Valdís Þóra spilaði vel á fyrsta degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2017 07:12 Valdís Þóra Jónsdóttir. Myn/LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir fór vel af stað þegar hún lék sinn fyrsta hring á Evrópumótaröðinni í golfi. Hún lék á tveimur höggum undir pari á Oates Vic Open í Ástralíu sem er fyrsta mót ársins á mótaröðinni. Hún er ásamt tólf öðrum kylfingum í 22. sæti mótsins. Valdís Þóra tryggði sér þátttökurétt á mótaröðinni er hún hafnaði í öðru sæti á úrtökumótaröðinni í desember. Valdís Þóra fékk aðeins einn skolla í nótt en þrjá fugla. Hún var á tveimur undir pari eftir fyrri níu eftir fugla á fimmtu og áttundu holu. Hún fékk svo skolla á sautjándu en náði að laga stöðuna á nýjan leik með fugl á átjándu og síðustu holu vallarins. Alls keppa 144 keppendur á mótinu og staða Valdísar Þóru því góð. Um 70 efstu keppendur komast áfram í gegnum niðurskurðinn að loknum tveimur fyrstu keppnisdögunum. Golf Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir fór vel af stað þegar hún lék sinn fyrsta hring á Evrópumótaröðinni í golfi. Hún lék á tveimur höggum undir pari á Oates Vic Open í Ástralíu sem er fyrsta mót ársins á mótaröðinni. Hún er ásamt tólf öðrum kylfingum í 22. sæti mótsins. Valdís Þóra tryggði sér þátttökurétt á mótaröðinni er hún hafnaði í öðru sæti á úrtökumótaröðinni í desember. Valdís Þóra fékk aðeins einn skolla í nótt en þrjá fugla. Hún var á tveimur undir pari eftir fyrri níu eftir fugla á fimmtu og áttundu holu. Hún fékk svo skolla á sautjándu en náði að laga stöðuna á nýjan leik með fugl á átjándu og síðustu holu vallarins. Alls keppa 144 keppendur á mótinu og staða Valdísar Þóru því góð. Um 70 efstu keppendur komast áfram í gegnum niðurskurðinn að loknum tveimur fyrstu keppnisdögunum.
Golf Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira