Handknattleikssamband Íslands er búið að raða upp þriðja umgangi Olís-deildar karla en öll lið eru nú búin að mætast heima og úti.
Þriðja hlutanum er raðað upp út frá gengi liðanna í Olís-deildinni til þessa en mikil spenna er út um alla töflu og því skiptir miklu máli á móti hverjum liðin fá heimaleiki í þessum þriðja hluta.
Topplið Aftureldingar fær heimaleiki á móti þremur af liðunum í fjórum næstu sætum eða öllum liðum nema FH. Afturelding fær heimaleiki á móti Haukum, Val, ÍBV, Gróttu og Stjörnunni.
Afturelding er einu stigi á undan Haukum, þremur stigum á undan FH og sex stigum á undan Val og ÍBV.
Haukarnir fá heimaleiki á móti Selfoss, Stjörnunni, Gróttu, Akureyri og FH en FH-liðið verður á heimavelli á móti Akureyri, Fram,. Gróttu, Aftureldingu og Selfossi.
Eyjamenn sem unnu topplið Aftureldingar með sannfærandi hætti á dögunum fá heimaleiki á móti Gróttu, FH, Stjörnunni, Haukum og Akureyri.
Heimaleikir Valsmanna, sem hafa ekki byrjað alltof vel eftir HM-fríið, eru á móti FH, Stjörnunni, Haukum, Gróttu og ÍBV.
Þriðji hlutinn hefst 16. febrúar næstkomandi og lýkur síðan með 27. umferðinni 3. apríl næstkomandi. Það er hægt að sjá alla leikina með því að smella hér.
Afturelding fær heimaleiki á móti Haukum, Val og ÍBV
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli
Íslenski boltinn


