aðalsteinn Kjartansson, einn umsjónarmanna Morgunútvarpsins á Rás 2, afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Hvolpasveitina en hann sagði að þátturinn væri leiðinlegur.Þá varð nokkuð uppnám á heimili Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, þegar sjónvarpið á heimilinu gaf upp öndina í miðjum þætti af Hvolpasveitinni.
Tengdar fréttir Umsjónarmaður Morgunútvarpsins biðst afsökunar á að hafa grætt börn með særandi ummælum Aðalsteinn Kjartansson hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. 9. desember 2016 10:07 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Umsjónarmaður Morgunútvarpsins biðst afsökunar á að hafa grætt börn með særandi ummælum Aðalsteinn Kjartansson hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. 9. desember 2016 10:07