Átök í íslenskri listasögu Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. febrúar 2017 10:00 Fyrirlestraröðin Átakalínur í íslenskri myndlist er haldin af Listfræðifélagi Íslands. Í dag mun listfræðingurinn Jón Proppé flytja erindi sitt Blátt strik: átökin um abstraktið. „Þema þessarar fyrirlestraraðar hjá okkur í Listfræðifélaginu eru átök í íslensku listalífi og myndlist. Ég er að taka fyrir nokkuð merkilegt tímabil en það er fimmti áratugurinn – eða frá 1942 til 1952, þegar heilmikið gerðist í íslenskri myndlist. Það komu þarna inn sterkir nýir straumar, bæði með yngra fólki, listamönnum sem fóru í nám eftir seinni heimsstyrjöldina og komu svo heim og svo líka sumir þeirra eldri sem fóru að fást meira við nýstárlega list, jafnvel abstrakt. Þar urðu harðvítugar deilur bæði á milli listamanna og svo á milli listamanna og sumra pólitíkusa til dæmis, en þeir töldu þetta tómt rugl og að það ætti bara að mála landslag og fallegar myndir. Þannig að þetta er dálítið lykiltímabil í íslenskri myndlist því að það má segja að á þessum tíma taki íslenskir listamenn sér algjört vald yfir eigin listsköpun; þeir fara að þróa nýja myndlist og koma inn með nýjar stefnur í andstöðu við suma innanlands – þeir taka að mörgu leyti mikla áhættu með því. Undir lok þessa tímabils, 1952, þá kemur hópur ungra listamanna heim úr námi, aðallega í París, og fara að halda sýningar á hreinræktuðum abstraktmyndum og smátt og smátt næstu árin má segja að abstraktið hafi tekið yfir á Íslandi á meðan að eldri myndlistin – landslagið, mannamyndir og svona hafi smátt og smátt horfið eða hætt að vera leiðandi stíll í íslenskri myndlist. Nokkrar lykilpersónur sem koma fram í fyrirlestrinum eru Þorvaldur Skúlason, Nína Tryggvadóttir, Svavar Guðnason, Hörður Ágústsson og fleiri. Þetta eru allt nöfn sem eru með stærstu nöfnum í íslenskri listasögu og sem tóku þátt í þessari ákveðnu byltingu sem varð á þessum tíma,“ segir Jón Proppé um það efni sem hann mun taka fyrir í erindi sínu. „Þessi fyrirlestur og þessar fyrirlestraraðir okkar eru leið til að bæði fjalla um mikilvæg atriði í íslenskri listasögu og listalífi almennt og líka að vissu leyti til að kynna fyrir fólki hverslags rannsóknum og störfum við listfræðingar erum að sinna, svo að fólk fái einhverja hugmynd um það og að það geti verið spennandi. Þessir fyrirlestrar hafa verið vel sóttir og það er mjög gaman að halda þá,“ segir Jón að lokum. Fyrirlesturinn verður haldinn í hádeginu í dag í Safnahúsinu Hverfisgötu og er hann öllum opinn. Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Fyrirlestraröðin Átakalínur í íslenskri myndlist er haldin af Listfræðifélagi Íslands. Í dag mun listfræðingurinn Jón Proppé flytja erindi sitt Blátt strik: átökin um abstraktið. „Þema þessarar fyrirlestraraðar hjá okkur í Listfræðifélaginu eru átök í íslensku listalífi og myndlist. Ég er að taka fyrir nokkuð merkilegt tímabil en það er fimmti áratugurinn – eða frá 1942 til 1952, þegar heilmikið gerðist í íslenskri myndlist. Það komu þarna inn sterkir nýir straumar, bæði með yngra fólki, listamönnum sem fóru í nám eftir seinni heimsstyrjöldina og komu svo heim og svo líka sumir þeirra eldri sem fóru að fást meira við nýstárlega list, jafnvel abstrakt. Þar urðu harðvítugar deilur bæði á milli listamanna og svo á milli listamanna og sumra pólitíkusa til dæmis, en þeir töldu þetta tómt rugl og að það ætti bara að mála landslag og fallegar myndir. Þannig að þetta er dálítið lykiltímabil í íslenskri myndlist því að það má segja að á þessum tíma taki íslenskir listamenn sér algjört vald yfir eigin listsköpun; þeir fara að þróa nýja myndlist og koma inn með nýjar stefnur í andstöðu við suma innanlands – þeir taka að mörgu leyti mikla áhættu með því. Undir lok þessa tímabils, 1952, þá kemur hópur ungra listamanna heim úr námi, aðallega í París, og fara að halda sýningar á hreinræktuðum abstraktmyndum og smátt og smátt næstu árin má segja að abstraktið hafi tekið yfir á Íslandi á meðan að eldri myndlistin – landslagið, mannamyndir og svona hafi smátt og smátt horfið eða hætt að vera leiðandi stíll í íslenskri myndlist. Nokkrar lykilpersónur sem koma fram í fyrirlestrinum eru Þorvaldur Skúlason, Nína Tryggvadóttir, Svavar Guðnason, Hörður Ágústsson og fleiri. Þetta eru allt nöfn sem eru með stærstu nöfnum í íslenskri listasögu og sem tóku þátt í þessari ákveðnu byltingu sem varð á þessum tíma,“ segir Jón Proppé um það efni sem hann mun taka fyrir í erindi sínu. „Þessi fyrirlestur og þessar fyrirlestraraðir okkar eru leið til að bæði fjalla um mikilvæg atriði í íslenskri listasögu og listalífi almennt og líka að vissu leyti til að kynna fyrir fólki hverslags rannsóknum og störfum við listfræðingar erum að sinna, svo að fólk fái einhverja hugmynd um það og að það geti verið spennandi. Þessir fyrirlestrar hafa verið vel sóttir og það er mjög gaman að halda þá,“ segir Jón að lokum. Fyrirlesturinn verður haldinn í hádeginu í dag í Safnahúsinu Hverfisgötu og er hann öllum opinn.
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira