F###ing konseptið Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 17. febrúar 2017 07:00 Þrátt fyrir að nánast hvert heimili eigi spjaldtölvu, rafbókalesara og nokkra snjallsíma þá er enn verið að prenta blek á pappír. Á alþjóðavísu virðist prentiðnaðurinn ekki hafa dregist saman sem nokkru nemur. Til eru samantektir frá Bandaríkjunum sem gefa til kynna að prentiðnaðurinn fari stækkandi. Það er verið að prenta meira en áður! Hvernig getur það verið? Kíktu í auglýsingabæklingafullan póstkassann eða yfir stofugólfið skömmu eftir að pakkarnir hafa verið opnaðir á aðfangadag. Fólk virðist elska pappír óháð því hvort bækur séu fáanlegar á stafrænu formi eða ekki. Setjum þetta í samhengi. Kannski skiptir engu máli þó þú hafir ekki keypt bók seinustu mánuðina því aðeins nokkrir kaffibollar úr pappa samsvara jafn miklu pappírsmagni og heil skáldsaga í kiljuformi, og þá skiptir engu máli hvort bollarnir eru alsettir merkingum í bak og fyrir um að þeir séu úr endurvinnanlegum pappír eða að kaffihúsið noti lífrænt ræktaðar baunir eða aðhyllist nokkurs konar konsept. Pappír er pappír og einhverra hluta vegna getum við ekki hætt að nota hann.Meira er betraÉg nota bara prentiðnaðinn sem dæmi um stærra fyrirbæri sem hefur ekki nafn. Það er tilhneiging í samfélagi manna, að minnsta kosti þeim sem teljast vestræn, til að krefjast þess sífellt að vöxtur fari fram. Sumir hagfræðingar líta þetta jákvæðum augum. Ekkert er jafn hollt fyrir hagkerfi og stöðug og vaxandi einkaneysla og það er ósköp létt að yppa öxlum og hugsa að þannig hugsi aðeins neó-frjálshyggjumenn frá Chicago. En ég ætla að gleyma hagfræði í bili og líta mér nær. Sjálfur á ég til dæmis ósköp erfitt með að sjá á eftir hlutum. Ég vil enn kaupa bækur á pappírsformi þó að ég eigi marga spilara til að nálgast þær öðruvísi. Ég vil meira að segja ekki sjá á eftir vínylplötum. Stöldrum aðeins við þá staðreynd. Núna þegar öll tónlist er fáanleg á stafrænan hátt og geisladiskar eru orðnir úreltir þá hefur verið flikkað upp á formatið sem var notað fyrir daga diskanna. Það er stemning fólgin í því að gera tónlist hátt undir höfði og því meira plast sem því fylgir, því meiri er stemningin. Venjulegur geisladiskur vegur um 15 grömm en vínylplata vegur að jafnaði 120-150 grömm. Í vínyl-endurútgáfum er einnig sérstakt konsept að markaðssetja extra-þykkar plötur. Það þykir gæðamerki að eiga 180-200 gramma plötu til að sýna að maður kunni vel að meta listamanninn.Að elska með plastiÞessu tengt má einnig nefna að vigt skiptir máli þegar kemur að því hvernig við tengjumst hlutum. Þó að tölvufyrirtæki stæri sig af því að gera vörur sínar sífellt léttari þá er það ekki alltaf raunin. Því hefur til dæmis verið haldið fram að Beats-heyrnartólin, sem framleidd eru af Apple, innihaldi málma sem eru gagngert hafðir með til að þyngja þau. Slík aukavigt fær neytendur til að þykja heyrnartólin gæðameiri. Lauflétt heyrnartól myndu virka á mann eins og eitthvert drasl af Ali Express. Það er ákveðið konsept að hlutir hafi vigt, óháð notagildi. Og talandi um Ali Express. Er allt draslið á Ali Express vont fyrir umhverfið af því að það er fjöldaframleitt í stórum verksmiðjum í Kína úr lélegum hráefnum? Er betra að kaupa hönnunarvörur sem eru settar saman á Vesturlöndum? Er betra að kaupa dýrar vörur sem eru svo úthugsaðar að framleiðendur þeirra gefa út þykka bæklinga um konseptið á bak við vöruna þar sem finna má viðtal við hönnuðinn og upplýsingar um hvar hann gekk í skóla eða hversu mikið hann elskar umhverfið? Það hlýtur að vera í lagi því þetta eru jú umhverfisvottaðir bæklingar úr endurvinnanlegum pappír sem enda í bláu tunnunni, sem er einnig ágætis konsept.Meira en eplamaukÉg lofaði því ofar í þessum pistli að ég ætlaði að hugsa þessi mál út frá öðru en hagfræði. En um hvað snýst þetta eiginlega? Hvers vegna er ágangur mannsins á jörðina langt umfram það sem öll skynsemi kennir okkur? Gleymum líka siðferðislegum hugtökum eins og grægði. Reynum að hugsa þetta alveg upp á nýtt. Getur verið að vandamálið sé bara sjálft konseptið? En hvað á ég nákvæmlega við þegar ég tala um konsept? Konseptið er sú tilhneiging í menningu okkar að ljá öllu merkingu. Það er eins og allt, sama hversu hversdagslegt það er, þurfi að hafa dýpri meiningu og skilaboð. Það er eins og það sé ekki lengur hægt að sötra þunnt kaffi úr bolla og horfa út um gluggann og hugsa um ekkert. Þegar Chicago-hagfræðingarnir töluðu um jákvæð áhrif aukinnar einkaneyslu sáu fáir fyrir sér að einkaneysla yrði drifin áfram af fólki að drekka fair-trade kaffi í handprjónaðri peysu að hlusta á Joni Mitchell á vínyl. En kannski er hún það? Það kostar mikla orku að búa til konsept. Það þarf að prenta bæklinga, það þarf að ferja fólk milli staða, það þarf að halda orkusóandi fundi um konsept þar sem svangt fólk opnar umbúðir utan um konsept-drifnar orkustangir og skolar þeim niður með drykkjum sem eru líka konsept og kostuðu jafn marga tilgangslausa og orkusóandi fundi sem annað konsept-hungrað fólk fékk laun fyrir að mæta á til að kaupa eplamauk handa börnunum sínum sem er betra en annað eplamauk því það er konsept á bak við það og heil fræðigrein og nokkrar bækur sem allar eru prentaðar á endurvinnanlegan pappír sem er líka konsept. Best væri náttúrulega ef allir væru bara heima hjá sér að drekka lapþunnan Braga og helst ekki með neitt konsept í gangi. En þá væri heimurinn leiðinlegur. Njótum þess allavega heiðarlega að rústa heiminum og hættum að ljúga því að við séum ekki að því og dulbúa það sem konsept. @bergurebbiGreinin birtist fyrst á Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Þrátt fyrir að nánast hvert heimili eigi spjaldtölvu, rafbókalesara og nokkra snjallsíma þá er enn verið að prenta blek á pappír. Á alþjóðavísu virðist prentiðnaðurinn ekki hafa dregist saman sem nokkru nemur. Til eru samantektir frá Bandaríkjunum sem gefa til kynna að prentiðnaðurinn fari stækkandi. Það er verið að prenta meira en áður! Hvernig getur það verið? Kíktu í auglýsingabæklingafullan póstkassann eða yfir stofugólfið skömmu eftir að pakkarnir hafa verið opnaðir á aðfangadag. Fólk virðist elska pappír óháð því hvort bækur séu fáanlegar á stafrænu formi eða ekki. Setjum þetta í samhengi. Kannski skiptir engu máli þó þú hafir ekki keypt bók seinustu mánuðina því aðeins nokkrir kaffibollar úr pappa samsvara jafn miklu pappírsmagni og heil skáldsaga í kiljuformi, og þá skiptir engu máli hvort bollarnir eru alsettir merkingum í bak og fyrir um að þeir séu úr endurvinnanlegum pappír eða að kaffihúsið noti lífrænt ræktaðar baunir eða aðhyllist nokkurs konar konsept. Pappír er pappír og einhverra hluta vegna getum við ekki hætt að nota hann.Meira er betraÉg nota bara prentiðnaðinn sem dæmi um stærra fyrirbæri sem hefur ekki nafn. Það er tilhneiging í samfélagi manna, að minnsta kosti þeim sem teljast vestræn, til að krefjast þess sífellt að vöxtur fari fram. Sumir hagfræðingar líta þetta jákvæðum augum. Ekkert er jafn hollt fyrir hagkerfi og stöðug og vaxandi einkaneysla og það er ósköp létt að yppa öxlum og hugsa að þannig hugsi aðeins neó-frjálshyggjumenn frá Chicago. En ég ætla að gleyma hagfræði í bili og líta mér nær. Sjálfur á ég til dæmis ósköp erfitt með að sjá á eftir hlutum. Ég vil enn kaupa bækur á pappírsformi þó að ég eigi marga spilara til að nálgast þær öðruvísi. Ég vil meira að segja ekki sjá á eftir vínylplötum. Stöldrum aðeins við þá staðreynd. Núna þegar öll tónlist er fáanleg á stafrænan hátt og geisladiskar eru orðnir úreltir þá hefur verið flikkað upp á formatið sem var notað fyrir daga diskanna. Það er stemning fólgin í því að gera tónlist hátt undir höfði og því meira plast sem því fylgir, því meiri er stemningin. Venjulegur geisladiskur vegur um 15 grömm en vínylplata vegur að jafnaði 120-150 grömm. Í vínyl-endurútgáfum er einnig sérstakt konsept að markaðssetja extra-þykkar plötur. Það þykir gæðamerki að eiga 180-200 gramma plötu til að sýna að maður kunni vel að meta listamanninn.Að elska með plastiÞessu tengt má einnig nefna að vigt skiptir máli þegar kemur að því hvernig við tengjumst hlutum. Þó að tölvufyrirtæki stæri sig af því að gera vörur sínar sífellt léttari þá er það ekki alltaf raunin. Því hefur til dæmis verið haldið fram að Beats-heyrnartólin, sem framleidd eru af Apple, innihaldi málma sem eru gagngert hafðir með til að þyngja þau. Slík aukavigt fær neytendur til að þykja heyrnartólin gæðameiri. Lauflétt heyrnartól myndu virka á mann eins og eitthvert drasl af Ali Express. Það er ákveðið konsept að hlutir hafi vigt, óháð notagildi. Og talandi um Ali Express. Er allt draslið á Ali Express vont fyrir umhverfið af því að það er fjöldaframleitt í stórum verksmiðjum í Kína úr lélegum hráefnum? Er betra að kaupa hönnunarvörur sem eru settar saman á Vesturlöndum? Er betra að kaupa dýrar vörur sem eru svo úthugsaðar að framleiðendur þeirra gefa út þykka bæklinga um konseptið á bak við vöruna þar sem finna má viðtal við hönnuðinn og upplýsingar um hvar hann gekk í skóla eða hversu mikið hann elskar umhverfið? Það hlýtur að vera í lagi því þetta eru jú umhverfisvottaðir bæklingar úr endurvinnanlegum pappír sem enda í bláu tunnunni, sem er einnig ágætis konsept.Meira en eplamaukÉg lofaði því ofar í þessum pistli að ég ætlaði að hugsa þessi mál út frá öðru en hagfræði. En um hvað snýst þetta eiginlega? Hvers vegna er ágangur mannsins á jörðina langt umfram það sem öll skynsemi kennir okkur? Gleymum líka siðferðislegum hugtökum eins og grægði. Reynum að hugsa þetta alveg upp á nýtt. Getur verið að vandamálið sé bara sjálft konseptið? En hvað á ég nákvæmlega við þegar ég tala um konsept? Konseptið er sú tilhneiging í menningu okkar að ljá öllu merkingu. Það er eins og allt, sama hversu hversdagslegt það er, þurfi að hafa dýpri meiningu og skilaboð. Það er eins og það sé ekki lengur hægt að sötra þunnt kaffi úr bolla og horfa út um gluggann og hugsa um ekkert. Þegar Chicago-hagfræðingarnir töluðu um jákvæð áhrif aukinnar einkaneyslu sáu fáir fyrir sér að einkaneysla yrði drifin áfram af fólki að drekka fair-trade kaffi í handprjónaðri peysu að hlusta á Joni Mitchell á vínyl. En kannski er hún það? Það kostar mikla orku að búa til konsept. Það þarf að prenta bæklinga, það þarf að ferja fólk milli staða, það þarf að halda orkusóandi fundi um konsept þar sem svangt fólk opnar umbúðir utan um konsept-drifnar orkustangir og skolar þeim niður með drykkjum sem eru líka konsept og kostuðu jafn marga tilgangslausa og orkusóandi fundi sem annað konsept-hungrað fólk fékk laun fyrir að mæta á til að kaupa eplamauk handa börnunum sínum sem er betra en annað eplamauk því það er konsept á bak við það og heil fræðigrein og nokkrar bækur sem allar eru prentaðar á endurvinnanlegan pappír sem er líka konsept. Best væri náttúrulega ef allir væru bara heima hjá sér að drekka lapþunnan Braga og helst ekki með neitt konsept í gangi. En þá væri heimurinn leiðinlegur. Njótum þess allavega heiðarlega að rústa heiminum og hættum að ljúga því að við séum ekki að því og dulbúa það sem konsept. @bergurebbiGreinin birtist fyrst á Fréttablaðinu
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun