Isabell Herlovsen var í morgun kynntur sem nýr leikmaður Jiangsu í Kína en Sigurður Ragnar Eyjólfsson er þjálfari félagsins.
Fram kemur á rb.no að Herlovsen, sem er 28 ára, muni margfalda laun sín sem hún var með í norska félaginu LSK. Meðal annars verður hún með einkabílstjóra.
„Ég þori nú ekki að keyra þarna sjálf þannig að það er mjög gott,“ sagði hún í léttum dúr við norska fjölmiðla. „Þetta verður mikil reynsla. Ég veit í raun ekki við hverju ég á að búast.“
Herlovsen hefur verið eftirsótt eftir að hún frá Lyon til LSK árið 2011. En nú kom tilboð sem hún gat ekki hafnað.
Sjá einnig: Sigurður Ragnar tekur við liði í Kína
„Ég er 28 ára og hver veit hversu mörg tækifæri til viðbótar munu koma. Launin eru auðvitað góð en ég er ekki að gera þetta peninganna vegna. Þetta verður frábær áskorun, bæði innan sem utan vallar.“
Meðal þess sem Herlovsen fórnar fyrir förina til Kína er að spila með norska landsliðinu á EM í sumar.
„Þegar ég ákvað þetta þá vildi ég einbeita mér algjörlega að þessu. Það er líka mjög langt að fara frá Kína til Evrópu,“ sagði hann.
Sigurður Ragnar var aðstoðarþjálfari Rúnar Kristinssonar hjá Lilleström og kom einnig að þjálfun LSK.
„Ég hitti Sigga bara í tengslum við hlaupapróf sem hann lagði fyrir okkur hjá LSK. En ég hef haft mjög góð kynni af honum síðustu dagana,“ sagði hún.
Félag Sigga Ragga keypti norska landsliðskonu á metupphæð
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“
Íslenski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Fullorðnir menn grétu á Ölveri
Enski boltinn

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn


Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti
