Golf

Ólafía seint af stað í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía Þórunn á mótinu á Bahama-eyjum.
Ólafía Þórunn á mótinu á Bahama-eyjum. Vísir/Golf.is
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður í hópi síðustu kylfinganna sem ræsir út á öðrum keppnisdegi Pure Silk mótsins á Bahama-eyjum.

Ráshópur Ólafíu á rástíma klukkan 17.37 í dag og er þriðji síðasti hópurinn sem fer af stað í dag. Það má reikna með því að hún verði búin að spila laust fyrir klukkan 22.00 í kvöld.

Ólafía er sem fyrr með þeim Cheyenne Woods og Natalie Gulbis í ráshópi. Okkar kona spilaði best í sínu holli í gær en hún var á tveimur höggum undir pari og er í 37.-49. sæti.

Woods er rétt fyrir neðan niðurskurðarlínuna á 73 höggum en hún lék á pari vallarins. 70 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn.

Gulbis er hins vegar á meðal allra neðstu kylfinga, í 105. sæti, eftir að hafa leikið á fimm höggum yfir pari í gær.

Útsending Golfstöðvarinnar hefst klukkan 16.30 í dag og stendur yfir til klukkan 19.30. Vert er að taka fram að því miður er það ekki á valdi 365 miðla, sem sendir út Golfstöðina, að hafa rýmri útsendingartíma frá mótinu enda ákvörðun mótshaldara að senda út á þessum tíma.

Fylgst verið náið með gengi Ólafíu í dag í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Vil mjólka það að ég sé frá Íslandi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir brýtur í dag blað í sögu íslensks golfs er hún verður fyrsti íslenski kven­kylfingurinn sem keppir á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi. Mótið fer fram á Bahama-eyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×