Útilegupeysan komin í hendur Bjarkar Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. janúar 2017 10:00 Hrefna prjónaði peysuna eftir eigin höfði og í þeim tilgangi að nota í útilegur. Vísir/Ernir „Þetta var nú svolítið fyndið. Ég prjónaði þessa peysu fyrir mörgum, mörgum árum síðan,“ segir prjónaáhugakonan Hrefna Einarsdóttir. Hrefna rak heldur betur upp stór augu um árið þegar hún kom auga á Björk Guðmundsdóttur í peysu sem hún prjónaði einum þrjátíu árum áður, en þessu segir hún frá á Facebook nú fyrir stuttu.Björk í peysunni sem Hrefna prjónaði.Vísir/GVA„Ég notaði hana sem útilegupeysu því að hún nær alveg niður á miðja kálfa og er hlý og góð. Svo minnkaði þetta útilegustand á manni og þá var þessi peysa búin að liggja uppi í skáp hjá mér í mörg ár svo ég ákvað bara að taka af skarið og gefa hana í Rauða krossinn,“ segir Hrefna. „Ég man ekki nákvæmar tímasetningar, en ég sá Björk í mótmælum í fréttunum og þá sá ég það að hún var komin í peysuna – hún hlýtur að hafa keypt hana í Rauða krossinum, það er eina skýringin sem ég kann á þessu.“Dóttir Hrefnu tók nokkrar útilegur í peysunni góðu.„Það er alveg svolítið mikið langt síðan ég prjónaði hana. Ætli það hafi ekki bara verið í kringum 1986, jafnvel 1988. Það er saga í þessari peysu – hún var tekin með í margar útilegur,“ segir Hrefna. „Dóttir mín fékk hana líka lánaða í einhverjar útilegur, þannig að þessi peysa hefur fengið að fara víða.“ Hrefna segist sjálf hafa hannað peysuna sem óhætt er að segja að hafi verið á ferðalagi síðan. „Ég hannaði hana bara sjálf, þetta er ekki eftir neinni uppskrift. Ég settist bara niður og prjónaði eina stóra og góða fyrir útilegu, það var markmiðið. Ég man ekki lengur hversu lengi ég var að prjóna þetta, það er orðið svolítið langt síðan, heil þrjátíu ár – þetta dofnar í minningunni.“ Björk Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
„Þetta var nú svolítið fyndið. Ég prjónaði þessa peysu fyrir mörgum, mörgum árum síðan,“ segir prjónaáhugakonan Hrefna Einarsdóttir. Hrefna rak heldur betur upp stór augu um árið þegar hún kom auga á Björk Guðmundsdóttur í peysu sem hún prjónaði einum þrjátíu árum áður, en þessu segir hún frá á Facebook nú fyrir stuttu.Björk í peysunni sem Hrefna prjónaði.Vísir/GVA„Ég notaði hana sem útilegupeysu því að hún nær alveg niður á miðja kálfa og er hlý og góð. Svo minnkaði þetta útilegustand á manni og þá var þessi peysa búin að liggja uppi í skáp hjá mér í mörg ár svo ég ákvað bara að taka af skarið og gefa hana í Rauða krossinn,“ segir Hrefna. „Ég man ekki nákvæmar tímasetningar, en ég sá Björk í mótmælum í fréttunum og þá sá ég það að hún var komin í peysuna – hún hlýtur að hafa keypt hana í Rauða krossinum, það er eina skýringin sem ég kann á þessu.“Dóttir Hrefnu tók nokkrar útilegur í peysunni góðu.„Það er alveg svolítið mikið langt síðan ég prjónaði hana. Ætli það hafi ekki bara verið í kringum 1986, jafnvel 1988. Það er saga í þessari peysu – hún var tekin með í margar útilegur,“ segir Hrefna. „Dóttir mín fékk hana líka lánaða í einhverjar útilegur, þannig að þessi peysa hefur fengið að fara víða.“ Hrefna segist sjálf hafa hannað peysuna sem óhætt er að segja að hafi verið á ferðalagi síðan. „Ég hannaði hana bara sjálf, þetta er ekki eftir neinni uppskrift. Ég settist bara niður og prjónaði eina stóra og góða fyrir útilegu, það var markmiðið. Ég man ekki lengur hversu lengi ég var að prjóna þetta, það er orðið svolítið langt síðan, heil þrjátíu ár – þetta dofnar í minningunni.“
Björk Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira