Allt undir á stærsta sviði í sögu HM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 06:00 Guðjón Valur segir að Íslendingar verði að trúa á sigur gegn Frökkum í dag. vísir/epa Það var létt yfir landsliðsfyrirliðanum Guðjóni Val Sigurðssyni er hann var tiltölulega nýkominn til Lille frá Metz þar sem landsliðið spilaði í riðlakeppni HM. Framundan er úrslitaleikur gegn sjálfum Frökkum á þeirra heimavelli og fyrir framan fleiri áhorfendur en nokkurn tímann hafa mætt á leik á HM. Það er nefnilega búið að breyta knattspyrnuvellinum glæsilega Stade Pierre Mauroy í 28 þúsund manna handboltavöll. Völlurinn tekur 50 þúsund þegar spiluð er knattspyrna þarna. Undirritaður kom í höllina í gær og getur staðfest að umgjörðin er hrikalega flott. Þetta verður svo sannarlega ekki eins og bara einhver leikur. Mest hafa 25 þúsund manns mætt á leik á HM en það met fellur væntanlega í kvöld. „Það er óhætt að segja að þetta sé stærsta sviðið í sögu HM. Við höfum nokkrir tekið þátt í álíka stórum viðburðum. Þetta er æðislegt og frábært. Flott svið til að fá að sýna sig og sanna,“ segir Guðjón Valur en hann spilaði meðal annars handbolta á Parken er hann lék með ofurliði AG frá Kaupmannahöfn á sínum tíma. „Þetta er heldur betur áskorun. Það er væntanlega ekki hægt að mæta sterkara liði. Maður verður betri á því að spila við þá bestu. Það er bara tilhlökkun fyrir þessu verkefni.“ Það finnast eflaust ekki margir sem hafa trú á því að Ísland vinni þennan leik en strákarnir trúa því að þeir geti velgt Frökkunum undir uggum. „Að sjálfsögðu eigum við möguleika. Lið eiga alltaf möguleika en ef maður á að vera hreinskilinn þá myndum við kannski vinna einn af 10 eða 20 leikjum gegn þeim en maður hefur margoft hrifist af litla liðinu í leikjum og það hafa verið gerðar margar Hollywood-myndir um lið sem hafa náð óvæntum árangri. Það er mikilvægast að við höfum trú á þessu. Þetta er vissulega erfitt og risavaxið verkefni en lykillinn hjá okkur er að hafa trú á okkur,“ sagði fyrirliðinn ákveðinn og tíndi til marga góða hluti í leik íslenska liðsins. „Ef sóknarleikurinn hjá okkur verður þokkalegur og við náum að stöðva hraðaupphlaupin þeirra þá er allt hægt. Ég trúi því og lykilatriði er að við trúum því allir.“ Guðjón Valur tók þátt í leiknum ótrúlega gegn Frökkum á HM 2007 er enginn átti von á öðru en íslensku tapi. Á endanum varð íslenska liðið að passa sig á því að vinna ekki of stórt. Þar má sækja innblástur. „Við erum ekki enn farnir að horfa á þann leik en það er gott dæmi um hvar okkur tókst að koma á óvart. Við erum kannski fáir eftir sem spiluðum þar en menn fá innblástur við að sjá og rifja slíka leiki upp. Þá var búið að afskrifa okkur og HSÍ örugglega búið að bóka okkur heim,“ segir Guðjón Valur en heimamenn ætlast til þess að þeirra menn tæti íslenska liðið í sig. „Það er jákvætt fyrir okkur. Þeir mega vera með jákvæðan hroka því þeir hafa efni á því. Þeir hafa unnið fyrir því en það er ekki þar með sagt að við ætlum að leggjast niður og gefast upp. Við munum mæta með baráttuna að vopni. Það má segja ýmislegt um okkar leik en að við gefumst upp skal aldrei verða sagt um íslenska landsliðið.“ HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Sjá meira
Það var létt yfir landsliðsfyrirliðanum Guðjóni Val Sigurðssyni er hann var tiltölulega nýkominn til Lille frá Metz þar sem landsliðið spilaði í riðlakeppni HM. Framundan er úrslitaleikur gegn sjálfum Frökkum á þeirra heimavelli og fyrir framan fleiri áhorfendur en nokkurn tímann hafa mætt á leik á HM. Það er nefnilega búið að breyta knattspyrnuvellinum glæsilega Stade Pierre Mauroy í 28 þúsund manna handboltavöll. Völlurinn tekur 50 þúsund þegar spiluð er knattspyrna þarna. Undirritaður kom í höllina í gær og getur staðfest að umgjörðin er hrikalega flott. Þetta verður svo sannarlega ekki eins og bara einhver leikur. Mest hafa 25 þúsund manns mætt á leik á HM en það met fellur væntanlega í kvöld. „Það er óhætt að segja að þetta sé stærsta sviðið í sögu HM. Við höfum nokkrir tekið þátt í álíka stórum viðburðum. Þetta er æðislegt og frábært. Flott svið til að fá að sýna sig og sanna,“ segir Guðjón Valur en hann spilaði meðal annars handbolta á Parken er hann lék með ofurliði AG frá Kaupmannahöfn á sínum tíma. „Þetta er heldur betur áskorun. Það er væntanlega ekki hægt að mæta sterkara liði. Maður verður betri á því að spila við þá bestu. Það er bara tilhlökkun fyrir þessu verkefni.“ Það finnast eflaust ekki margir sem hafa trú á því að Ísland vinni þennan leik en strákarnir trúa því að þeir geti velgt Frökkunum undir uggum. „Að sjálfsögðu eigum við möguleika. Lið eiga alltaf möguleika en ef maður á að vera hreinskilinn þá myndum við kannski vinna einn af 10 eða 20 leikjum gegn þeim en maður hefur margoft hrifist af litla liðinu í leikjum og það hafa verið gerðar margar Hollywood-myndir um lið sem hafa náð óvæntum árangri. Það er mikilvægast að við höfum trú á þessu. Þetta er vissulega erfitt og risavaxið verkefni en lykillinn hjá okkur er að hafa trú á okkur,“ sagði fyrirliðinn ákveðinn og tíndi til marga góða hluti í leik íslenska liðsins. „Ef sóknarleikurinn hjá okkur verður þokkalegur og við náum að stöðva hraðaupphlaupin þeirra þá er allt hægt. Ég trúi því og lykilatriði er að við trúum því allir.“ Guðjón Valur tók þátt í leiknum ótrúlega gegn Frökkum á HM 2007 er enginn átti von á öðru en íslensku tapi. Á endanum varð íslenska liðið að passa sig á því að vinna ekki of stórt. Þar má sækja innblástur. „Við erum ekki enn farnir að horfa á þann leik en það er gott dæmi um hvar okkur tókst að koma á óvart. Við erum kannski fáir eftir sem spiluðum þar en menn fá innblástur við að sjá og rifja slíka leiki upp. Þá var búið að afskrifa okkur og HSÍ örugglega búið að bóka okkur heim,“ segir Guðjón Valur en heimamenn ætlast til þess að þeirra menn tæti íslenska liðið í sig. „Það er jákvætt fyrir okkur. Þeir mega vera með jákvæðan hroka því þeir hafa efni á því. Þeir hafa unnið fyrir því en það er ekki þar með sagt að við ætlum að leggjast niður og gefast upp. Við munum mæta með baráttuna að vopni. Það má segja ýmislegt um okkar leik en að við gefumst upp skal aldrei verða sagt um íslenska landsliðið.“
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Sjá meira