Hannes opnar sig um kynleiðréttingu föður síns: „Fer ekki að kalla hana mömmu, það er bara fáránlegt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. janúar 2017 12:30 Hannes Óli og Anna Margrét í þættinum 19:10 á Stöð 2 í gær. Hannes Óli Ágústsson, leikari, segist hafa verið lengi að meðtaka breytingarnar sem urðu þegar faðir hans gekkst undir kyn leiðréttingaferli og nú nokkrum árum síður stendur hann á fjölum Borgarleikhússins og tjáir þessa reynslu sína á sviði. Ásgeir Erlendsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Hannes Óla og Önnu Margréti Grétarsdóttur, föður hans. Anna Margrét fæddist karlamaður og lifði sem Ágúst Már Grétarsson fram á sextugsaldur. Á yfirborðinu var líf Ágústs að mestu leyti ekkert frábrugðið líf íslensks fjölskylduföðurs fyrir utan leyndarmál sem fáir vissu af. „Þegar maður var að fara eitthvað erlendis á vegum fyrirtækisins þá var maður alltaf með eitthvað lítið í horninu á töskunni, svona smá búningur,“ segir Anna Margrét. Hún passaði sig þá alltaf á því að vera bara ein, og ekki meðal fólks. Hún segist snemma hafa áttað sig á því að hún hafi verið í röngum líkama. „Ég var svona 15-16 ára. Þá allavega fara koma hugmyndir um það hvað sé í gangi með mig.“ Anna starfar í dag á hjúkrunarheimili í Reykjavík og er glöð með lífið og tilveruna. Sonur hennar Hannes Óli Ágústsson frumsýndi á dögunum nýtt leikrit sem byggt er á sögu Önnu og heitir Hún pabbi. Hannes segir að ferlið hafi verið nokkuð snúið fyrst um sinn fyrir fjölskylduna.Bara venjulegur karl „Ég leit alltaf á pabba sem ótrúlega venjulegan karl og var fjölskyldulífið bara ofboðslega normal,“ segir Hannes Óli. Hannes sá pabba sinn óvart í kvenmannsfötum óvart árið 2005. „Það var algjörlega óvart og þá var ég bara ein heima. Ég nýtti tækifærið til að punta mig pínulítið,“ segir Anna. „Vissulega brá manni töluvert en ég hafði reyndar áður fundið ljósmynd á heimilistölvunni sem gaf til kynna að það væri kannski eitthvað aðeins öðruvísi í gangi.“ Það var síðan í október 2009 sem Anna tók ákvörðun um að mæta í fyrsta sinn opinberlega klædd í kvenmannsföt. Eftir það var ekki aftur snúið. „Það var eins og sálfræðingurinn minn sagði við mig á sínum tíma. Þjóðin veit þegar þrír vita. Þarna var internetið vissulega komið og Facebook og símar með myndavélum. Þetta sprakk allt bara framan í mig.“Bauð syni sínum á kaffihús Pabbi Hannesar boðaði son sinn á fund til að segja honum frá málinu. „Pabbi hringi í mig og biður mig um að hitta sig á kaffihúsi. Það var mjög óvanalegt og mér svona datt í hug að það ætti að segja mér einhverjar fréttir. Eitt af því fyrsta sem poppaði upp í hugann minn var eitthvað tengt þessu. Þetta voru vissulega mjög stórar fréttir en ég tók þessu samt bara mjög vel.“ Hannes segir að hann hafi alltaf verið nokkuð opinn fyrir málinu. Anna segir að það hafi tekið alveg gríðarlega mikið á að segja fjölskyldunni formlega frá. „Þetta er ekkert sem þú ert að gera að gamni þínu og þetta er eitthvað sem er búið að hvíla á þér í marga áratugi. Þú ert búin að vera í felum, þú ert búin að vera ljúga að fólki í öll þessi ár. Ég held stundum hlutunum fast að mér, þó svo að ég sé frekar opin líka,“ segir Anna.Lengi að meðtaka „Fyrst er maður rosalega lengi að meðtaka þetta og bara hugsa um þetta. Ég hugsaði samt strax að ef þetta væri svona, þá myndi ég ekki vilja halda þessu leyndu fyrir fólki. Ég hef alltaf verið tilbúinn að opna á þetta. Auðvitað eru allskonar leiðindi sem fylgja þessu eins og skilnaður foreldra minna og alveg nýtt fjölskylduminnstur að einhverju leyti.“ Hannes segir að þegar árin liðu varð þetta alltaf meira og meira eðlilegt fyrir hann. „í daglegu lífi finn ég mest fyrir þessu þegar ég ruglast á persónufornöfnum og beygingum orðum. Það er kannski stóri lærdómurinn í þessu, það verður voðalega lítil karakterbreyting á pabba mínum. Þetta er ennþá sama manneskjan, með öllum sínum kostum og göllum.“ Pabbi Hannesar hélt áfram að vera pabbi hans. „Ég sagði alltaf bara pabbi og hún sagði ekki neitt. Mér finnst liggur við ekki taka því að breyta úr þessu. Pabbi er bara pabbi minn og ég á mömmu líka. Ég fer ekki að kalla hana mömmu, það er bara fáránlegt.“ Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hannes Óli Ágústsson, leikari, segist hafa verið lengi að meðtaka breytingarnar sem urðu þegar faðir hans gekkst undir kyn leiðréttingaferli og nú nokkrum árum síður stendur hann á fjölum Borgarleikhússins og tjáir þessa reynslu sína á sviði. Ásgeir Erlendsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Hannes Óla og Önnu Margréti Grétarsdóttur, föður hans. Anna Margrét fæddist karlamaður og lifði sem Ágúst Már Grétarsson fram á sextugsaldur. Á yfirborðinu var líf Ágústs að mestu leyti ekkert frábrugðið líf íslensks fjölskylduföðurs fyrir utan leyndarmál sem fáir vissu af. „Þegar maður var að fara eitthvað erlendis á vegum fyrirtækisins þá var maður alltaf með eitthvað lítið í horninu á töskunni, svona smá búningur,“ segir Anna Margrét. Hún passaði sig þá alltaf á því að vera bara ein, og ekki meðal fólks. Hún segist snemma hafa áttað sig á því að hún hafi verið í röngum líkama. „Ég var svona 15-16 ára. Þá allavega fara koma hugmyndir um það hvað sé í gangi með mig.“ Anna starfar í dag á hjúkrunarheimili í Reykjavík og er glöð með lífið og tilveruna. Sonur hennar Hannes Óli Ágústsson frumsýndi á dögunum nýtt leikrit sem byggt er á sögu Önnu og heitir Hún pabbi. Hannes segir að ferlið hafi verið nokkuð snúið fyrst um sinn fyrir fjölskylduna.Bara venjulegur karl „Ég leit alltaf á pabba sem ótrúlega venjulegan karl og var fjölskyldulífið bara ofboðslega normal,“ segir Hannes Óli. Hannes sá pabba sinn óvart í kvenmannsfötum óvart árið 2005. „Það var algjörlega óvart og þá var ég bara ein heima. Ég nýtti tækifærið til að punta mig pínulítið,“ segir Anna. „Vissulega brá manni töluvert en ég hafði reyndar áður fundið ljósmynd á heimilistölvunni sem gaf til kynna að það væri kannski eitthvað aðeins öðruvísi í gangi.“ Það var síðan í október 2009 sem Anna tók ákvörðun um að mæta í fyrsta sinn opinberlega klædd í kvenmannsföt. Eftir það var ekki aftur snúið. „Það var eins og sálfræðingurinn minn sagði við mig á sínum tíma. Þjóðin veit þegar þrír vita. Þarna var internetið vissulega komið og Facebook og símar með myndavélum. Þetta sprakk allt bara framan í mig.“Bauð syni sínum á kaffihús Pabbi Hannesar boðaði son sinn á fund til að segja honum frá málinu. „Pabbi hringi í mig og biður mig um að hitta sig á kaffihúsi. Það var mjög óvanalegt og mér svona datt í hug að það ætti að segja mér einhverjar fréttir. Eitt af því fyrsta sem poppaði upp í hugann minn var eitthvað tengt þessu. Þetta voru vissulega mjög stórar fréttir en ég tók þessu samt bara mjög vel.“ Hannes segir að hann hafi alltaf verið nokkuð opinn fyrir málinu. Anna segir að það hafi tekið alveg gríðarlega mikið á að segja fjölskyldunni formlega frá. „Þetta er ekkert sem þú ert að gera að gamni þínu og þetta er eitthvað sem er búið að hvíla á þér í marga áratugi. Þú ert búin að vera í felum, þú ert búin að vera ljúga að fólki í öll þessi ár. Ég held stundum hlutunum fast að mér, þó svo að ég sé frekar opin líka,“ segir Anna.Lengi að meðtaka „Fyrst er maður rosalega lengi að meðtaka þetta og bara hugsa um þetta. Ég hugsaði samt strax að ef þetta væri svona, þá myndi ég ekki vilja halda þessu leyndu fyrir fólki. Ég hef alltaf verið tilbúinn að opna á þetta. Auðvitað eru allskonar leiðindi sem fylgja þessu eins og skilnaður foreldra minna og alveg nýtt fjölskylduminnstur að einhverju leyti.“ Hannes segir að þegar árin liðu varð þetta alltaf meira og meira eðlilegt fyrir hann. „í daglegu lífi finn ég mest fyrir þessu þegar ég ruglast á persónufornöfnum og beygingum orðum. Það er kannski stóri lærdómurinn í þessu, það verður voðalega lítil karakterbreyting á pabba mínum. Þetta er ennþá sama manneskjan, með öllum sínum kostum og göllum.“ Pabbi Hannesar hélt áfram að vera pabbi hans. „Ég sagði alltaf bara pabbi og hún sagði ekki neitt. Mér finnst liggur við ekki taka því að breyta úr þessu. Pabbi er bara pabbi minn og ég á mömmu líka. Ég fer ekki að kalla hana mömmu, það er bara fáránlegt.“
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira