Tveir leikir fóru fram í undanúrslitum í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, í kvöld.
Fram og Haukar unnu þá frekar auðvelda sigra á andstæðingum sínum. Þessi lið fylgja því Selfossi í undanúrslitin í Laugardalshöllinni.
Ef veður leyfir mun annað hvort Stjarnan eða ÍBV taka lokasætið í undanúrslitunum annað kvöld.
Fylkir-Fram 20-26
Mörk Fylkis: Thea Imani Sturludóttir 11, Christine Rishaug 4, Vera Pálsdóttir 2, Þórunn Friðriksdóttir 2, Hildur Karen Jóhannsdóttir 1.
Mörk Fram: Sigurbjörg Jóhannsdóttir 7, Ragnheiður Júlíusdóttir 6, Elva Þóra Arnardóttir 4, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2, Marthe Sördal 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2.
Afturelding - Haukar 14-26
Mörk Aftureldingar: Telma Rut Frímannsdóttir 3, Jónína Líf Ólafsdóttir 3, Þóra María Sigurjónsdóttir 2, Paula Chinlá 2, Selma Sigurbjörnsdóttir 1, Vigdís Brandsdóttir 1, Ragnhildur Hjartardóttir 1, Íris Kristín Smith 1.
Mörk Hauka: Maria Ines Pereira 6, Guðrún Erla Bjarnadóttir 4, Ramune Pekarskyte 4, Ragnheiður Sveinsdóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Erla Eiríksdóttir 2, Karen Helga Díönudóttir 2, Berta Rut Harðardóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Vilborg Pétursdóttir 1.
Fram og Haukar í undanúrslit
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
