Þrenna hjá Skoda Fabia Finnur Thorlacius skrifar 24. janúar 2017 09:10 Skoda Fabia af langbaksgerð. Borgarsmábíllinn Skoda Fabia hlaut nýverið bresku Car of the Year verðlaunin sem besti smábíll ársins 2017. Það er bílatímaritið What Car? sem stendur fyrir verðlaunaveitingunni, sem teljast þau virtustu í Bretlandi. Þetta er þriðja árið í röð sem Fabia skýtur samkeppninni ref fyrir rass og er valinn besti bíllinn í flokki smábíla. Dómnefndin sagði eina af ástæðunum fyrir sigrinum vera þá að hann sé ekki aðeins lipur í borgarakstri heldur einnig þægilegri á vegum úti en margir mun stærri bílar.Mikið var lagt í nýtt útlit þriðju kynslóðar Fabia sem kom á markað árið 2014. Skilvirk hönnunin nær niður í minnstu smáatriði og kristallast í skörpum útlínum, þrívíðri lögun og samspili ljóss og skugga. Stílhreint útlitið undirstrikar áhrifin frá af tékkneskum kúbisma og kristalshönnun og árið 2015 landaði Skoda Fabia Red Dot-verðlaununum fyrir framúrskarandi vöruhönnun. Þessi eftirsóttu verðlaun eru veitt árlega af sérvalinni dómnefnd sérfræðinga í einni stærstu hönnunarkeppni heims, The Red Dot Design Award, og er enn ein fjöðurin í hatt þessa vinsæla bíls. Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent
Borgarsmábíllinn Skoda Fabia hlaut nýverið bresku Car of the Year verðlaunin sem besti smábíll ársins 2017. Það er bílatímaritið What Car? sem stendur fyrir verðlaunaveitingunni, sem teljast þau virtustu í Bretlandi. Þetta er þriðja árið í röð sem Fabia skýtur samkeppninni ref fyrir rass og er valinn besti bíllinn í flokki smábíla. Dómnefndin sagði eina af ástæðunum fyrir sigrinum vera þá að hann sé ekki aðeins lipur í borgarakstri heldur einnig þægilegri á vegum úti en margir mun stærri bílar.Mikið var lagt í nýtt útlit þriðju kynslóðar Fabia sem kom á markað árið 2014. Skilvirk hönnunin nær niður í minnstu smáatriði og kristallast í skörpum útlínum, þrívíðri lögun og samspili ljóss og skugga. Stílhreint útlitið undirstrikar áhrifin frá af tékkneskum kúbisma og kristalshönnun og árið 2015 landaði Skoda Fabia Red Dot-verðlaununum fyrir framúrskarandi vöruhönnun. Þessi eftirsóttu verðlaun eru veitt árlega af sérvalinni dómnefnd sérfræðinga í einni stærstu hönnunarkeppni heims, The Red Dot Design Award, og er enn ein fjöðurin í hatt þessa vinsæla bíls.
Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent