Svipmynd Markaðarins: Hleypur á eftir sonunum og bolabítnum Haraldur Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2017 11:00 Guðríður Svana Bjarnadóttir tók við starfi rekstrarstjóra Marorku í byrjun janúar. Vísir/GVA Guðríður Svana Bjarnadóttir var nýverið ráðin rekstrarstjóri Marorku. Hún er 38 ára gömul, lögfræðingur að mennt, með bakgrunn í fjármálum og viðskiptum, og lauk framhaldsnámi í alþjóðlegum skattarétti og viðskiptum frá New York University School af Law. Áður var hún yfirlögfræðingur hjá Advania, starfsmaður hjá slitastjórn Kaupþings, ráðgjafi hjá KPMG New York og yfirlögfræðingur hjá skattrannsóknarstjóra.Hvað kom þér mest á óvart í fyrra? „Það kom mér gríðarlega á óvart að Donald Trump skyldi vera kjörinn í embætti forseta Bandaríkjanna og að Bretar skyldu ákveða að ganga úr Evrópusambandinu. Það kom mér hins vegar ekki síður á óvart að íslenska þjóðin skyldi fá tækifæri til að sjá íslenska landsliðið spila í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi.“Hvaða app notarðu mest? „Mest notaða appið í símanum mínum er líklegast Lunchbox Monkey, sem er mjög vinsælt hjá yngstu kynslóðinni. Fyrir utan hið hefðbundna app fyrir tölvupóstinn nota ég mest Skype for Business og Facebook Messenger. Það app sem ég er samt hvað ánægðust með þessa dagana er nýja Arion banka-appið.“Hvaða land heimsóttir þú síðast og hvers vegna? „Síðasta heimsókn erlendis var til Þýskalands vegna vinnu en Marorka er með skrifstofu í Hamborg. Ég hafði ekki komið til Hamborgar áður, en þar sem ég dvaldist þar í nokkra daga hafði ég smá tíma til að skoða borgina. Mér fannst Hamborg rosalega heillandi og skemmtileg borg og ég hlakka til að fara þangað aftur.“Hvernig heldur þú þér í formi? „Ég stunda líkamsrækt þrisvar til fjórum sinnum í viku og svo fer ég reglulega í jóga eða pilates. Þar fyrir utan á ég tvo litla drengi sem halda mér á hreyfingu og 30 kg enskan bolabít sem heimtar sinn göngutúr á hverju kvöldi (þótt ótrúlegt megi virðast).“Ertu í þínu draumastarfi? „Ég er nýbyrjuð að vinna hjá Marorku í mjög spennandi starfi sem býður upp á bæði krefjandi og skemmtileg verkefni. Marorka framleiðir búnað í skip sem miðar að því að hámarka nýtingu orku og aðra frammistöðu skipsins, þannig stuðla vörur félagsins að verndun umhverfisins. Það er ómetanlegt að fá tækifæri til að vinna hjá fyrirtæki með slíkan tilgang.“ Donald Trump Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Guðríður Svana Bjarnadóttir var nýverið ráðin rekstrarstjóri Marorku. Hún er 38 ára gömul, lögfræðingur að mennt, með bakgrunn í fjármálum og viðskiptum, og lauk framhaldsnámi í alþjóðlegum skattarétti og viðskiptum frá New York University School af Law. Áður var hún yfirlögfræðingur hjá Advania, starfsmaður hjá slitastjórn Kaupþings, ráðgjafi hjá KPMG New York og yfirlögfræðingur hjá skattrannsóknarstjóra.Hvað kom þér mest á óvart í fyrra? „Það kom mér gríðarlega á óvart að Donald Trump skyldi vera kjörinn í embætti forseta Bandaríkjanna og að Bretar skyldu ákveða að ganga úr Evrópusambandinu. Það kom mér hins vegar ekki síður á óvart að íslenska þjóðin skyldi fá tækifæri til að sjá íslenska landsliðið spila í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi.“Hvaða app notarðu mest? „Mest notaða appið í símanum mínum er líklegast Lunchbox Monkey, sem er mjög vinsælt hjá yngstu kynslóðinni. Fyrir utan hið hefðbundna app fyrir tölvupóstinn nota ég mest Skype for Business og Facebook Messenger. Það app sem ég er samt hvað ánægðust með þessa dagana er nýja Arion banka-appið.“Hvaða land heimsóttir þú síðast og hvers vegna? „Síðasta heimsókn erlendis var til Þýskalands vegna vinnu en Marorka er með skrifstofu í Hamborg. Ég hafði ekki komið til Hamborgar áður, en þar sem ég dvaldist þar í nokkra daga hafði ég smá tíma til að skoða borgina. Mér fannst Hamborg rosalega heillandi og skemmtileg borg og ég hlakka til að fara þangað aftur.“Hvernig heldur þú þér í formi? „Ég stunda líkamsrækt þrisvar til fjórum sinnum í viku og svo fer ég reglulega í jóga eða pilates. Þar fyrir utan á ég tvo litla drengi sem halda mér á hreyfingu og 30 kg enskan bolabít sem heimtar sinn göngutúr á hverju kvöldi (þótt ótrúlegt megi virðast).“Ertu í þínu draumastarfi? „Ég er nýbyrjuð að vinna hjá Marorku í mjög spennandi starfi sem býður upp á bæði krefjandi og skemmtileg verkefni. Marorka framleiðir búnað í skip sem miðar að því að hámarka nýtingu orku og aðra frammistöðu skipsins, þannig stuðla vörur félagsins að verndun umhverfisins. Það er ómetanlegt að fá tækifæri til að vinna hjá fyrirtæki með slíkan tilgang.“
Donald Trump Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira