Viðskipti innlent

Allar til­nefningar til Ís­lensku vef­verð­launanna 2016

Tinni Sveinsson skrifar
Vefir Sjóvá, Reykjavík Excursion, Varðar tryggingafélags, Ársskýrsla Landsbankans 2015 og nýr vefur Eimskips eru tilnefndir í flokki stærri fyrirtækja.
Vefir Sjóvá, Reykjavík Excursion, Varðar tryggingafélags, Ársskýrsla Landsbankans 2015 og nýr vefur Eimskips eru tilnefndir í flokki stærri fyrirtækja.
Samtök vefiðnaðarins birtu rétt í þessu tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu 27. janúar.

„Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða,“ segir í fréttatilkynningu en þetta er í 16. skipti sem verðlaunin eru veitt.

Hægt er að kynna sér allar tilnefningar á vefnum vefverdlaun.is.

Íslensku vefverðlaunin eru veitt í 13 flokkum en fjöldinn endurspeglar breidd þeirra verkefna sem vefiðnaðurinn á Íslandi kemur að.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir tilnefnda vefi í 11 flokkum en auk þeirra veitir dómnefnd verðlaun fyrir vefi sem skara fram úr í flokkunum Hönnun og viðmót og Vefur ársins. Í dómnefnd eru sjö aðilar sem starfa innan vefiðnaðarins en hulunni verður svipt af henni á verðlaunahafhendingunni sjálfri.

Verðlaunin verða veitt sem fyrr segir í Hörpu 27. janúar. Húsið opnar klukkan 17.30 og er athöfnin öllum opin

Sama dag stendur SVEF fyrir ráðstefnunni Iceweb í Hörpunni. Hægt er að kynna sér ráðstefnuna nánar á vefnum 2017.iceweb.is.

Fyrirtækjavefur ársins, lítil og meðalstór fyrirtæki

Fyrirtækjavefur ársins, stærri fyrirtæki, 50+

Efnis- og fréttaveita ársins

Opinberi vefur ársins

Markaðsvefur ársins

App ársins

Vefapp ársins

Samfélagsvefur ársins

Vefverslun ársins

Innri vefur ársins

  • Flugan - innri vefur Isavia, Sendiráðið og Funksjón vefráðgjöf
  • Innranet Logos lögfræðistofu, Sendiráðið
  • Team 66, Premis
  • Uppfærður innrivefur Póstsins, Vettvangur
  • Þjónustuvefur Ljósleiðarans, Kosmos & kaos og Koala ráðgjöf
Vefkerfi ársins


Tengdar fréttir

QuizUp með tvenn verðlaun

Nikitaclothing.com var valinn besti vefurinn á íslensku vefverðlaununum, sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Gamla Bíói í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×