Hörður fékk fjölmiðlaverðlaun KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2017 13:47 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri, með Herði. Mynd/KSÍ Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður hjá 365, fékk í dag fjömiðlaverðlaun Knattspyrnusambands Íslands. Í umsögn KSÍ segir að Hörður hafi um árabil flutt fréttir af knattspyrnu og lýst fjölda leikja í beinni útsendingu. Þá hefur hann undanfarin ár stýrt markaþætti deildarinnar, Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport, sem hefur skipað sér sess sem ómissandi hluti af umfjöllun fjölmiðla um íslenska knattspyrnu. „Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum,“ segir í tilkynningu KSÍ sem má lesa alla í heild sinni hér fyrir neðan. Sjónvarp Símans fékk einnig fjölmiðlaverðlaun frá KSÍ fyrir umfjöllun sína um úrslitakeppni EM í Frakklandi í sumar og þá fékk Tólfan jafnréttisverðlaun sambandsins.Mynd/KSÍMynd/KSÍ„Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016Hörður Magnússon Hörður Magnússon hefur um áralangt skeið flutt fréttir sem tengjast knattspyrnu sem og lýst ógrynni leikja í beinni útsendingu og séð um markaþætti úr fótboltanum. Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum. Hörður átti sjálfur glæsilegan feril á knattspyrnuvellinum en hann lék á sínum tíma með FH og Val en í 264 leikjum skoraði hann 143 mörk. Hörður lék einnig 9 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði þar eitt mark.Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016Sjónvarp Símans Sjónvarp Símans tryggði sér útsendingarrétt á úrslitakeppni EM karla sem fram fór í Frakklandi. Strax frá upphafi var ljóst að mikill metnaður var lagður í að gera upplifun áhorfenda sem besta og skilaði gott gengi landsliðsins sér heim í stofu á heimili landsmanna með lifandi og skemmtilegri nálgun hjá Sjónvarpi Símans. Þorsteinn J. sá um vandaða þætti um mótið, sem flestir voru í beinni útsendingu, og enginn mun gleyma stórkostlegum lýsingum Guðmundar Benediktssonar frá leikjum Íslands á mótinu. Sjónvarp Símans tók þátt í EM-torginu en þar gátu allir sem vildu horft á leiki frá EM á risaskjá en svo miklar voru vinsældirnar að EM-torgið var fært í þrígang á Arnarhól til að allir gætu upplifað EM ævintýrið í Frakklandi.Jafnréttisverðlaun KSÍ 2016Tólfan Stuðningssveitin Tólfan hlýtur jafnréttisverðlaun KSÍ að þessu sinni. Tólfan er búin að festa sig í sessi sem ein af bestu stuðningssveitum heims en UEFA, FIFA og fleiri hafa tilnefnt Tólfuna til verðlauna fyrir magnaðan stuðning við landsliðin. Tólfan byrjaði sem fámennur félagsskapur sem hefur vaxið og dafnað og hefur nú innan sinna raða þúsundir stuðningsmanna. Tólfan mætir jafnt á leiki karla og kvennalandsliða og hefur magnaður stuðningur úr stúkunni skilað sér margfalt til leikmanna og á Tólfan stóran þátt í velgengni landsliðanna. “ Fjölmiðlar Íslenski boltinn Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira
Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður hjá 365, fékk í dag fjömiðlaverðlaun Knattspyrnusambands Íslands. Í umsögn KSÍ segir að Hörður hafi um árabil flutt fréttir af knattspyrnu og lýst fjölda leikja í beinni útsendingu. Þá hefur hann undanfarin ár stýrt markaþætti deildarinnar, Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport, sem hefur skipað sér sess sem ómissandi hluti af umfjöllun fjölmiðla um íslenska knattspyrnu. „Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum,“ segir í tilkynningu KSÍ sem má lesa alla í heild sinni hér fyrir neðan. Sjónvarp Símans fékk einnig fjölmiðlaverðlaun frá KSÍ fyrir umfjöllun sína um úrslitakeppni EM í Frakklandi í sumar og þá fékk Tólfan jafnréttisverðlaun sambandsins.Mynd/KSÍMynd/KSÍ„Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016Hörður Magnússon Hörður Magnússon hefur um áralangt skeið flutt fréttir sem tengjast knattspyrnu sem og lýst ógrynni leikja í beinni útsendingu og séð um markaþætti úr fótboltanum. Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum. Hörður átti sjálfur glæsilegan feril á knattspyrnuvellinum en hann lék á sínum tíma með FH og Val en í 264 leikjum skoraði hann 143 mörk. Hörður lék einnig 9 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði þar eitt mark.Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016Sjónvarp Símans Sjónvarp Símans tryggði sér útsendingarrétt á úrslitakeppni EM karla sem fram fór í Frakklandi. Strax frá upphafi var ljóst að mikill metnaður var lagður í að gera upplifun áhorfenda sem besta og skilaði gott gengi landsliðsins sér heim í stofu á heimili landsmanna með lifandi og skemmtilegri nálgun hjá Sjónvarpi Símans. Þorsteinn J. sá um vandaða þætti um mótið, sem flestir voru í beinni útsendingu, og enginn mun gleyma stórkostlegum lýsingum Guðmundar Benediktssonar frá leikjum Íslands á mótinu. Sjónvarp Símans tók þátt í EM-torginu en þar gátu allir sem vildu horft á leiki frá EM á risaskjá en svo miklar voru vinsældirnar að EM-torgið var fært í þrígang á Arnarhól til að allir gætu upplifað EM ævintýrið í Frakklandi.Jafnréttisverðlaun KSÍ 2016Tólfan Stuðningssveitin Tólfan hlýtur jafnréttisverðlaun KSÍ að þessu sinni. Tólfan er búin að festa sig í sessi sem ein af bestu stuðningssveitum heims en UEFA, FIFA og fleiri hafa tilnefnt Tólfuna til verðlauna fyrir magnaðan stuðning við landsliðin. Tólfan byrjaði sem fámennur félagsskapur sem hefur vaxið og dafnað og hefur nú innan sinna raða þúsundir stuðningsmanna. Tólfan mætir jafnt á leiki karla og kvennalandsliða og hefur magnaður stuðningur úr stúkunni skilað sér margfalt til leikmanna og á Tólfan stóran þátt í velgengni landsliðanna. “
Fjölmiðlar Íslenski boltinn Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira