Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Haraldur Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2017 10:09 Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. Gengi bréfa félagsins nemur nú 16,5 krónum á hlut og hafa þau því lækkað um 58 prósent frá apríl 2016. Velta með bréf félagsins nú í morgun nemur þegar þessi frétt er skrifuð 217 milljónum króna. Fyrirtækið, sem er skráð á Aðalamarkað Kauphallar Íslands, sendi frá sér afkomuviðvörun rétt fyrir opnun markaða þar sem kom fram að EBITDA fyrirtækisins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, lækki umtalsvert á árinu 21017 og verði á bilinu 140 til 150 milljónir Bandaríkjadala. Til samanburðar er áætluð EBITDA félagsins fyrir síðasta ár um og yfir 210 milljónir dala. Bókanir væru hægari en gert hefði verið ráð fyrir og meðalfargjöld á mörkuðum lækkað umfram spár. Þá voru einnig taldir upp áhrifaþættir eins og breytingar í alþjóðastjórnmálum, þróun gjaldmiðla á óhagstæðan máta og hækkun olíuverðs. „Þessa þróun má einkum rekja til aukinnar samkeppni en einnig má leiða líkur að því að óvissa vegna breytinga í alþjóðastjórnmálum hafi áhrif á eftirspurn. Að auki hafa gjaldmiðlar þróast á óhagstæðan máta miðað við fyrra ár, olíuverð hefur hækkað og verkfall í sjávarútvegi hefur neikvæð áhrif á frakstarfsemi félagsins. Á móti kemur að horfur í hótelstarfsemi Icelandair Group eru góðar,“ segir í tilkynningunni og þar tekið fram að félagið sé vel í stakk búið til að takast á við þær sveiflur sem nú eigi sér stað í rekstrarumhverfi þess. „Miðað við núverandi forsendur gerir félagið ráð fyrir að EBITDA ársins 2017 verði 140-150 milljónir Bandaríkjadala. Gert er ráð fyrir að verð á þotueldsneyti (án tillits til varna) verði 540 USD/tonn að meðaltali, gengi EUR gagnvart USD verði að meðaltali 1,07 og gengisvísitala íslensku krónunnar verði 164 að meðaltali á árinu 2017.“Uppfært kl. 11:25: Velta með bréfin nemur nú 821 milljón króna og lækkun þeirra stendur í 23,5 prósentum. Gengi bréfanna er 16,8 krónur á hlut. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Aðeins ein taska innifalin í flugfargjaldi til Norður-Ameríku Ástæðan fyrir þessum breytingum er samræming farangursreglna og vilji til að einfalda ferla. Fyrirtækið hafi viljað lækka fargjöld á þessum leiðum og því verði ein taska innifalin í fluggjaldinu líkt og um Evrópuflug sé að ræða. 14. janúar 2017 18:56 Þrettán fyrirtæki kostuðu þjóðargjöf og forstjórar sátu veislu drottningar Dönsk þýðing allra Íslendingasagna ratar á bókasöfn Danmerkur. Forseti afhenti gjöfina. Útgefandi ritsafnsins segist himinlifandi yfir að unnt hafi verið að færa Dönum gjöfina. Þrettán fyrirtæki borguðu saman tuttugu milljónir króna. 27. janúar 2017 07:00 Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. Gengi bréfa félagsins nemur nú 16,5 krónum á hlut og hafa þau því lækkað um 58 prósent frá apríl 2016. Velta með bréf félagsins nú í morgun nemur þegar þessi frétt er skrifuð 217 milljónum króna. Fyrirtækið, sem er skráð á Aðalamarkað Kauphallar Íslands, sendi frá sér afkomuviðvörun rétt fyrir opnun markaða þar sem kom fram að EBITDA fyrirtækisins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, lækki umtalsvert á árinu 21017 og verði á bilinu 140 til 150 milljónir Bandaríkjadala. Til samanburðar er áætluð EBITDA félagsins fyrir síðasta ár um og yfir 210 milljónir dala. Bókanir væru hægari en gert hefði verið ráð fyrir og meðalfargjöld á mörkuðum lækkað umfram spár. Þá voru einnig taldir upp áhrifaþættir eins og breytingar í alþjóðastjórnmálum, þróun gjaldmiðla á óhagstæðan máta og hækkun olíuverðs. „Þessa þróun má einkum rekja til aukinnar samkeppni en einnig má leiða líkur að því að óvissa vegna breytinga í alþjóðastjórnmálum hafi áhrif á eftirspurn. Að auki hafa gjaldmiðlar þróast á óhagstæðan máta miðað við fyrra ár, olíuverð hefur hækkað og verkfall í sjávarútvegi hefur neikvæð áhrif á frakstarfsemi félagsins. Á móti kemur að horfur í hótelstarfsemi Icelandair Group eru góðar,“ segir í tilkynningunni og þar tekið fram að félagið sé vel í stakk búið til að takast á við þær sveiflur sem nú eigi sér stað í rekstrarumhverfi þess. „Miðað við núverandi forsendur gerir félagið ráð fyrir að EBITDA ársins 2017 verði 140-150 milljónir Bandaríkjadala. Gert er ráð fyrir að verð á þotueldsneyti (án tillits til varna) verði 540 USD/tonn að meðaltali, gengi EUR gagnvart USD verði að meðaltali 1,07 og gengisvísitala íslensku krónunnar verði 164 að meðaltali á árinu 2017.“Uppfært kl. 11:25: Velta með bréfin nemur nú 821 milljón króna og lækkun þeirra stendur í 23,5 prósentum. Gengi bréfanna er 16,8 krónur á hlut.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Aðeins ein taska innifalin í flugfargjaldi til Norður-Ameríku Ástæðan fyrir þessum breytingum er samræming farangursreglna og vilji til að einfalda ferla. Fyrirtækið hafi viljað lækka fargjöld á þessum leiðum og því verði ein taska innifalin í fluggjaldinu líkt og um Evrópuflug sé að ræða. 14. janúar 2017 18:56 Þrettán fyrirtæki kostuðu þjóðargjöf og forstjórar sátu veislu drottningar Dönsk þýðing allra Íslendingasagna ratar á bókasöfn Danmerkur. Forseti afhenti gjöfina. Útgefandi ritsafnsins segist himinlifandi yfir að unnt hafi verið að færa Dönum gjöfina. Þrettán fyrirtæki borguðu saman tuttugu milljónir króna. 27. janúar 2017 07:00 Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Aðeins ein taska innifalin í flugfargjaldi til Norður-Ameríku Ástæðan fyrir þessum breytingum er samræming farangursreglna og vilji til að einfalda ferla. Fyrirtækið hafi viljað lækka fargjöld á þessum leiðum og því verði ein taska innifalin í fluggjaldinu líkt og um Evrópuflug sé að ræða. 14. janúar 2017 18:56
Þrettán fyrirtæki kostuðu þjóðargjöf og forstjórar sátu veislu drottningar Dönsk þýðing allra Íslendingasagna ratar á bókasöfn Danmerkur. Forseti afhenti gjöfina. Útgefandi ritsafnsins segist himinlifandi yfir að unnt hafi verið að færa Dönum gjöfina. Þrettán fyrirtæki borguðu saman tuttugu milljónir króna. 27. janúar 2017 07:00
Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00