Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur nú náð niðurskurðinum á tveimur fyrstu mótum sínum á bandarísku mótaröðinni, LPGA, en GR-ingurinn öflugi átti síðasta fugla-orðið á hringum sínum í nótt.
Ólafía Þórunn lék annan hringinn á ISPS Handa mótinu í Ástralíu á 74 höggum eða einu höggi yfir pari. Ólafía er þar með á pari eftir tvo fyrstu keppnisdagana og náði með því niðurskurðinum en það mátti engu muna.
Ólafía Þórunn er í 65. til 75. sæti eftir tvo fyrstu dagana og níu höggum á eftir efstu konu sem er Sarah Jane Smith frá Ástralíu.
Ólafía Þórunn sýndi mikinn andlegan styrk með því að koma til baka í lokin eftir að hafa fengið skolla á þremur holum í röð.
Ólafía Þórunn fékk skolla á 13., 14. og 15. holu og var þá komin tvö högg yfir par samanlagt. Það var ljóst að slíkt skor hefði ekki komið henni í gegnum niðurskurðinn.
Ólafía náði hinsvegar fugli á síðustu tveimur holunum og það átti eftir að reynast heldur betur dýrmætt.
Ólafía Þórunn var með fjóra fugla og fjóra skolla á öðrum hringnum. Hún var komin tvö högg undir par eftir fugl á fjórðu holu.
Ólafía Þórunn bjargaði sér á fuglasöng í lokin
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn

„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti

Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti


Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn
