Næst besta ár Ford Finnur Thorlacius skrifar 27. janúar 2017 10:38 525 milljarða króna hagnaður var af rekstri Ford í fyrra. Bílaframleiðandinn Ford greindi í gær frá afkomu sinni á síðasta ári og kom í ljós að árið var það næst besta frá upphafi hvað hagnað varðar, en metárið var í fyrra. Undarlegt má þó þykja að þó svo þessi góði árangur hafi náðst var tap af síðasta ársfjórðungnum í fyrra. Heildarhagnaður Ford í fyrra var 525 milljarðar króna og veltan 17.300 milljarðar króna og jókst um 1,3% frá árinu áður. Því var hagnaður af veltu um 3%, sem er umtalsvert minni hagnaðarhlutdeild en t.d. hjá flestum þýskum bílaframleiðendum. Ford er með 7,6% markaðshlutdeild af öllum bílamarkaði heimsins og minnkaði hlutur Ford um 0,1% á milli ára. Mjög vel gekk á Evrópumarkaði og í Asíu í fyrra og varð methagnaður af sölunni í Evrópu og sá næstmesti frá upphafi í Asíu. Verr gekk þó á mörkuðunum í S-Ameríku, Miðausturlöndum og í Afríku og minnkaði sala á öllum þeim mörkuðum í fyrra á milli ára. Ford spáir því að minni hagnaður verði af rekstri þessa árs en í fyrra og mun það stafa af mestu af miklum fjárfestingum í ár. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent
Bílaframleiðandinn Ford greindi í gær frá afkomu sinni á síðasta ári og kom í ljós að árið var það næst besta frá upphafi hvað hagnað varðar, en metárið var í fyrra. Undarlegt má þó þykja að þó svo þessi góði árangur hafi náðst var tap af síðasta ársfjórðungnum í fyrra. Heildarhagnaður Ford í fyrra var 525 milljarðar króna og veltan 17.300 milljarðar króna og jókst um 1,3% frá árinu áður. Því var hagnaður af veltu um 3%, sem er umtalsvert minni hagnaðarhlutdeild en t.d. hjá flestum þýskum bílaframleiðendum. Ford er með 7,6% markaðshlutdeild af öllum bílamarkaði heimsins og minnkaði hlutur Ford um 0,1% á milli ára. Mjög vel gekk á Evrópumarkaði og í Asíu í fyrra og varð methagnaður af sölunni í Evrópu og sá næstmesti frá upphafi í Asíu. Verr gekk þó á mörkuðunum í S-Ameríku, Miðausturlöndum og í Afríku og minnkaði sala á öllum þeim mörkuðum í fyrra á milli ára. Ford spáir því að minni hagnaður verði af rekstri þessa árs en í fyrra og mun það stafa af mestu af miklum fjárfestingum í ár.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent