Vara við ofhitnun á húsnæðismarkaði Hörður Ægisson skrifar 1. febrúar 2017 09:00 Ekkert lát verður á miklum verðhækkunum á húsnæðismarkaði á næstu árum samkvæmt nýrri spá greiningardeildar Arion banka en hún gerir ráð fyrir 14 prósenta hækkun íbúðaverðs á þessu ári, 9,7 prósent 2018 og 7,5 prósent árið 2019. Það er því útlit fyrir að íbúðamarkaðurinn hitni enn meira gangi spá bankans eftir en nú þegar glittir í gul ljós á sumum svæðum, meðal annars miðsvæðis í Reykjavík, þar sem verð hefur hækkað sérlega mikið að undanförnu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka um íbúðamarkaðinn sem var kynnt á fundi bankans í gær. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að miðað við spána séu líkur á því að húsnæðisverð hækki talsvert umfram flestar undirliggjandi hagstærðir á borð við kaupmátt og ráðstöfunartekjur. „Til lengri tíma er því ástæða til að vara við ofhitnun á markaðnum.“ Húsnæðisverð hefur hækkað sífellt hraðar síðustu mánuði og nam árshækkunin á höfuðborgarsvæðinu í desember 15%. Í skýrslunni er bent á að önnur svæði hafi tekið við sér og þannig hefur húsnæðisverð utan höfuðborgarsvæðisins hækkað um 20 prósent síðustu tólf mánuði. Sú hækkun er að mestu leyti drifin áfram af mikilli hækkun húsnæðisverðs í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hagstætt efnahagsástand, fólksfjölgun, kaupmáttaraukning og gott aðgengi að fjármögnun eru á meðal helstu ástæðna þess að húsnæðisverð hefur hækkað mikið upp á síðkastið – og mun líklega gera áfram. Verðhækkunin skýrist einnig af því að of lítið hefur verið byggt síðustu ár og áætlanir hafa ekki staðist. Í skýrslu greiningardeildarinnar segir að byggja þurfi að lágmarki 8 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun og er þá ekki tekið fyllilega tillit til uppsafnaðrar þarfar. Samkvæmt spá bankans er ólíklegt að sá fjöldi náist. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Ekkert lát verður á miklum verðhækkunum á húsnæðismarkaði á næstu árum samkvæmt nýrri spá greiningardeildar Arion banka en hún gerir ráð fyrir 14 prósenta hækkun íbúðaverðs á þessu ári, 9,7 prósent 2018 og 7,5 prósent árið 2019. Það er því útlit fyrir að íbúðamarkaðurinn hitni enn meira gangi spá bankans eftir en nú þegar glittir í gul ljós á sumum svæðum, meðal annars miðsvæðis í Reykjavík, þar sem verð hefur hækkað sérlega mikið að undanförnu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka um íbúðamarkaðinn sem var kynnt á fundi bankans í gær. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að miðað við spána séu líkur á því að húsnæðisverð hækki talsvert umfram flestar undirliggjandi hagstærðir á borð við kaupmátt og ráðstöfunartekjur. „Til lengri tíma er því ástæða til að vara við ofhitnun á markaðnum.“ Húsnæðisverð hefur hækkað sífellt hraðar síðustu mánuði og nam árshækkunin á höfuðborgarsvæðinu í desember 15%. Í skýrslunni er bent á að önnur svæði hafi tekið við sér og þannig hefur húsnæðisverð utan höfuðborgarsvæðisins hækkað um 20 prósent síðustu tólf mánuði. Sú hækkun er að mestu leyti drifin áfram af mikilli hækkun húsnæðisverðs í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hagstætt efnahagsástand, fólksfjölgun, kaupmáttaraukning og gott aðgengi að fjármögnun eru á meðal helstu ástæðna þess að húsnæðisverð hefur hækkað mikið upp á síðkastið – og mun líklega gera áfram. Verðhækkunin skýrist einnig af því að of lítið hefur verið byggt síðustu ár og áætlanir hafa ekki staðist. Í skýrslu greiningardeildarinnar segir að byggja þurfi að lágmarki 8 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun og er þá ekki tekið fyllilega tillit til uppsafnaðrar þarfar. Samkvæmt spá bankans er ólíklegt að sá fjöldi náist. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira