Kim er sífellt að þróa sinn persónulega stíl.MYND/INSTAGRAM
Eins og flestir vita þá tók Kim Kardashian sér nokkra mánaða pásu frá samfélagsmiðlum eftir að hún var rænd í París fyrstu vikuna í október. Í byrjun janúar steig hún loksins aftur í sviðsljósið og það er óhætt að segja að hún líti út fyrir að vera breytt manneskja.
Fataskápurinn hennar tók greinilega stakkaskiptum í pásunni en í dag klæðir hún sig töluvert afslappaðara heldur en hún gerði. Hún er oftast í íþróttabuxum eða útvíðum gallabuxum við síðar kápur eða loðjakka.
Í gegnum tíðina hefur Kim reglulega breytt til og verið tilbúin að prófa nýja hluti. Um þessar mundir lítur hún vel út og það er augljóst að hún fýli sig í afslappaða stílnum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur af hennar bestu tískuaugnablikum seinasta mánuðinn.
Í íþróttagalla úr væntanlegri línu Kanye West fyrir Adidas. Með stór sólgleraugu að sjálfsögðu.Glamour/GettyVið tökur á Ocean's Eight í trufluðum kjól frá Givenchy.Glamour/GettyÍ afslöppuðum galla við síða loðkápu.Glamour/Getty