Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Selfoss 35-25 | Haukar komnir á toppinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2017 21:15 Ivan Ivkovic skoraði fimm mörk. Vísir/Anton Haukar eru komnir á toppinn í Olís-deild karla eftir fyrirhafnarlítinn 10 marka sigur, 35-25, á Selfossi á Ásvöllum í kvöld. Liðin mættust á sama stað í 8-liða úrslitum Coca Cola bikarsins fyrir viku. Þá voru Selfyssingar inni í leiknum nær allan tímann en sú var ekki raunin í kvöld. Haukar voru miklu sterkari aðilinn og höfðu lítið fyrir hlutunum gegn slökum Selfyssingum. Þetta var fjórði sigur Hauka á Selfossi í jafn mörgum leikjum í vetur. Þetta var jafnframt ellefti sigur Hauka í síðustu 12 deildarleikjum. Selfyssingar héldu sjó í upphafi leiks og Teitur Örn Einarsson kom þeim yfir, 3-4, eftir sex mínútur. Gestirnir þurftu þó að hafa miklu meira fyrir mörkunum sínum en Haukar. Adam Haukur Baumruk var sjóðheitur og skoraði sjö mörk úr átta skotum í fyrri hálfleik. Selfyssingar hleyptu honum ítrekað of nálægt vörninni og Adam refsaði grimmilega. Haukar spiluðu hörkuvörn og hún lagði grunninn að 8-0 kafla þar sem Íslandsmeistararnir breyttu stöðunni úr 3-4 í 11-4. Selfoss var í miklum vandræðum í sókninni og skoraði ekki í 12 mínútur. Einar Sverrisson fann sig engan veginn og Elvar Örn Jónsson var rólegur framan af. Selfyssingar gáfust þó ekki upp og náðu tvisvar að minnka muninn í þrjú mörk. Haukar skoruðu hins vegar þrjú af síðustu fjórum mörkum fyrri hálfleiks og leiddu með fimm mörkum, 16-11, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik. Haukar héldu þægilegu forskoti sem jókst svo eftir því sem leikinn leið. Selfyssingum gekk betur að eiga við Adam en breytti litlu því aðrir leikmenn Hauka léku lausum hala. Elías Már Halldórsson spilaði t.a.m. stórvel, skoraði tvö mörk og dældi út stoðsendingum. Alls komust 12 leikmenn Hauka á blað í leiknum í kvöld. Munurinn á markvörslu liðanna var gríðarlega mikill. Markverðir Hauka vörðu samtals 17 skot á móti sjö skotum Helga Hlynssonar. Það fór einfaldlega allt inn hjá Haukum í kvöld og róðurinn var því afar erfiður fyrir Selfoss sem er áfram í 6. sæti deildarinnar. Á endanum munaði 10 mörkum á liðunum, 35-25. Öruggur sigur Hauka sem eru komnir á toppinn, þar sem þeir vilja vera.Gunnar: Frábært að vera komnir á toppinn Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, segist hafa búist við meiri mótspyrnu frá Selfyssingum í kvöld. „Já, ég átti von á hörkuleik. En við undirbjuggum okkur rosalega vel fyrir leikinn og vissum að það væri erfitt að vinna sama liðið tvisvar í röð,“ sagði Gunnar eftir leikinn sem Haukar unnu 35-25. „Við lögðum þetta upp sem ákveðinn úrslitaleik því við vissum að við gætum komist á toppinn.“ Þegar liðin mættust fyrir viku byrjuðu Selfyssingar miklu betur. Sú var ekki raunin í leiknum í kvöld. „Í tveimur síðustu leikjum á undan vorum við lengi í gang. Við fórum vel yfir það og byrjuðum af krafti. Við náðum góðu frumkvæði og héldum út,“ sagði Gunnar sem var ánægður með framlag liðsheildarinnar hjá Haukum í kvöld. „Liðsheildin var frábær. Vörn, markvarsla og sókn voru í lagi. Það er bikarhelgi framundan og við ætluðum að nýta þennan leik til að undirbúa okkur fyrir hana. Ég er ánægður með þennan leik,“ sagði Gunnar. Haukar eru komnir á topp Olís-deildarinnar og að sögn Gunnars hafa þeir engan áhuga á að fara þaðan. „Nei, miðað við allt sem hefur gengið á í vetur er frábært að vera kominn á toppinn. En við vitum að það er nóg eftir og framundan er svakaleg barátta,“ sagði þjálfarinn að lokum.Stefán: Fengum enga markvörslu Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, sagði mikið hafa vantað upp á í leik sinna manna gegn Íslandsmeisturum Hauka í kvöld. „Þeir voru sterkari en við frá byrjun. Við fórum illa með dauðafæri í byrjun og leyfðum þeim að skora alltof auðveldlega. Þegar við náðum vörninni upp og fórum að saxa á forskotið fengum við enga markvörslu. Við sýndum aldrei okkar venjulega leik og það er erfitt að eiga við Haukana þegar þú spilar ekki betur en þetta,“ sagði Stefán. Markverðir Selfoss vörðu aðeins sjö af þeim 42 skotum sem þeir fengu á sig í leiknum í kvöld. Stefán hefði viljað fá mun fleiri bolta varða. „Á köflum var vörnin góð og við settum þá í erfið skot en markvarslan kom ekki í dag. Þú þarft að eiga þinn besta leik ef þú ætlar að vinna Hauka á Ásvöllum, vera góður í öllum þáttum leiksins en við vorum svolítið frá því í dag. Þetta fór því á einn veg,“ sagði Stefán. Selfyssingar eru fjórum stigum frá fallsæti þegar átta umferðir eru eftir. Stefán segist ekki hafa áhyggjur af því að Selfoss sé kominn í fallbaráttu. „Við spiluðum mjög vel í síðustu tveimur leikjum á undan. Það er sagan okkar í vetur. Við spilum tvo leiki vel og svo er stutt í að við mætum ekki í næsta leik. Þessi óstöðugleiki er eitthvað sem við erum að vinna í. Við hefðum þurft að mæta kaldari og grimmari í þennan leik,“ sagði Stefán að endingu. Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Sjá meira
Haukar eru komnir á toppinn í Olís-deild karla eftir fyrirhafnarlítinn 10 marka sigur, 35-25, á Selfossi á Ásvöllum í kvöld. Liðin mættust á sama stað í 8-liða úrslitum Coca Cola bikarsins fyrir viku. Þá voru Selfyssingar inni í leiknum nær allan tímann en sú var ekki raunin í kvöld. Haukar voru miklu sterkari aðilinn og höfðu lítið fyrir hlutunum gegn slökum Selfyssingum. Þetta var fjórði sigur Hauka á Selfossi í jafn mörgum leikjum í vetur. Þetta var jafnframt ellefti sigur Hauka í síðustu 12 deildarleikjum. Selfyssingar héldu sjó í upphafi leiks og Teitur Örn Einarsson kom þeim yfir, 3-4, eftir sex mínútur. Gestirnir þurftu þó að hafa miklu meira fyrir mörkunum sínum en Haukar. Adam Haukur Baumruk var sjóðheitur og skoraði sjö mörk úr átta skotum í fyrri hálfleik. Selfyssingar hleyptu honum ítrekað of nálægt vörninni og Adam refsaði grimmilega. Haukar spiluðu hörkuvörn og hún lagði grunninn að 8-0 kafla þar sem Íslandsmeistararnir breyttu stöðunni úr 3-4 í 11-4. Selfoss var í miklum vandræðum í sókninni og skoraði ekki í 12 mínútur. Einar Sverrisson fann sig engan veginn og Elvar Örn Jónsson var rólegur framan af. Selfyssingar gáfust þó ekki upp og náðu tvisvar að minnka muninn í þrjú mörk. Haukar skoruðu hins vegar þrjú af síðustu fjórum mörkum fyrri hálfleiks og leiddu með fimm mörkum, 16-11, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik. Haukar héldu þægilegu forskoti sem jókst svo eftir því sem leikinn leið. Selfyssingum gekk betur að eiga við Adam en breytti litlu því aðrir leikmenn Hauka léku lausum hala. Elías Már Halldórsson spilaði t.a.m. stórvel, skoraði tvö mörk og dældi út stoðsendingum. Alls komust 12 leikmenn Hauka á blað í leiknum í kvöld. Munurinn á markvörslu liðanna var gríðarlega mikill. Markverðir Hauka vörðu samtals 17 skot á móti sjö skotum Helga Hlynssonar. Það fór einfaldlega allt inn hjá Haukum í kvöld og róðurinn var því afar erfiður fyrir Selfoss sem er áfram í 6. sæti deildarinnar. Á endanum munaði 10 mörkum á liðunum, 35-25. Öruggur sigur Hauka sem eru komnir á toppinn, þar sem þeir vilja vera.Gunnar: Frábært að vera komnir á toppinn Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, segist hafa búist við meiri mótspyrnu frá Selfyssingum í kvöld. „Já, ég átti von á hörkuleik. En við undirbjuggum okkur rosalega vel fyrir leikinn og vissum að það væri erfitt að vinna sama liðið tvisvar í röð,“ sagði Gunnar eftir leikinn sem Haukar unnu 35-25. „Við lögðum þetta upp sem ákveðinn úrslitaleik því við vissum að við gætum komist á toppinn.“ Þegar liðin mættust fyrir viku byrjuðu Selfyssingar miklu betur. Sú var ekki raunin í leiknum í kvöld. „Í tveimur síðustu leikjum á undan vorum við lengi í gang. Við fórum vel yfir það og byrjuðum af krafti. Við náðum góðu frumkvæði og héldum út,“ sagði Gunnar sem var ánægður með framlag liðsheildarinnar hjá Haukum í kvöld. „Liðsheildin var frábær. Vörn, markvarsla og sókn voru í lagi. Það er bikarhelgi framundan og við ætluðum að nýta þennan leik til að undirbúa okkur fyrir hana. Ég er ánægður með þennan leik,“ sagði Gunnar. Haukar eru komnir á topp Olís-deildarinnar og að sögn Gunnars hafa þeir engan áhuga á að fara þaðan. „Nei, miðað við allt sem hefur gengið á í vetur er frábært að vera kominn á toppinn. En við vitum að það er nóg eftir og framundan er svakaleg barátta,“ sagði þjálfarinn að lokum.Stefán: Fengum enga markvörslu Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, sagði mikið hafa vantað upp á í leik sinna manna gegn Íslandsmeisturum Hauka í kvöld. „Þeir voru sterkari en við frá byrjun. Við fórum illa með dauðafæri í byrjun og leyfðum þeim að skora alltof auðveldlega. Þegar við náðum vörninni upp og fórum að saxa á forskotið fengum við enga markvörslu. Við sýndum aldrei okkar venjulega leik og það er erfitt að eiga við Haukana þegar þú spilar ekki betur en þetta,“ sagði Stefán. Markverðir Selfoss vörðu aðeins sjö af þeim 42 skotum sem þeir fengu á sig í leiknum í kvöld. Stefán hefði viljað fá mun fleiri bolta varða. „Á köflum var vörnin góð og við settum þá í erfið skot en markvarslan kom ekki í dag. Þú þarft að eiga þinn besta leik ef þú ætlar að vinna Hauka á Ásvöllum, vera góður í öllum þáttum leiksins en við vorum svolítið frá því í dag. Þetta fór því á einn veg,“ sagði Stefán. Selfyssingar eru fjórum stigum frá fallsæti þegar átta umferðir eru eftir. Stefán segist ekki hafa áhyggjur af því að Selfoss sé kominn í fallbaráttu. „Við spiluðum mjög vel í síðustu tveimur leikjum á undan. Það er sagan okkar í vetur. Við spilum tvo leiki vel og svo er stutt í að við mætum ekki í næsta leik. Þessi óstöðugleiki er eitthvað sem við erum að vinna í. Við hefðum þurft að mæta kaldari og grimmari í þennan leik,“ sagði Stefán að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Sjá meira