Jón Jónsson var leynivopn Ólafíu og hann fór hjá sér: "Maður roðnar bara“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2017 09:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var með lag á heilanum eftir Jón Jónsson. vísir/pjetur/golf.is/seth Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk keppni á sínu fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni í golfi í gær með miklum stæl en hún fór lokahringinn á tveimur höggum undir pari vallarins. Hún spilaði þrjá daga af fjórum undir pari og endaði á fimm höggum undir. Frábær frumraun. Eftir slæman þriðja dag reif hún sig í gang í gær og kom sér aftur undir parið við nokkuð krefjandi aðstæður. Mikið rok var á Bahamaeyjum þar sem fyrsta LPGA-mót ársins fór fram en Ólafía er ýmsu vön frá því að spila á Íslandi.Sjá einnig:Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn sagði í viðtali við golf.is í gær frá leynivopni sínu á lokahringnum. Hún var með lag á heilanum allan hringinn sem hjálpaði henni að slaka á og halda einbeitingu. „Þetta var venjulegur dagur hjá mér miðað við það sem var í gangi í gær. Mér leið vel þegar ég vaknaði í morgun og ég vissi að þetta yrði allt öðruvísi en á þriðja hringnum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við golf.is eftir lokahringinn. „Ég var með lag á heilanum á öllum hringnum eftir Jón Jónsson, Your Day, og það má þakka Thomas Bojanowski kærastanum mínum og aðstoðarmanni mínum í þessu móti fyrir það lagaval. Gott „sálfræðitrix“ hjá honum,“ sagði Ólafía Þórunn. Hafnfirðingurinn Jón Jónsson er hæfileikaríkur maður en fyrir utan að vera einn ástsælasti tónlistarmaður landsins er hann einnig tvöfaldur Íslandsmeistari með FH í Pepsi-deild karla í fótbolta Hann, eins og allir aðrir, var að fylgjast með Ólafíu Þórunni í gær og endurtístaði tísti Golfsambandsins þar sem vitnað var í þessi orð hennar. Sjálfur sagði Jón Jónsson: „Maður roðnar bara.“ Gott að okkar besta fólk getur hjálpast að.Maður roðnar bara https://t.co/4TKvG3jd3x— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) January 29, 2017 Golf Tengdar fréttir Fjórði hringurinn var mun líkari fyrstu tveimur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn náði sér aftur á strik og lék á tveimur höggum undir pari á lokahring Pure Silk Championship sem er hluti af LPGA-mótaröðinni en Ólafía lék á fimm höggum undir pari í frumraun sinni í þessari sterkustu atvinnumannamótaröð heims. 29. janúar 2017 20:00 Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær. 30. janúar 2017 06:00 Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn hafnaði í 69.-72. sæti á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni og fékk rúmlega 320 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir árangurinn en það gæti reynst henni dýrmætt seinna á árinu. 29. janúar 2017 21:48 Ólafía Þórunn lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Pure Silk Championship-mótinu á tveimur höggum undir pari en hún hafnaði í 69-72. sæti í frumraun sinni í sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum. 29. janúar 2017 19:30 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk keppni á sínu fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni í golfi í gær með miklum stæl en hún fór lokahringinn á tveimur höggum undir pari vallarins. Hún spilaði þrjá daga af fjórum undir pari og endaði á fimm höggum undir. Frábær frumraun. Eftir slæman þriðja dag reif hún sig í gang í gær og kom sér aftur undir parið við nokkuð krefjandi aðstæður. Mikið rok var á Bahamaeyjum þar sem fyrsta LPGA-mót ársins fór fram en Ólafía er ýmsu vön frá því að spila á Íslandi.Sjá einnig:Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn sagði í viðtali við golf.is í gær frá leynivopni sínu á lokahringnum. Hún var með lag á heilanum allan hringinn sem hjálpaði henni að slaka á og halda einbeitingu. „Þetta var venjulegur dagur hjá mér miðað við það sem var í gangi í gær. Mér leið vel þegar ég vaknaði í morgun og ég vissi að þetta yrði allt öðruvísi en á þriðja hringnum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við golf.is eftir lokahringinn. „Ég var með lag á heilanum á öllum hringnum eftir Jón Jónsson, Your Day, og það má þakka Thomas Bojanowski kærastanum mínum og aðstoðarmanni mínum í þessu móti fyrir það lagaval. Gott „sálfræðitrix“ hjá honum,“ sagði Ólafía Þórunn. Hafnfirðingurinn Jón Jónsson er hæfileikaríkur maður en fyrir utan að vera einn ástsælasti tónlistarmaður landsins er hann einnig tvöfaldur Íslandsmeistari með FH í Pepsi-deild karla í fótbolta Hann, eins og allir aðrir, var að fylgjast með Ólafíu Þórunni í gær og endurtístaði tísti Golfsambandsins þar sem vitnað var í þessi orð hennar. Sjálfur sagði Jón Jónsson: „Maður roðnar bara.“ Gott að okkar besta fólk getur hjálpast að.Maður roðnar bara https://t.co/4TKvG3jd3x— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) January 29, 2017
Golf Tengdar fréttir Fjórði hringurinn var mun líkari fyrstu tveimur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn náði sér aftur á strik og lék á tveimur höggum undir pari á lokahring Pure Silk Championship sem er hluti af LPGA-mótaröðinni en Ólafía lék á fimm höggum undir pari í frumraun sinni í þessari sterkustu atvinnumannamótaröð heims. 29. janúar 2017 20:00 Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær. 30. janúar 2017 06:00 Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn hafnaði í 69.-72. sæti á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni og fékk rúmlega 320 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir árangurinn en það gæti reynst henni dýrmætt seinna á árinu. 29. janúar 2017 21:48 Ólafía Þórunn lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Pure Silk Championship-mótinu á tveimur höggum undir pari en hún hafnaði í 69-72. sæti í frumraun sinni í sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum. 29. janúar 2017 19:30 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Fjórði hringurinn var mun líkari fyrstu tveimur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn náði sér aftur á strik og lék á tveimur höggum undir pari á lokahring Pure Silk Championship sem er hluti af LPGA-mótaröðinni en Ólafía lék á fimm höggum undir pari í frumraun sinni í þessari sterkustu atvinnumannamótaröð heims. 29. janúar 2017 20:00
Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær. 30. janúar 2017 06:00
Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni Ólafía Þórunn hafnaði í 69.-72. sæti á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni og fékk rúmlega 320 þúsund krónur í verðlaunafé fyrir árangurinn en það gæti reynst henni dýrmætt seinna á árinu. 29. janúar 2017 21:48
Ólafía Þórunn lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Pure Silk Championship-mótinu á tveimur höggum undir pari en hún hafnaði í 69-72. sæti í frumraun sinni í sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum. 29. janúar 2017 19:30