Glamour

Heitasta flík ársins?

Ritstjórn skrifar
Glamour/Getty
Stuttermabolur frá fyrstu línu Mariu Grazia Chiuri fyrir Dior síðasta haust hefur heldur betur slegið í gegn meðal tískuspekúlanta.

Um er að ræða hvítan einfaldan stuttermabol með öflugum skilaboðum, sem eiga vel við í dag - "We should all be feminists" eða við ættum öll að vera femínistar.

María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískuhúsinu fornfræga og bolurinn kemur á hárréttum tíma þar sem nýafstaðin kvennaganga (Women´s March) út um allan heim sló í gegn.

Á Haute Couture tískuvikunni í París á dögunum mátti sjá götutískustjörnur skarta flíkinni góðu og munum við sjá meira af því á næstu mánuðum. Síðan hafa stjörnur á borð við Rihönnu og Natalie Portman sést í bolnum.

Datt annars einhvern tímann úr tísku að vera femínisti? Við höldum ekki. 

Frá götutískunni í París.


×