Næsta kynslóð VW Golf GTI verður Hybrid Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2017 09:38 Volkswagen Golf GTI Clubsport. Nýr Golf GTI mun ná hestaflafjölda hans. Þó svo lakkið hafi rétt þornað af sjöundu kynslóð VW Golf GTI hefur Volkswagen unnið að þróun áttundu kynslóðar Golf GTI í eina 12 mánuði. Innanbúðarheimildir í Volkswagen herma að þessi næsta kynslóð bílsins verði með Hybrid kerfi og mun hún koma á markað árið 2020 en verða kynnt árið 2019. Hybrid kerfið í Golf GTI á að tryggja nægt afl á lægsta snúningssviði bílsins og til þess gert að lækka eyðslu bílsins í leiðinni. Auk þess mun bíllinn fá rafrænt drifna forþjöppu sem vinnur á 48 volta spennu. Áfram verður hin þekkt 2,0 lítra bensínvél í bílnum en vélinni verður breytt til aðlögunar þessarar framúrstefnulegu forþjöppu. Fyrir vikið verður bíllinn mun aflmeiri og krafturinn til staðar á mun breiðara snúningssviði. Bíllinn mun fá auk þess tveggja kúplinga og 7 gíra sjálfskiptingu, en engar upplýsingar eru um hvort að bíllinn verði áfram boðinn beinskiptur. Búist er við því að aflið aukist í um 265 hestöfl, eða svipað afl og fyrirfinnst í núverandi Clubsport útgáfu bílsins sem kynntur var árið 2015. Sá bíll er auk þess með “overboost”-kerfi sem kreistir út 290 hestöfl við mesta álag. Dugar það afl í um það bil 10 sekúndur. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að bíllinn muni þyngjast með tilkomu Hybrid kerfisins því heimildir herma að bíllinn muni léttast um 50 kíló milli kynslóða. Volkswagen er einnig með hugmyndir um að bjóða Golf GTI sem hreinræktaðan rafmagnsbíl við enda áratugarins. Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent
Þó svo lakkið hafi rétt þornað af sjöundu kynslóð VW Golf GTI hefur Volkswagen unnið að þróun áttundu kynslóðar Golf GTI í eina 12 mánuði. Innanbúðarheimildir í Volkswagen herma að þessi næsta kynslóð bílsins verði með Hybrid kerfi og mun hún koma á markað árið 2020 en verða kynnt árið 2019. Hybrid kerfið í Golf GTI á að tryggja nægt afl á lægsta snúningssviði bílsins og til þess gert að lækka eyðslu bílsins í leiðinni. Auk þess mun bíllinn fá rafrænt drifna forþjöppu sem vinnur á 48 volta spennu. Áfram verður hin þekkt 2,0 lítra bensínvél í bílnum en vélinni verður breytt til aðlögunar þessarar framúrstefnulegu forþjöppu. Fyrir vikið verður bíllinn mun aflmeiri og krafturinn til staðar á mun breiðara snúningssviði. Bíllinn mun fá auk þess tveggja kúplinga og 7 gíra sjálfskiptingu, en engar upplýsingar eru um hvort að bíllinn verði áfram boðinn beinskiptur. Búist er við því að aflið aukist í um 265 hestöfl, eða svipað afl og fyrirfinnst í núverandi Clubsport útgáfu bílsins sem kynntur var árið 2015. Sá bíll er auk þess með “overboost”-kerfi sem kreistir út 290 hestöfl við mesta álag. Dugar það afl í um það bil 10 sekúndur. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að bíllinn muni þyngjast með tilkomu Hybrid kerfisins því heimildir herma að bíllinn muni léttast um 50 kíló milli kynslóða. Volkswagen er einnig með hugmyndir um að bjóða Golf GTI sem hreinræktaðan rafmagnsbíl við enda áratugarins.
Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent