Vil fá ákveðin svör á Algarve Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. febrúar 2017 06:00 Freyr á blaðamannafundinum í gær. vísir/sigurjón Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari valdi 23 leikmenn í ferðina til Algarve. Andstæðingar íslenska liðsins þar eru mjög sterkir en stelpurnar munu mæta Noregi, Japan og Spáni. Meiðsli hafa verið að herja á kvennalandsliðið. Hólmfríður Magnúsdóttir verður lengi frá, Margrét Lára Viðarsdóttir er nýfarin af stað eftir aðgerð og svo meiddist Dagný Brynjarsdóttir í baki. Margrét Lára og Dagný komast með út. Þetta er í fjórða sinn sem Freyr fer með liðið á þetta mót. Í tvígang hefur liðið náð þriðja sæti og einu sinni varð liðið í áttunda sæti. Hann fór fram á að liðið myndi vinna mótið í fyrra en segir að úrslitin skipti ekki öllu máli núna. „Ég er alltaf að prófa hópinn og hafði aldrei nálgast það áður með liðinu að ætla að vinna mót. Ég vildi sjá hvernig stelpurnar myndu bregðast við því,“ segir Freyr sem ætlar að nýta mótið núna til þess að undirbúa liðið sem best fyrir stóra mótið í sumar. „Ég mun aðeins fikta með taktík núna þannig að eftir mótið séum við ekki með neinar spurningar. Heldur að við getum keyrt beint áfram til að vera 100 prósent klár með liðið í sumar.“ Freyr prófaði að láta liðið spila 3-5-2 í Kína á dögunum og mun halda því áfram á Algarve. „Ég vil að við náum aðeins betri tökum á 3-5-2. Við verðum að eiga það uppi í erminni. Við gætum nefnilega þurft að nota það á móti bæði Frökkum og Sviss á EM. Við verðum að klára það núna því ég get ekki gert það í leikjunum í apríl og júní. Ég mun láta liðið spila 3-5-2 í tveimur leikjum að minnsta kosti og kannski í þremur.“ Sóknarleikurinn er ákveðinn hausverkur án Hörpu Þorsteinsdóttur og Hólmfríðar Magnúsdóttur. Harpa skoraði tíu mörk í sex leikjum í undankeppni EM og var markahæst í undankeppninni. „Þarna eru tveir lykilmenn í sóknarleiknum. Við þurfum að sjá hvort við getum leyst þetta í okkar kerfi innan frá eða hvort við þurfum hreinlega að breyta leikfræðinni aðeins. Ég vil fá þau svör núna en ekki síðar.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Sjá meira
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari valdi 23 leikmenn í ferðina til Algarve. Andstæðingar íslenska liðsins þar eru mjög sterkir en stelpurnar munu mæta Noregi, Japan og Spáni. Meiðsli hafa verið að herja á kvennalandsliðið. Hólmfríður Magnúsdóttir verður lengi frá, Margrét Lára Viðarsdóttir er nýfarin af stað eftir aðgerð og svo meiddist Dagný Brynjarsdóttir í baki. Margrét Lára og Dagný komast með út. Þetta er í fjórða sinn sem Freyr fer með liðið á þetta mót. Í tvígang hefur liðið náð þriðja sæti og einu sinni varð liðið í áttunda sæti. Hann fór fram á að liðið myndi vinna mótið í fyrra en segir að úrslitin skipti ekki öllu máli núna. „Ég er alltaf að prófa hópinn og hafði aldrei nálgast það áður með liðinu að ætla að vinna mót. Ég vildi sjá hvernig stelpurnar myndu bregðast við því,“ segir Freyr sem ætlar að nýta mótið núna til þess að undirbúa liðið sem best fyrir stóra mótið í sumar. „Ég mun aðeins fikta með taktík núna þannig að eftir mótið séum við ekki með neinar spurningar. Heldur að við getum keyrt beint áfram til að vera 100 prósent klár með liðið í sumar.“ Freyr prófaði að láta liðið spila 3-5-2 í Kína á dögunum og mun halda því áfram á Algarve. „Ég vil að við náum aðeins betri tökum á 3-5-2. Við verðum að eiga það uppi í erminni. Við gætum nefnilega þurft að nota það á móti bæði Frökkum og Sviss á EM. Við verðum að klára það núna því ég get ekki gert það í leikjunum í apríl og júní. Ég mun láta liðið spila 3-5-2 í tveimur leikjum að minnsta kosti og kannski í þremur.“ Sóknarleikurinn er ákveðinn hausverkur án Hörpu Þorsteinsdóttur og Hólmfríðar Magnúsdóttur. Harpa skoraði tíu mörk í sex leikjum í undankeppni EM og var markahæst í undankeppninni. „Þarna eru tveir lykilmenn í sóknarleiknum. Við þurfum að sjá hvort við getum leyst þetta í okkar kerfi innan frá eða hvort við þurfum hreinlega að breyta leikfræðinni aðeins. Ég vil fá þau svör núna en ekki síðar.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Sjá meira