Ferrari Eric Clapton til sölu Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2017 16:18 Ferrari F40, áður í eigu Eric Clapton. Ferrari F40 bíll sem áður var í eigu Eric Clapton er nú til sölu, en tónlistargoðið átti þennan bíl á árunum 2000 til 2003. Hann hefur síðan verið í eigu þess sem keypti hann af Clapton, en sá ætlar aðeins að fækka í bílskúrnum og biður aðeins um 1,1 milljón dollara fyrir bílinn, eða 125 milljónir króna. Það telst almennt ekki hátt verð fyrir svona bíla, en ef þeir eru í “Excellent” eða Concours” ástandi er söluverð þeirra venjulega á bilinu 1,6 til 1,75 milljónir dollara. Þessi Ferrari F40 er af árgerð 1991 og aðeins ekinn 18.900 kílómetra. Bíllinn er með Rosso Corsa ytra útliti og það leiðir svo inn í bílinn líka því innréttingin er í samskonar rauðum lit. Í bílnum er 2,9 lítra V8 vél, 471 hestafl og með 576 Nm togi. Eric Clapton er þekktur fyrir brennandi áhuga sinn á bílum og ekki síst Ferrari bílum. Fyrir 4 árum pantaði hann sér til dæmis sérsmíðaðan Ferrari bíl byggðan á Ferrari 458 Italia og borgaði fyrir það 4,7 milljónir dollara, eða 535 milljónir króna. Hann hefur víst efni á því kallinn og bílasafn hans er æði stórt. Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent
Ferrari F40 bíll sem áður var í eigu Eric Clapton er nú til sölu, en tónlistargoðið átti þennan bíl á árunum 2000 til 2003. Hann hefur síðan verið í eigu þess sem keypti hann af Clapton, en sá ætlar aðeins að fækka í bílskúrnum og biður aðeins um 1,1 milljón dollara fyrir bílinn, eða 125 milljónir króna. Það telst almennt ekki hátt verð fyrir svona bíla, en ef þeir eru í “Excellent” eða Concours” ástandi er söluverð þeirra venjulega á bilinu 1,6 til 1,75 milljónir dollara. Þessi Ferrari F40 er af árgerð 1991 og aðeins ekinn 18.900 kílómetra. Bíllinn er með Rosso Corsa ytra útliti og það leiðir svo inn í bílinn líka því innréttingin er í samskonar rauðum lit. Í bílnum er 2,9 lítra V8 vél, 471 hestafl og með 576 Nm togi. Eric Clapton er þekktur fyrir brennandi áhuga sinn á bílum og ekki síst Ferrari bílum. Fyrir 4 árum pantaði hann sér til dæmis sérsmíðaðan Ferrari bíl byggðan á Ferrari 458 Italia og borgaði fyrir það 4,7 milljónir dollara, eða 535 milljónir króna. Hann hefur víst efni á því kallinn og bílasafn hans er æði stórt.
Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent