Í minningu Birnu Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 25. janúar 2017 07:00 Síðustu dagar hafa verið hjúpaðir sorg og flóknum tilfinningum. Flest hefur vikið til hliðar en landsmenn verið með allan hugann við afdrif Birnu og líðan fólksins hennar. Ég gæti t.d. trúað að fleiri en ég vissu lítið sem ekkert um fyrstu verk nýrrar ríkisstjórnar. Allt í einu var líka annað viðhorf þegar við horfðum á leiki strákanna okkar á HM. Við horfðum á handboltann með öðrum augum, þakklát að sjá þetta unga lið sem á framtíðina fyrir sér og sigur eða tap varð ekki stóra málið. Skyndilega særði kvenfyrirlitning Trumps Bandaríkjaforseta okkur líka með alveg nýjum hætti. Tölum um tilfinningar. Fyrst þarf að segja að tilfinningar eru hvorki réttar eða rangar. Sumar eru velkomnar en aðrar finnast okkur varhugaverðar. Samt er mikilvægt að skoða þær allar með umhyggju og hafna þeim ekki. Reiði er t.d. tilfinning sem oft fylgir sorg, ekki síst þegar áföll ber að með hræðilegum hætti. Við eigum ekki að skammast okkar fyrir að vera reið því þá missum við af því sem reiðin þarf að segja okkur. Reiði er alltaf viðbrögð við ótta, og þótt reiðin sé ekki endilega skynsöm þegar hún tjáir sig er ekki víst að óttinn sé ástæðulaus. Við erum mörg reið vegna þess að ráðist hefur verið á varnarlausa manneskju og hrifsað af henni lífið og fólkið hennar og samfélagið allt varð fyrir tjóni sem aldrei verður bætt. Þess vegna erum við óttaslegin, við þurfum að taka ábyrgð á reiði okkar og nota kraft hennar til uppbyggingar. Með dýrkeyptum hætti hefur íslensk þjóð verið minnt á hvað skiptir raunverulegu máli; börnin okkar og afdrif þeirra. Guð blessi minningu Birnu Brjánsdóttur og allra annarra sem hrifsuð hafa verið frá okkur í blóma lífsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Síðustu dagar hafa verið hjúpaðir sorg og flóknum tilfinningum. Flest hefur vikið til hliðar en landsmenn verið með allan hugann við afdrif Birnu og líðan fólksins hennar. Ég gæti t.d. trúað að fleiri en ég vissu lítið sem ekkert um fyrstu verk nýrrar ríkisstjórnar. Allt í einu var líka annað viðhorf þegar við horfðum á leiki strákanna okkar á HM. Við horfðum á handboltann með öðrum augum, þakklát að sjá þetta unga lið sem á framtíðina fyrir sér og sigur eða tap varð ekki stóra málið. Skyndilega særði kvenfyrirlitning Trumps Bandaríkjaforseta okkur líka með alveg nýjum hætti. Tölum um tilfinningar. Fyrst þarf að segja að tilfinningar eru hvorki réttar eða rangar. Sumar eru velkomnar en aðrar finnast okkur varhugaverðar. Samt er mikilvægt að skoða þær allar með umhyggju og hafna þeim ekki. Reiði er t.d. tilfinning sem oft fylgir sorg, ekki síst þegar áföll ber að með hræðilegum hætti. Við eigum ekki að skammast okkar fyrir að vera reið því þá missum við af því sem reiðin þarf að segja okkur. Reiði er alltaf viðbrögð við ótta, og þótt reiðin sé ekki endilega skynsöm þegar hún tjáir sig er ekki víst að óttinn sé ástæðulaus. Við erum mörg reið vegna þess að ráðist hefur verið á varnarlausa manneskju og hrifsað af henni lífið og fólkið hennar og samfélagið allt varð fyrir tjóni sem aldrei verður bætt. Þess vegna erum við óttaslegin, við þurfum að taka ábyrgð á reiði okkar og nota kraft hennar til uppbyggingar. Með dýrkeyptum hætti hefur íslensk þjóð verið minnt á hvað skiptir raunverulegu máli; börnin okkar og afdrif þeirra. Guð blessi minningu Birnu Brjánsdóttur og allra annarra sem hrifsuð hafa verið frá okkur í blóma lífsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun